Formaður KSÍ: Bónusgreiðslur til leikmanna taka mið af Norðurlöndunum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 1. júlí 2016 13:00 Geir Þorsteinsson. vísir/stefán Geir Þorsteinsson, formaður Knattspyrnusambands Íslands, segir það nýja upplifun hjá KSÍ að fá greiðslur frá UEFA fyrir árangur sinn. KSÍ hefur fengið tæplega tvo milljarða króna í greiðslur frá UEFA samanlagt fyrir að komast á EM og svo fyrir gott gengi á mótinu. Strákarnir okkar tryggðu KSÍ 1100 milljónir króna með því að komast á EM. Við bættust ein milljón evra, um 138 milljónir króna, fyrir jafnteflin tvö gegn Portúgal og Ungverjalandi og sömuleiðis milljón evra fyrir sigurinn gegn Austurríki. Ein og hálf milljón evra bættist í kassann fyrir að komast í 16-liða úrslitin og við bættust tvær og hálf milljón evra fyrir sigurinn á Englandi. Grafík/Birgitta Alls hefur árangurinn skilað KSÍ í kringum 1926 milljónum króna. Á móti kemur að íslensku félögin fá 300 milljónir króna og leikmenn liðsins sömuleiðis hluta af innkomunni. Þá er töluverður kostnaður af veru liðsins í Frakklandi en liðið tók glæsilegt hótel í Annecy á leigu í tæpan mánuð. „Þeir bera sinn skerf frá þessu. Það er hluti af þeirra miklu vinnuframlagi,“ sagði Geir í Reykjavík Síðdegis. Samkvæmt heimildum Vísis fengu landsliðsmenn um tvær milljónir fyrir jafnteflin hvort jafntefli gegn Portúgal annars vegar og Ungverjalandi hins vegar. Við bættust fjórar milljónir fyrir sigurinn gegn Austurríki. Þá hafa þeir sömuleiðis fengið skerf af innkomunni vegna þess að hafa komist upp úr riðlinum og sigursins gegn Englandi. Geir segir módelið svipað og hjá Norðurlandaþjóðunum. KSÍ hafi horft þangað í samningaviðræðum sínum við leikmennina. Formaðurinn vonast til þess að árangur strákanna auki meðbyrin í stækkun Laugardalsvallar en Geir telur nauðsynlegt að geta boðið upp á leikvang sem tekur 20 þúsund manns í sæti. EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Peningarnir streyma til leikmanna og í sjóði KSÍ Bara leikurinn í gær færði KSÍ og leikmönnum íslenska landsliðsins 344 milljónir í aðra hönd. 28. júní 2016 10:04 KSÍ tryggt sér 1,5 milljarð með EM og tveir milljarðar króna í pottinum Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, segir leikmenn fá hluta af tekjunum en greiðslurnar séu trúnaðarmál. 25. júní 2016 07:00 Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Íslenski boltinn Dramatík í uppbótartíma Enski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Sanngjarn heimasigur Enski boltinn „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Fleiri fréttir Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Rekinn aðeins sex mánuðum eftir að hann yfirgaf Liverpool Mamma og pabbi í stúkunni þegar Emelía skoraði þrennuna í bikarnum Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Sjá meira
Geir Þorsteinsson, formaður Knattspyrnusambands Íslands, segir það nýja upplifun hjá KSÍ að fá greiðslur frá UEFA fyrir árangur sinn. KSÍ hefur fengið tæplega tvo milljarða króna í greiðslur frá UEFA samanlagt fyrir að komast á EM og svo fyrir gott gengi á mótinu. Strákarnir okkar tryggðu KSÍ 1100 milljónir króna með því að komast á EM. Við bættust ein milljón evra, um 138 milljónir króna, fyrir jafnteflin tvö gegn Portúgal og Ungverjalandi og sömuleiðis milljón evra fyrir sigurinn gegn Austurríki. Ein og hálf milljón evra bættist í kassann fyrir að komast í 16-liða úrslitin og við bættust tvær og hálf milljón evra fyrir sigurinn á Englandi. Grafík/Birgitta Alls hefur árangurinn skilað KSÍ í kringum 1926 milljónum króna. Á móti kemur að íslensku félögin fá 300 milljónir króna og leikmenn liðsins sömuleiðis hluta af innkomunni. Þá er töluverður kostnaður af veru liðsins í Frakklandi en liðið tók glæsilegt hótel í Annecy á leigu í tæpan mánuð. „Þeir bera sinn skerf frá þessu. Það er hluti af þeirra miklu vinnuframlagi,“ sagði Geir í Reykjavík Síðdegis. Samkvæmt heimildum Vísis fengu landsliðsmenn um tvær milljónir fyrir jafnteflin hvort jafntefli gegn Portúgal annars vegar og Ungverjalandi hins vegar. Við bættust fjórar milljónir fyrir sigurinn gegn Austurríki. Þá hafa þeir sömuleiðis fengið skerf af innkomunni vegna þess að hafa komist upp úr riðlinum og sigursins gegn Englandi. Geir segir módelið svipað og hjá Norðurlandaþjóðunum. KSÍ hafi horft þangað í samningaviðræðum sínum við leikmennina. Formaðurinn vonast til þess að árangur strákanna auki meðbyrin í stækkun Laugardalsvallar en Geir telur nauðsynlegt að geta boðið upp á leikvang sem tekur 20 þúsund manns í sæti.
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Peningarnir streyma til leikmanna og í sjóði KSÍ Bara leikurinn í gær færði KSÍ og leikmönnum íslenska landsliðsins 344 milljónir í aðra hönd. 28. júní 2016 10:04 KSÍ tryggt sér 1,5 milljarð með EM og tveir milljarðar króna í pottinum Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, segir leikmenn fá hluta af tekjunum en greiðslurnar séu trúnaðarmál. 25. júní 2016 07:00 Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Íslenski boltinn Dramatík í uppbótartíma Enski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Sanngjarn heimasigur Enski boltinn „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Fleiri fréttir Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Rekinn aðeins sex mánuðum eftir að hann yfirgaf Liverpool Mamma og pabbi í stúkunni þegar Emelía skoraði þrennuna í bikarnum Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Sjá meira
Peningarnir streyma til leikmanna og í sjóði KSÍ Bara leikurinn í gær færði KSÍ og leikmönnum íslenska landsliðsins 344 milljónir í aðra hönd. 28. júní 2016 10:04
KSÍ tryggt sér 1,5 milljarð með EM og tveir milljarðar króna í pottinum Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, segir leikmenn fá hluta af tekjunum en greiðslurnar séu trúnaðarmál. 25. júní 2016 07:00