Jón Daði og Ragnar ekki í hættu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 30. júní 2016 15:00 Jón Daði lagði upp sigurmarkið gegn Englendingum eftir frábæra sókn strákanna okkar. vísir/epa Það er óhætt að segja að allar líkur séu á því að fái Ísland gult spjald í leiknum gegn Frakklandi á Stade de France á sunnudaginn þá fari viðkomandi leikmaður í bann. Níu leikmenn íslenska liðsins eru á gulu spjaldi eftir leikina fjóra á EM til þessa. Alls eru 45 leikmenn í liðunum átta á hættusvæði fyrir átta liða úrslitin sem hefjast í kvöld með leik Póllands og Portúgal. Alfreð Finnbogason var í leikbanni í leiknum gegn Austurríki en þess utan hafa gulu spjöldið dreifst lygilega vel, sem betur fer. „Þetta var hluti af planinu,“ sagði Lars Lagerbäck í gríni á blaðamannafundi í Annecy í gær. Réttir menn fengu gul spjöld í leiknum gegn Englandi. „Við sögðum þeim að þeir væru þeir einu sem mættu fá gul spjöld,“ grínaðist Svíinn áfram en ræddi svo á alvarlegum nótum. Hann sagði landsliðsmennina hafa rætt gulu spjöldin, sum væru ósanngjörn en Lars hefur á árum sínum með landsliðið lagt mikið upp úr því að leikmenn sýni aga og fái ekki ódýr gul spjöld. Nú er staðan hins vegar sú að svo til allt byrjunarliðið er á gulu spjaldi, fyrir utan Ragnar Sigurðsson og Jón Daða Böðvarsson. Þeir eru einu leikmennirnir í byrjunarliðinu sem geta fengið gult spjald án þess að fara í bann í næsta leik. N’Golo Kanté, leikmaður Leicester, og Adil Rami, miðvörður Sevilla, verða í banni í leiknum á móti Íslandi. Þá eru Olivier Giroud og Laurent Koscielny, leikmenn Arsenal, á hættusvæði. Eftir átta liða úrslitin taka leikmenn ekki lengur spjöld með sér í næstu leiki. Gulu spjöldin þurrkast út. Ragnar og Jón Daði geta því áhyggjulausir fengið gult spjald án þess að vera á hættusvæði komist Ísland í undanúrslit. Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook , Twitter og Snapchat (sport365). EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Ekkert að hugsa um tilboðið frá ASOS Birkir Bjarnason fékk óvænt tilboð á meðan á leik Englands og Íslands stóð í sextán liða úrslitum. 30. júní 2016 09:44 EM í dag: Hinn franski Grýluvöllur Í þetta sinn er EM í dag sendur út frá æfingavelli íslenska liðsins í Annecy. 30. júní 2016 08:34 Heimir: Einbeitingin ekki í lagi ef við eyðum öllum tímanum í að vera frægir Lars Lagerbäck lét strákana okkar heyra það á blaðamannafundi í gær fyrir að vera ekki með 100 prósent einbeitingu eftir sigurinn á Englandi. 30. júní 2016 09:53 Við getum klárað hvaða lið sem er í heiminum „Við erum í himnaríki,“ segir Birkir Bjarnason. 30. júní 2016 09:31 Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Íslenski boltinn Dramatík í uppbótartíma Enski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Fleiri fréttir Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Í beinni: Sunderland - Arsenal | Gerir Xhaka gamla liði sínu skráveifu? Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Rekinn aðeins sex mánuðum eftir að hann yfirgaf Liverpool Mamma og pabbi í stúkunni þegar Emelía skoraði þrennuna í bikarnum Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Sjá meira
Það er óhætt að segja að allar líkur séu á því að fái Ísland gult spjald í leiknum gegn Frakklandi á Stade de France á sunnudaginn þá fari viðkomandi leikmaður í bann. Níu leikmenn íslenska liðsins eru á gulu spjaldi eftir leikina fjóra á EM til þessa. Alls eru 45 leikmenn í liðunum átta á hættusvæði fyrir átta liða úrslitin sem hefjast í kvöld með leik Póllands og Portúgal. Alfreð Finnbogason var í leikbanni í leiknum gegn Austurríki en þess utan hafa gulu spjöldið dreifst lygilega vel, sem betur fer. „Þetta var hluti af planinu,“ sagði Lars Lagerbäck í gríni á blaðamannafundi í Annecy í gær. Réttir menn fengu gul spjöld í leiknum gegn Englandi. „Við sögðum þeim að þeir væru þeir einu sem mættu fá gul spjöld,“ grínaðist Svíinn áfram en ræddi svo á alvarlegum nótum. Hann sagði landsliðsmennina hafa rætt gulu spjöldin, sum væru ósanngjörn en Lars hefur á árum sínum með landsliðið lagt mikið upp úr því að leikmenn sýni aga og fái ekki ódýr gul spjöld. Nú er staðan hins vegar sú að svo til allt byrjunarliðið er á gulu spjaldi, fyrir utan Ragnar Sigurðsson og Jón Daða Böðvarsson. Þeir eru einu leikmennirnir í byrjunarliðinu sem geta fengið gult spjald án þess að fara í bann í næsta leik. N’Golo Kanté, leikmaður Leicester, og Adil Rami, miðvörður Sevilla, verða í banni í leiknum á móti Íslandi. Þá eru Olivier Giroud og Laurent Koscielny, leikmenn Arsenal, á hættusvæði. Eftir átta liða úrslitin taka leikmenn ekki lengur spjöld með sér í næstu leiki. Gulu spjöldin þurrkast út. Ragnar og Jón Daði geta því áhyggjulausir fengið gult spjald án þess að vera á hættusvæði komist Ísland í undanúrslit. Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook , Twitter og Snapchat (sport365).
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Ekkert að hugsa um tilboðið frá ASOS Birkir Bjarnason fékk óvænt tilboð á meðan á leik Englands og Íslands stóð í sextán liða úrslitum. 30. júní 2016 09:44 EM í dag: Hinn franski Grýluvöllur Í þetta sinn er EM í dag sendur út frá æfingavelli íslenska liðsins í Annecy. 30. júní 2016 08:34 Heimir: Einbeitingin ekki í lagi ef við eyðum öllum tímanum í að vera frægir Lars Lagerbäck lét strákana okkar heyra það á blaðamannafundi í gær fyrir að vera ekki með 100 prósent einbeitingu eftir sigurinn á Englandi. 30. júní 2016 09:53 Við getum klárað hvaða lið sem er í heiminum „Við erum í himnaríki,“ segir Birkir Bjarnason. 30. júní 2016 09:31 Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Íslenski boltinn Dramatík í uppbótartíma Enski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Fleiri fréttir Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Í beinni: Sunderland - Arsenal | Gerir Xhaka gamla liði sínu skráveifu? Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Rekinn aðeins sex mánuðum eftir að hann yfirgaf Liverpool Mamma og pabbi í stúkunni þegar Emelía skoraði þrennuna í bikarnum Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Sjá meira
Ekkert að hugsa um tilboðið frá ASOS Birkir Bjarnason fékk óvænt tilboð á meðan á leik Englands og Íslands stóð í sextán liða úrslitum. 30. júní 2016 09:44
EM í dag: Hinn franski Grýluvöllur Í þetta sinn er EM í dag sendur út frá æfingavelli íslenska liðsins í Annecy. 30. júní 2016 08:34
Heimir: Einbeitingin ekki í lagi ef við eyðum öllum tímanum í að vera frægir Lars Lagerbäck lét strákana okkar heyra það á blaðamannafundi í gær fyrir að vera ekki með 100 prósent einbeitingu eftir sigurinn á Englandi. 30. júní 2016 09:53
Við getum klárað hvaða lið sem er í heiminum „Við erum í himnaríki,“ segir Birkir Bjarnason. 30. júní 2016 09:31