Heimir: Vel stætt fólk í sumarleyfi þannig að við fáum frið Tómas Þór Þórðarson skrifar 30. júní 2016 19:45 Aukningin á erlendum fjölmiðlamönnum sem fylgjast með íslenska liðinu í Frakklandi hefur verið mikil síðustu tvo daga. Þröngt var um manninn á blaðamannafundinum í gær en í dag voru fleiri fjölmiðlamenn mættir á æfingu liðsins en nokkru sinni fyrr. Heimir Hallgrímsson gat lítið annað gert en hlegið þegar hann sá fjöldann í dag. „Þetta sýnir smá hvað við erum barnalegir að halda við getum verið með Mixed Zone hérna með 8.000 sjónvarpsvélar á okkur. Við erum að reyna að gera okkar besta í að vera sýnilegir og svoleiðis. Auðvitað er þetta samt bilun,“ segir Heimir. Það er eins gott að knattspyrnusambandið valdi ekki stærri bæ eða borg en Annecy til að að hafa höfuðstöðvar sínar í. Þessi smábær hentar íslenska liðinu frábærlega þar sem strákarnir fá meira og minna algjöran frið og geta meira að segja rölt um miðbæinn óáreittir. „Þetta er lykilþáttur í dag sem ég gerði mér ekki nógu mikla grein fyrir í upphafi. Það skiptir svo miklu máli að vera á stað þar sem þú ert algjörlega einn. Við erum á hóteli einir þannig við þurfum ekki að taka tillit til einhverra annarra,“ segir Heimir. „Umhverfið er svo fallegt hérna að það róar mann niður og bærinn er þannig að menn geta verið frjálsir. Það er ekki mikill fótboltaáhugi í Annecy. Þetta virðist vera meira vel stætt fólk í sumarleyfunum sínum þannig leikmennirnir fá frið og geta rölt um bæinn sem er rosalega mikilvægt,“ segir Heimir Hallgrímsson. Alla fréttina má sjá í spilaranum hér að ofan.Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365). EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Öryggis-Víðir hjálpaði ljósmyndara Vísis og tók þessa mynd Það vantar ekki að starfslið KSÍ er tilbúið að hjálpa til eins og það getur á Evrópumótinu. 30. júní 2016 11:30 Strákarnir fengu frí frá öllu í gær: „Við erum stundum eins og eldri borgarar“ Strákarnir okkar eru búnir að vera saman öllum stundum í einn mánuð og þá þarf að finna sér eitthvað að gera. 30. júní 2016 10:11 Ögmundur vann golfið á frídeginum í gær í fjarveru Gylfa Þórs Kári Árnason segir strákana hafa verið að hlaða batterín í gær en undirbúningur fyrir Frakkland í París fór á fullt í dag. 30. júní 2016 12:00 Kári þurfti að yfirgefa England vegna aldurs: "Gaman að troða því“ Miðvörður íslenska landsliðsins er tilbúinn að spila aftur á Englandi fái hann tækifærið. 30. júní 2016 19:00 Aron Einar tók því rólega á æfingu Tók ekki þátt í hefðbundinni upphitun með félögum sínum í íslenska landsliðinu. 30. júní 2016 10:21 Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Fleiri fréttir „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Sara Björk lagði upp í stórsigri Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez Sjá meira
Aukningin á erlendum fjölmiðlamönnum sem fylgjast með íslenska liðinu í Frakklandi hefur verið mikil síðustu tvo daga. Þröngt var um manninn á blaðamannafundinum í gær en í dag voru fleiri fjölmiðlamenn mættir á æfingu liðsins en nokkru sinni fyrr. Heimir Hallgrímsson gat lítið annað gert en hlegið þegar hann sá fjöldann í dag. „Þetta sýnir smá hvað við erum barnalegir að halda við getum verið með Mixed Zone hérna með 8.000 sjónvarpsvélar á okkur. Við erum að reyna að gera okkar besta í að vera sýnilegir og svoleiðis. Auðvitað er þetta samt bilun,“ segir Heimir. Það er eins gott að knattspyrnusambandið valdi ekki stærri bæ eða borg en Annecy til að að hafa höfuðstöðvar sínar í. Þessi smábær hentar íslenska liðinu frábærlega þar sem strákarnir fá meira og minna algjöran frið og geta meira að segja rölt um miðbæinn óáreittir. „Þetta er lykilþáttur í dag sem ég gerði mér ekki nógu mikla grein fyrir í upphafi. Það skiptir svo miklu máli að vera á stað þar sem þú ert algjörlega einn. Við erum á hóteli einir þannig við þurfum ekki að taka tillit til einhverra annarra,“ segir Heimir. „Umhverfið er svo fallegt hérna að það róar mann niður og bærinn er þannig að menn geta verið frjálsir. Það er ekki mikill fótboltaáhugi í Annecy. Þetta virðist vera meira vel stætt fólk í sumarleyfunum sínum þannig leikmennirnir fá frið og geta rölt um bæinn sem er rosalega mikilvægt,“ segir Heimir Hallgrímsson. Alla fréttina má sjá í spilaranum hér að ofan.Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365).
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Öryggis-Víðir hjálpaði ljósmyndara Vísis og tók þessa mynd Það vantar ekki að starfslið KSÍ er tilbúið að hjálpa til eins og það getur á Evrópumótinu. 30. júní 2016 11:30 Strákarnir fengu frí frá öllu í gær: „Við erum stundum eins og eldri borgarar“ Strákarnir okkar eru búnir að vera saman öllum stundum í einn mánuð og þá þarf að finna sér eitthvað að gera. 30. júní 2016 10:11 Ögmundur vann golfið á frídeginum í gær í fjarveru Gylfa Þórs Kári Árnason segir strákana hafa verið að hlaða batterín í gær en undirbúningur fyrir Frakkland í París fór á fullt í dag. 30. júní 2016 12:00 Kári þurfti að yfirgefa England vegna aldurs: "Gaman að troða því“ Miðvörður íslenska landsliðsins er tilbúinn að spila aftur á Englandi fái hann tækifærið. 30. júní 2016 19:00 Aron Einar tók því rólega á æfingu Tók ekki þátt í hefðbundinni upphitun með félögum sínum í íslenska landsliðinu. 30. júní 2016 10:21 Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Fleiri fréttir „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Sara Björk lagði upp í stórsigri Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez Sjá meira
Öryggis-Víðir hjálpaði ljósmyndara Vísis og tók þessa mynd Það vantar ekki að starfslið KSÍ er tilbúið að hjálpa til eins og það getur á Evrópumótinu. 30. júní 2016 11:30
Strákarnir fengu frí frá öllu í gær: „Við erum stundum eins og eldri borgarar“ Strákarnir okkar eru búnir að vera saman öllum stundum í einn mánuð og þá þarf að finna sér eitthvað að gera. 30. júní 2016 10:11
Ögmundur vann golfið á frídeginum í gær í fjarveru Gylfa Þórs Kári Árnason segir strákana hafa verið að hlaða batterín í gær en undirbúningur fyrir Frakkland í París fór á fullt í dag. 30. júní 2016 12:00
Kári þurfti að yfirgefa England vegna aldurs: "Gaman að troða því“ Miðvörður íslenska landsliðsins er tilbúinn að spila aftur á Englandi fái hann tækifærið. 30. júní 2016 19:00
Aron Einar tók því rólega á æfingu Tók ekki þátt í hefðbundinni upphitun með félögum sínum í íslenska landsliðinu. 30. júní 2016 10:21