Fyrrverandi ráðherra skiptir um lið Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 21. júní 2016 07:00 Stuðningsmenn Vote Leave segja kjósendum að trúa ekki forsætisráðherranum David Cameron sem styður Remain. Nordicphotos/AFP Sayeeda Warsi, barónessa og fyrrverandi ráðherra í breska utanríkisráðuneytinu fyrir hönd Íhaldsflokksins, sagði í gær skilið við samtökin Vote Leave, sem berjast fyrir aðskilnaði Bretlands frá Evrópusambandinu, svokölluðu Brexit, og gekk til liðs við Remain, samtök sem styðja áframhaldandi veru Bretlands innan sambandsins. Warsi, sem er fyrsti músliminn sem gegndi stöðu ráðherra á Bretlandi, sakaði Michael Gove, einn forstöðumanna Vote Leave, um lygar í gær. Sagði Warsi hann hafa logið um mögulega inngöngu Tyrklands í Evrópusambandið og alið á ótta með því að tengja tyrknesk samfélög við glæpi.Sayeeda Warsi, barónessa.„Málflutningur fólks innan Vote Leave er óþægilegur. Þaggað hefur verið niður í hófsömum röddum,“ sagði Warsi við BBC. Hún sagðist hafa gengið til liðs við samtökin til að setja fram jákvæða framtíðarsýn Bretlands utan Evrópusambandsins. Nigel Farage, formaður Sjálfstæðisflokks Bretlands, sagði liðhlaup Warsi algjöra firru. „Warsi hefur alla tíð gert lítið úr öllu sem ég hef sagt og gert. Hún var aldrei stuðningsmaður Vote Leave,“ sagði Farage í útvarpsviðtali hjá LBC.Nigel Farage, formaður Sjálfstæðisflokks Bretlands.Farage sakaði Cameron og Remain um að nýta morðið á þingkonunni Jo Cox í pólitískum tilgangi. „Það sem við sjáum hér er að forsætisráðherra og Remain reyna að blása upp gjörðir geðveiks manns og tengja þær við skoðanir helmings Breta sem vilja að við náum aftur stjórn á landamærum okkar.“ „Ég held að stuðningsmenn Remains reyni margir hverjir að nota þennan harmleik til að ýja að því að þetta einangraða, hrikalega atvik sé einhvern veginn tengt þeim rökfærslum sem ég hef sjálfur lagt fram eða aðrir innan Vote Leave,“ sagði Farage. Cox var myrt síðastliðinn fimmtudag. Þegar Thomas Mair, sem ákærður er fyrir morðið, var spurður til nafns fyrir dómstólum sagði hann: „Drepum föðurlandssvikara, frelsum Bretland.“ Samkvæmt meðaltali skoðanakannana sem Financial Times tekur saman aðhyllast 44 prósent nú aðskilnað en 44 prósent eru á móti.Úrvalsdeildin andsnúin aðskilnaði „Úrvalsdeildin er opin í eðli sínu. Aðskilnaður frá Evrópusambandinu væri úr öllu sambandi við eðli deildarinnar,“ sagði Richard Scudamore, framkvæmdastjóri ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu. Hann segir öll tuttugu knattspyrnufélögin í deildinni eru hlynnt áframhaldandi veru innan sambandsins. „Þegar þú ferðast um heiminn, eins og við gerum, er vel tekið á móti þér þegar þú ert opinn fyrir viðræðum, viðskiptum og samstarfil“ Robert Oxley, liðsmaður Vote Leave, var hins vegar ósammála. „Reglur Evrópusambandsins takmarka möguleika okkar á að þróa hæfileikaríka leikmenn og minnka aðgengi okkar að leikmönnum utan Evrópu,“ sagði Oxley.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 9. júní 2016 Birtist í Fréttablaðinu Bretland Brexit Morðið á Jo Cox Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Fleiri fréttir Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Sjá meira
Sayeeda Warsi, barónessa og fyrrverandi ráðherra í breska utanríkisráðuneytinu fyrir hönd Íhaldsflokksins, sagði í gær skilið við samtökin Vote Leave, sem berjast fyrir aðskilnaði Bretlands frá Evrópusambandinu, svokölluðu Brexit, og gekk til liðs við Remain, samtök sem styðja áframhaldandi veru Bretlands innan sambandsins. Warsi, sem er fyrsti músliminn sem gegndi stöðu ráðherra á Bretlandi, sakaði Michael Gove, einn forstöðumanna Vote Leave, um lygar í gær. Sagði Warsi hann hafa logið um mögulega inngöngu Tyrklands í Evrópusambandið og alið á ótta með því að tengja tyrknesk samfélög við glæpi.Sayeeda Warsi, barónessa.„Málflutningur fólks innan Vote Leave er óþægilegur. Þaggað hefur verið niður í hófsömum röddum,“ sagði Warsi við BBC. Hún sagðist hafa gengið til liðs við samtökin til að setja fram jákvæða framtíðarsýn Bretlands utan Evrópusambandsins. Nigel Farage, formaður Sjálfstæðisflokks Bretlands, sagði liðhlaup Warsi algjöra firru. „Warsi hefur alla tíð gert lítið úr öllu sem ég hef sagt og gert. Hún var aldrei stuðningsmaður Vote Leave,“ sagði Farage í útvarpsviðtali hjá LBC.Nigel Farage, formaður Sjálfstæðisflokks Bretlands.Farage sakaði Cameron og Remain um að nýta morðið á þingkonunni Jo Cox í pólitískum tilgangi. „Það sem við sjáum hér er að forsætisráðherra og Remain reyna að blása upp gjörðir geðveiks manns og tengja þær við skoðanir helmings Breta sem vilja að við náum aftur stjórn á landamærum okkar.“ „Ég held að stuðningsmenn Remains reyni margir hverjir að nota þennan harmleik til að ýja að því að þetta einangraða, hrikalega atvik sé einhvern veginn tengt þeim rökfærslum sem ég hef sjálfur lagt fram eða aðrir innan Vote Leave,“ sagði Farage. Cox var myrt síðastliðinn fimmtudag. Þegar Thomas Mair, sem ákærður er fyrir morðið, var spurður til nafns fyrir dómstólum sagði hann: „Drepum föðurlandssvikara, frelsum Bretland.“ Samkvæmt meðaltali skoðanakannana sem Financial Times tekur saman aðhyllast 44 prósent nú aðskilnað en 44 prósent eru á móti.Úrvalsdeildin andsnúin aðskilnaði „Úrvalsdeildin er opin í eðli sínu. Aðskilnaður frá Evrópusambandinu væri úr öllu sambandi við eðli deildarinnar,“ sagði Richard Scudamore, framkvæmdastjóri ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu. Hann segir öll tuttugu knattspyrnufélögin í deildinni eru hlynnt áframhaldandi veru innan sambandsins. „Þegar þú ferðast um heiminn, eins og við gerum, er vel tekið á móti þér þegar þú ert opinn fyrir viðræðum, viðskiptum og samstarfil“ Robert Oxley, liðsmaður Vote Leave, var hins vegar ósammála. „Reglur Evrópusambandsins takmarka möguleika okkar á að þróa hæfileikaríka leikmenn og minnka aðgengi okkar að leikmönnum utan Evrópu,“ sagði Oxley.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 9. júní 2016
Birtist í Fréttablaðinu Bretland Brexit Morðið á Jo Cox Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Fleiri fréttir Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Sjá meira