Ný herferð Balenciaga markar kaflaskil 30. júní 2016 13:45 Hráar og öðruvísi auglýsingar Balenciaga vekja mikla athygli. Demna Gvasalia tók við hlutverki yfirhönnuðar Balenciaga á seinasta ári og eru áhrif hans strax farin að láta á sér kræla. Alexander Wang var áður yfirhönnuður og er óhætt að segja að þeir séu með mjög ólíkan stíl. Nýja línan er hrá, kaldhæðin og ýkt enda svipar hún mikið til fatamerkis Demna, Vetements, sem hefur orðið vinsælt meðal tískuáhugamanna á seinasta árinu. Það má segja að myndirnar fyrir auglýsingaherferðina séu lausar við glamúr og frægar fyrirsætur. Þær eru teknar á götum Parísar en Mark Borthwick var á bak við myndavélina. Hann sagðist vilja hafa umhverfið hversdagslegt og sýna til dæmis fólk fara í vinnuna með stætó eða að kaupa kaffibolla til að taka með í pappamáli. Herferðin markar ákveðin kaflaskil í sögu Balenciaga, sem er 97 ára gamalt merki sem var stofnað á Spáni ári 1919. Hingað til hefur það verið þekkt fyrir hefðbundinn stíl og yfirleitt hafa fyrirsætur og leikkonur á borð við Gisele Bunchen verið aðalstjörnurnar í auglýsingaherferðum þeirra. Það verður spennandi að fylgjast með hvert Damna Gvasalia nær að fara með þetta sögufræga tískuhús.Flott herferð sem passar vel við einstaklega fallega línu. Mest lesið Lily-Rose Depp nýtt andlit Chanel Glamour Febrúarblað Glamour er komið út Glamour Lækka tónlistina í verslunum Abercrombie & Fitch Glamour Michael Kors bannar notkun samfélagsmiðla á næstu sýningu sinni Glamour Zoë Kravitz á forsíðu nýjasta Glamour Glamour Myndi aldrei klæðast svörtu frá toppi til táar Glamour Mest lesnu Glamour fréttirnar á árinu Glamour Óskarinn 2016: Best klæddu karlar Glamour ,,Tískan er ekki yfirborðsleg" Glamour ZARA opnar í Smáralind á ný Glamour
Demna Gvasalia tók við hlutverki yfirhönnuðar Balenciaga á seinasta ári og eru áhrif hans strax farin að láta á sér kræla. Alexander Wang var áður yfirhönnuður og er óhætt að segja að þeir séu með mjög ólíkan stíl. Nýja línan er hrá, kaldhæðin og ýkt enda svipar hún mikið til fatamerkis Demna, Vetements, sem hefur orðið vinsælt meðal tískuáhugamanna á seinasta árinu. Það má segja að myndirnar fyrir auglýsingaherferðina séu lausar við glamúr og frægar fyrirsætur. Þær eru teknar á götum Parísar en Mark Borthwick var á bak við myndavélina. Hann sagðist vilja hafa umhverfið hversdagslegt og sýna til dæmis fólk fara í vinnuna með stætó eða að kaupa kaffibolla til að taka með í pappamáli. Herferðin markar ákveðin kaflaskil í sögu Balenciaga, sem er 97 ára gamalt merki sem var stofnað á Spáni ári 1919. Hingað til hefur það verið þekkt fyrir hefðbundinn stíl og yfirleitt hafa fyrirsætur og leikkonur á borð við Gisele Bunchen verið aðalstjörnurnar í auglýsingaherferðum þeirra. Það verður spennandi að fylgjast með hvert Damna Gvasalia nær að fara með þetta sögufræga tískuhús.Flott herferð sem passar vel við einstaklega fallega línu.
Mest lesið Lily-Rose Depp nýtt andlit Chanel Glamour Febrúarblað Glamour er komið út Glamour Lækka tónlistina í verslunum Abercrombie & Fitch Glamour Michael Kors bannar notkun samfélagsmiðla á næstu sýningu sinni Glamour Zoë Kravitz á forsíðu nýjasta Glamour Glamour Myndi aldrei klæðast svörtu frá toppi til táar Glamour Mest lesnu Glamour fréttirnar á árinu Glamour Óskarinn 2016: Best klæddu karlar Glamour ,,Tískan er ekki yfirborðsleg" Glamour ZARA opnar í Smáralind á ný Glamour