Athyglin beinist svo sannarlega að strákunum okkar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 30. júní 2016 12:45 Ragnar Sigurðsson ræðir við fjölmiðlamenn í Annecy í morgun. Kári Árnason röltir í annað viðtal. Vísir/Vilhelm Um eitt hundrað fjölmiðlamenn víðs vegar að úr Evrópu og frá fleiri heimshornum voru mættir tímanlega á æfingu strákanna okkar í Annecy í morgun til að taka þá tali. Vallarstarfsmenn klöppuðu fyrir okkar mönnum þegar þeir mættu og söknuðu þeirra greinilega en landsliðsstrákarnir fengu hvíldardag í gær. Sumir nýttu fríið í golfhring á meðan aðrir fóru í gislingu eða röltu um miðbæinn. Landsliðsþjálfarinn Heimir Hallgrímsson segir að það hafi verið mikilvægt fyrir leikmenn að fá smá frí frá hótelinu, frí frá þjálfurunum og liðsfundum. Nú er það hins vegar alvaran á nýjan leik og nauðsynlegt að leikmenn haldi fókus þrátt fyrir alla athyglina í öllum heimshornum.„Það er svo mikið hæp í kringum þetta. Ef þú ætlar að lesa allt það sem er skrifað um íslenska landsliðið eða hvern einasta leikmann mundi þér ekki duga dagurinn til þess. Ef við ætluðum að eyða öllum deginum í það að vera frægir þá erum við ekki að fókusa á það sem skiptir máli,“ segir Heimir. Nú þurfi að einbeita sér alfarið að Frakklandsleiknum. Athyglin hefur ekki síst verið á Ragnari Sigurðssyni, miðverðinum úr Árbænum, sem er orðaður við ýmis félög eftir frábæra frammistöðu á mótinu, ekki síst gegn Englandi í Nice. Ragnar telur ekkert til í orðrómi um áhuga Liverpool, félagsins sem miðvörðurinn hefur stutt frá unga aldri, en segist geta nýtt sér athyglina til hvatningar. „Þetta er aukahvatning fyrir mig. Það er gaman að fá viðurkenningu fyrir það sem maður er að gera og þá langar mann að leggja enn harðar að sér.“Ragnar Sigurðsson ræðir við sænsku pressuna, á sænsku.Vísir/VilhelmLars Lagerbäck minntist á það á fundi með blaðamönnum í gær að hann hefði þurft að áminna nokkra leikmenn í fyrrakvöld sem mættu of seint í kvöldmat. Liðið þyrfti að sýna 100 prósent fagmennsku innan sem utan fallar. „Ef menn eru að verða eitthvað „sloppy“ eða eru að að skíta upp á bak verður aðeins að skamma okkur,“ segir Ragnar. „Það hefur komið nokkrum sinnum fyrir að menn gleyma hinu eða þessu. Þá verður alvöru kall eins og hann að skamma okkur aðeins.“ Hann segir að viðbrögð manna í landsliðinu við því séu mismunandi.Aðstaða blaðamanna við æfingavöll landsliðsins í Annecy.Vísir/Vilhelm„Sumir spá í þessu og aðrir ekki. Sumum er alveg sama. En við þurfum að hafa ákveðnar reglur eða „guidelines“ eins og það er kallað hjá okkur. Það þýðir ekki að allir eru að fara í mismunandi áttir bara af því að við höfum unnið nokkra leiki.“ Strákarnir æfðu í um einn og hálfan tíma í Annecy í hádeginu og framundan eru fundir með þjálfurunum í dag og í kvöld þar sem leikur Frakka verður kynntur fyrir þeim. Liðið æfir aftur á morgun, föstudag, og svo á laugardagsmorgun áður en haldið verður á vit átta liða úrslitanna í París. Strákarnir eiga góðar minningar frá Stade de France þar sem okkar menn tóku Austurríki 2-1 eins og frægt er orðið.Tina Müller frá Danmörku er meðal þeirra sem fylgjast með strákunum okkar.Vísir/VilhelmÞað er þröngt á þingi í blaðamannaaðstöðunni.Vísir/Vilhelm EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Í beinni: Njarðvík - Álftanes | Fyrsti dans í Stapaskóla Körfubolti Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Fleiri fréttir FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Í beinni: Chelsea - Tottenham | Mikið í húfi hjá heimamönnum Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Tímabilinu lokið hjá Gabriel Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum „Þarf ekki einu sinni að taka takkaskóna sjálf í leiki“ Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Lífið gott en ítalskan strembin Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Íslensku stelpurnar réðu ekki við Maísu „Mótlætið styrkir mann“ Sjá meira
Um eitt hundrað fjölmiðlamenn víðs vegar að úr Evrópu og frá fleiri heimshornum voru mættir tímanlega á æfingu strákanna okkar í Annecy í morgun til að taka þá tali. Vallarstarfsmenn klöppuðu fyrir okkar mönnum þegar þeir mættu og söknuðu þeirra greinilega en landsliðsstrákarnir fengu hvíldardag í gær. Sumir nýttu fríið í golfhring á meðan aðrir fóru í gislingu eða röltu um miðbæinn. Landsliðsþjálfarinn Heimir Hallgrímsson segir að það hafi verið mikilvægt fyrir leikmenn að fá smá frí frá hótelinu, frí frá þjálfurunum og liðsfundum. Nú er það hins vegar alvaran á nýjan leik og nauðsynlegt að leikmenn haldi fókus þrátt fyrir alla athyglina í öllum heimshornum.„Það er svo mikið hæp í kringum þetta. Ef þú ætlar að lesa allt það sem er skrifað um íslenska landsliðið eða hvern einasta leikmann mundi þér ekki duga dagurinn til þess. Ef við ætluðum að eyða öllum deginum í það að vera frægir þá erum við ekki að fókusa á það sem skiptir máli,“ segir Heimir. Nú þurfi að einbeita sér alfarið að Frakklandsleiknum. Athyglin hefur ekki síst verið á Ragnari Sigurðssyni, miðverðinum úr Árbænum, sem er orðaður við ýmis félög eftir frábæra frammistöðu á mótinu, ekki síst gegn Englandi í Nice. Ragnar telur ekkert til í orðrómi um áhuga Liverpool, félagsins sem miðvörðurinn hefur stutt frá unga aldri, en segist geta nýtt sér athyglina til hvatningar. „Þetta er aukahvatning fyrir mig. Það er gaman að fá viðurkenningu fyrir það sem maður er að gera og þá langar mann að leggja enn harðar að sér.“Ragnar Sigurðsson ræðir við sænsku pressuna, á sænsku.Vísir/VilhelmLars Lagerbäck minntist á það á fundi með blaðamönnum í gær að hann hefði þurft að áminna nokkra leikmenn í fyrrakvöld sem mættu of seint í kvöldmat. Liðið þyrfti að sýna 100 prósent fagmennsku innan sem utan fallar. „Ef menn eru að verða eitthvað „sloppy“ eða eru að að skíta upp á bak verður aðeins að skamma okkur,“ segir Ragnar. „Það hefur komið nokkrum sinnum fyrir að menn gleyma hinu eða þessu. Þá verður alvöru kall eins og hann að skamma okkur aðeins.“ Hann segir að viðbrögð manna í landsliðinu við því séu mismunandi.Aðstaða blaðamanna við æfingavöll landsliðsins í Annecy.Vísir/Vilhelm„Sumir spá í þessu og aðrir ekki. Sumum er alveg sama. En við þurfum að hafa ákveðnar reglur eða „guidelines“ eins og það er kallað hjá okkur. Það þýðir ekki að allir eru að fara í mismunandi áttir bara af því að við höfum unnið nokkra leiki.“ Strákarnir æfðu í um einn og hálfan tíma í Annecy í hádeginu og framundan eru fundir með þjálfurunum í dag og í kvöld þar sem leikur Frakka verður kynntur fyrir þeim. Liðið æfir aftur á morgun, föstudag, og svo á laugardagsmorgun áður en haldið verður á vit átta liða úrslitanna í París. Strákarnir eiga góðar minningar frá Stade de France þar sem okkar menn tóku Austurríki 2-1 eins og frægt er orðið.Tina Müller frá Danmörku er meðal þeirra sem fylgjast með strákunum okkar.Vísir/VilhelmÞað er þröngt á þingi í blaðamannaaðstöðunni.Vísir/Vilhelm
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Í beinni: Njarðvík - Álftanes | Fyrsti dans í Stapaskóla Körfubolti Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Fleiri fréttir FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Í beinni: Chelsea - Tottenham | Mikið í húfi hjá heimamönnum Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Tímabilinu lokið hjá Gabriel Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum „Þarf ekki einu sinni að taka takkaskóna sjálf í leiki“ Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Lífið gott en ítalskan strembin Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Íslensku stelpurnar réðu ekki við Maísu „Mótlætið styrkir mann“ Sjá meira