Þjóðfylkingin Jóhann Óli Eiðsson skrifar 9. júlí 2016 07:00 Á dögunum hlotnaðist mér sá heiður að vera samþykktur í hóp Íslensku þjóðfylkingarinnar á Facebook. Aðeins fáir útvaldir fá inngöngu í hópinn. Til að mynda hafði mér verið hafnað þrisvar áður en ég var að endingu samþykktur. Umrædd fylking hyggur á framboð í komandi alþingiskosningum og er afar forvitnileg. Fylkingin stendur til að mynda fyrir einstaklingsfrelsi og takmörkun ríkisafskipta. Á sama tíma vilja flokksmenn að Landsbankinn verði í eigu ríkisins, búrkur verði bannaðar á Íslandi og hafna trúarbrögðum sem „eru andstæð stjórnarskrá“. Umræður í hópi flokksins eru afar líflegar enda flokksmenn algerlega lausir við rétttrúnað þann sem vomir yfir samfélaginu. Til dæmis eru þeir sannfærðir um að í auknum straumi flóttamanna felist syndaflóðið síðara og aðeins árvökul augu þeirra geta forðað íslenskri menningu frá tortímingu. Hvatvís stökk ég á bak Rósinants, keyrði hann sporum og hirti ekki um köll míns innri Sansjós. Ótrauður benti ég á að áðurnefnt syndaflóð, á fyrsta ársfjórðungi, hefði talið 25 manns. Aðrir flóttamenn lentu á óhagganlegum varnargarði í formi Útlendingastofnunar. Vettvangsferð mín varð að sneypuför þegar mér var hent öfugum úr hópnum og meinað að koma þangað aftur. Sem dyggur hlustandi þáttarins Línan er laus, á Útvarpi Sögu, komu viðbrögðin ekki á óvart. Það verður áhugavert að sjá hvernig Íslensku þjóðfylkingunni farnast í kosningunum. Sjálfur er ég spenntastur fyrir því að sjá hvort fyrrgreind taktík, að vísa óákveðnum kjósendum frá hópnum, muni bera ávöxt. Líkurnar á því að atkvæði mitt endi hjá flokknum minnkuðu í það minnsta til muna við þá aðgerð.Þessi grein birtist upphaflega í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóhann Óli Eiðsson Mest lesið Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson Skoðun
Á dögunum hlotnaðist mér sá heiður að vera samþykktur í hóp Íslensku þjóðfylkingarinnar á Facebook. Aðeins fáir útvaldir fá inngöngu í hópinn. Til að mynda hafði mér verið hafnað þrisvar áður en ég var að endingu samþykktur. Umrædd fylking hyggur á framboð í komandi alþingiskosningum og er afar forvitnileg. Fylkingin stendur til að mynda fyrir einstaklingsfrelsi og takmörkun ríkisafskipta. Á sama tíma vilja flokksmenn að Landsbankinn verði í eigu ríkisins, búrkur verði bannaðar á Íslandi og hafna trúarbrögðum sem „eru andstæð stjórnarskrá“. Umræður í hópi flokksins eru afar líflegar enda flokksmenn algerlega lausir við rétttrúnað þann sem vomir yfir samfélaginu. Til dæmis eru þeir sannfærðir um að í auknum straumi flóttamanna felist syndaflóðið síðara og aðeins árvökul augu þeirra geta forðað íslenskri menningu frá tortímingu. Hvatvís stökk ég á bak Rósinants, keyrði hann sporum og hirti ekki um köll míns innri Sansjós. Ótrauður benti ég á að áðurnefnt syndaflóð, á fyrsta ársfjórðungi, hefði talið 25 manns. Aðrir flóttamenn lentu á óhagganlegum varnargarði í formi Útlendingastofnunar. Vettvangsferð mín varð að sneypuför þegar mér var hent öfugum úr hópnum og meinað að koma þangað aftur. Sem dyggur hlustandi þáttarins Línan er laus, á Útvarpi Sögu, komu viðbrögðin ekki á óvart. Það verður áhugavert að sjá hvernig Íslensku þjóðfylkingunni farnast í kosningunum. Sjálfur er ég spenntastur fyrir því að sjá hvort fyrrgreind taktík, að vísa óákveðnum kjósendum frá hópnum, muni bera ávöxt. Líkurnar á því að atkvæði mitt endi hjá flokknum minnkuðu í það minnsta til muna við þá aðgerð.Þessi grein birtist upphaflega í Fréttablaðinu.
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun