Efni til sprengjugerðar, rifflar og skotfæri voru meðal þess sem fannst á heimili Micah Johnson, byssumannsins sem felldi fimm lögreglmenn í Dallas. Þetta kemur fram á vef BBC.
Auk lögreglumannana fimm sem létust særði Johnson sjö aðra. Hann féll sjálfur að lokum eftir að fjarstýrt sprengjuvélmenni var sent til hans. Yfirvöld telja að hann hafi verið einn að verki.
„Það er mat okkar að borgin sé nú örugg,“ sagði borgarstjórinn Mike Rawlings á blaðamannafundi.
Johnson skaut að lögregluþjónum sem voru að fylgjast með mótmælagöngu sem fram fór í borginni. Fólk var þar að mótmæla því að lögreglumenn skutu tvo þeldökka menn til bana, Philando Castile í Minnesota og Alton Sterling í Baton Rouge.
Lögreglumenn reyndu að fá Johnson til að gefast upp áður en þeir sendu vélmennið af stað. Í samtölum milli byssumannsins og lögreglu kom fram að hann hefði sérstaklega ætlað sér að fella hvíta lögreglumenn vegna þess hvernig þeir kæmu fram við þeldökka.
Efni til sprengjugerðar fundust á heimili byssumannsins

Tengdar fréttir

Fimm lögregluþjónar myrtir af leyniskyttum
Níu eru særðir eftir mótmæli í Dallas í Bandaríkjunum.

Í beinni útsendingu á Facebook eftir að hafa verið skotinn af lögreglu
Þeldökkur maður var skotinn til bana af lögreglu í Falcon Heigts í Minnisota í gær.

Obama tjáir sig um dauða Sterling og Castile
"Við höfum séð harmleiki sem þessa alltof oft og hjörtu okkar slá fyrir fjölskyldurnar og samfélögin sem þjást yfir missi sínum,“ skrifaði Obama í yfirlýsingu á Facebook-síðu sína í kvöld.

Myndband af morði lögregluþjóns birt á samfélagsmiðlum
Lögregluþjónninn skaut á einn árásarmanninn í Dallas sem var í skotheldu vesti.

Yfirlýsing frá Beyoncé: „Stríðinu gegn lituðu fólki og öðrum minnihlutahópum verður að ljúka“
Mikil reiði er í Bandaríkjunum eftir að tveir svartir menn voru drepnir af lögreglu með stuttu millibili fyrir litlar sem engar sakir.

Vildi drepa hvíta lögregluþjóna
Árásarmaður sem var felldur af lögreglu í Dallas sagðist vera reiður yfir því að lögregluþjónar skutu unga svarta menn til bana.