Rétt að halda öllum kostum opnum Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 9. júlí 2016 13:13 Lilja Alfreðsdóttir utanríkisráðherra ásamt Miroslav Lajcák, utanríkisráðherra Slóvakíu, sem fer með formennsku í ráðherraráði ESB um þessar mundir. Lajcák er einnig í framboði til embættis aðalframkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna Mynd/UTN Útganga Bretlands úr Evrópusambandinu, Brexit, var meðal umræðuefna á tvíhliða fundum sem Lilja Alfreðsdóttir utanríkisráðherra átti með starfsbræðrum sínum frá Bretlandi, Slóvakíu og Hollandi í Varsjá í dag, til hliðar við leiðtogafund Atlantshafsbandalagsins. Utanríkisráðherra segir mikilvægt að halda öllum kostum opnum. Á fundum með Bert Koenders, utanríkisráðherra Hollands, og Miroslav Lajčák, utanríkisráðherra Slóvakíu, var farið yfir stöðu mála en forsæti í Evrópusambandinu gekk nýlega á milli ríkjanna. Greindi utanríkisráðherra frá hagsmunum Íslands og þeim kostum sem til staðar eru. Einnig átti ráðherra fund með Philip Hammond, utanríkisráðherra Bretlands, og fór yfir sameiginlega hagsmuni ríkjanna í viðskiptalegu og pólitísku tilliti. Þá ræddu ráðherrarnir stöðu innanlandsmála í Bretlandi í kjölfar þjóðaratkvæðagreiðslunnar. „Þetta voru gagnlegir fundir og við ákváðum að viðhalda reglulegu samtali á næstu vikum. Hvað Ísland varðar eru einkum þrír kostir í stöðunni. Að Ísland og Bretland geri með sér tvíhliða samning, að EFTA-ríkin semji sameiginlega við Breta eða að tillit sé tekið til allra EES-ríkjanna í útgöngusamningi Breta við ESB. Á þessu stigi er rétt að halda öllum kostum opnum og sýna áfram frumkvæði í samskiptum við Breta. Á sama tíma munum við veita þeim nauðsynlegt andrými til að vinna úr flókinni stöðu innanlands og gagnvart Evrópusambandinu, en halda vöku okkar varðandi hagsmuni Íslands. Bresk stjórnvöld eru að afla sér upplýsinga, meðal annars um EES samstarfið og gagnvart öðrum ríkjum. Við höfum greint stöðuna vandlega og ég er sannfærð um að vel spilist úr,” segir Lilja Alfreðsdóttir utanríkisráðherra. Lilja átti einnig tvíhliða fund með Nikola Poposki, utanríkisráðherra Makedóníu, þar sem rædd voru málefni Balkanskagans, aðildarumsókn Makedóníu að Atlantshafsbandalaginu og efnahagsmál. Í gær funduðu utanríkisráðherrar Atlantshafsbandalagsins með utanríkisráðherra Georgíu þar sem fjallað var um stöðu mála og umbætur í landinu, en Georgía er meðal umsóknarríkja að Atlantshafsbandalaginu. Einnig funduðu utanríkisráðherrar bandalagsríkja með utanríkisráðherrum helstu samstarfsríkja, þ.m.t. utanríkisráðherrum Svíþjóðar og Finnlands, þar sem fjallað var um áskoranir úr suðri. Brexit Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Fleiri fréttir Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Sjá meira
Útganga Bretlands úr Evrópusambandinu, Brexit, var meðal umræðuefna á tvíhliða fundum sem Lilja Alfreðsdóttir utanríkisráðherra átti með starfsbræðrum sínum frá Bretlandi, Slóvakíu og Hollandi í Varsjá í dag, til hliðar við leiðtogafund Atlantshafsbandalagsins. Utanríkisráðherra segir mikilvægt að halda öllum kostum opnum. Á fundum með Bert Koenders, utanríkisráðherra Hollands, og Miroslav Lajčák, utanríkisráðherra Slóvakíu, var farið yfir stöðu mála en forsæti í Evrópusambandinu gekk nýlega á milli ríkjanna. Greindi utanríkisráðherra frá hagsmunum Íslands og þeim kostum sem til staðar eru. Einnig átti ráðherra fund með Philip Hammond, utanríkisráðherra Bretlands, og fór yfir sameiginlega hagsmuni ríkjanna í viðskiptalegu og pólitísku tilliti. Þá ræddu ráðherrarnir stöðu innanlandsmála í Bretlandi í kjölfar þjóðaratkvæðagreiðslunnar. „Þetta voru gagnlegir fundir og við ákváðum að viðhalda reglulegu samtali á næstu vikum. Hvað Ísland varðar eru einkum þrír kostir í stöðunni. Að Ísland og Bretland geri með sér tvíhliða samning, að EFTA-ríkin semji sameiginlega við Breta eða að tillit sé tekið til allra EES-ríkjanna í útgöngusamningi Breta við ESB. Á þessu stigi er rétt að halda öllum kostum opnum og sýna áfram frumkvæði í samskiptum við Breta. Á sama tíma munum við veita þeim nauðsynlegt andrými til að vinna úr flókinni stöðu innanlands og gagnvart Evrópusambandinu, en halda vöku okkar varðandi hagsmuni Íslands. Bresk stjórnvöld eru að afla sér upplýsinga, meðal annars um EES samstarfið og gagnvart öðrum ríkjum. Við höfum greint stöðuna vandlega og ég er sannfærð um að vel spilist úr,” segir Lilja Alfreðsdóttir utanríkisráðherra. Lilja átti einnig tvíhliða fund með Nikola Poposki, utanríkisráðherra Makedóníu, þar sem rædd voru málefni Balkanskagans, aðildarumsókn Makedóníu að Atlantshafsbandalaginu og efnahagsmál. Í gær funduðu utanríkisráðherrar Atlantshafsbandalagsins með utanríkisráðherra Georgíu þar sem fjallað var um stöðu mála og umbætur í landinu, en Georgía er meðal umsóknarríkja að Atlantshafsbandalaginu. Einnig funduðu utanríkisráðherrar bandalagsríkja með utanríkisráðherrum helstu samstarfsríkja, þ.m.t. utanríkisráðherrum Svíþjóðar og Finnlands, þar sem fjallað var um áskoranir úr suðri.
Brexit Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Fleiri fréttir Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Sjá meira