Ronaldo tryggði Portúgal jafntefli og sæti í sextán liða úrslitunum | Sjáðu markaveisluna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. júní 2016 17:45 Cristiano Ronaldo fagnar marki í kvöld. Vísir/EPA Cristiano Ronaldo og félagar í portúgalska landsliðinu eru komnir í sextán liða úrslit Evrópumótsins í fótbolta eftir 3-3 jafntefli við Ungverja í kvöld. Jafntefli dugði Ungverjum líka til að vinna F-riðilinn á markatölu. Portúgal endar í þriðja sæti riðilsins en í efstu sætunum eru Ungverjaland og Ísland. Það stefndi í að Portúgal yrði í öðru sæti en sigurmark Íslands í lokin þýðir að Englendingar mæta íslenska liðinu en ekki Portúgal. Leikurinn var ótrúleg skemmtun og þó að Portúgalar hafa verið mikið meira með boltann þá ógnuðu Ungverjar allan leikinn með skyndisóknum sínum. Leikurinn róaðist þó mikið eftir sjötta markið en það kom á 62. mínútu leiksins. Ungverjar komust líka þrisvar sinnum yfir í leiknum en Portugalar jöfnuðu í öll þrjú skiptin. Cristiano Ronaldo skoraði sín fyrstu tvö mörk á mótinu og varð með því fyrsti leikmaðurinn í sögunni til að skora á fjórum Evrópumótum. Fyrra markið skoraði Cristiano Ronaldo með laglegri hælspyrnu eftir fyrirgjöf frá João Mário en það síðara gerði hann með skalla eftir fyrirgjöf frá Ricardo Quaresma en Quaresma var þá nýkominn inná sem varamaður. Balazs Dzsudzsak, fyrirliði Ungverja skoraði tvö mörk í leiknum og bæði eftir að boltinn breytti mikið um stefnu af varnarmanni portúgalska liðsins. Ungverjar mæta væntanlega Belgum í sextán liða úrslitunum en Portúgalar eru að fara í leik á móti Króatíu.Ungverjar komast í 1-0 með marki Zoltan Gera Ungverjaland komið yfir gegn Portúgal! 1-0! #EMÍsland #POR #HUN https://t.co/EKKvXCdczl— Síminn (@siminn) June 22, 2016 Nani jafnar metin í 1-1 jafnar gegn skömmu fyrir hálfleik. 1-1 #EMÍsland https://t.co/PNqtldcE06— Síminn (@siminn) June 22, 2016 Dzsudzsák kemur Ungverjum yfir en Ronaldo er fljótur að jafna Nóg að gerast í leik og . Ungverjar komast aftur yfir en Ronaldo jafnar með GLÆSILEGU marki. #EMÍsland https://t.co/5gWWwnR1Hz— Síminn (@siminn) June 22, 2016 Dzsudzsák skorar aftur en aftur jafnar Ronaldo Ótrúlegur leikur hjá og . Hér eru 5. og 6. markið. 2-3 og 3-3. #EMÍsland https://t.co/cXZYL9gVZE— Síminn (@siminn) June 22, 2016 EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Calvert-Lewin hættir ekki að skora Enski boltinn Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Handbolti Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Fótbolti Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Fótbolti Fleiri fréttir Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Sjá meira
Cristiano Ronaldo og félagar í portúgalska landsliðinu eru komnir í sextán liða úrslit Evrópumótsins í fótbolta eftir 3-3 jafntefli við Ungverja í kvöld. Jafntefli dugði Ungverjum líka til að vinna F-riðilinn á markatölu. Portúgal endar í þriðja sæti riðilsins en í efstu sætunum eru Ungverjaland og Ísland. Það stefndi í að Portúgal yrði í öðru sæti en sigurmark Íslands í lokin þýðir að Englendingar mæta íslenska liðinu en ekki Portúgal. Leikurinn var ótrúleg skemmtun og þó að Portúgalar hafa verið mikið meira með boltann þá ógnuðu Ungverjar allan leikinn með skyndisóknum sínum. Leikurinn róaðist þó mikið eftir sjötta markið en það kom á 62. mínútu leiksins. Ungverjar komust líka þrisvar sinnum yfir í leiknum en Portugalar jöfnuðu í öll þrjú skiptin. Cristiano Ronaldo skoraði sín fyrstu tvö mörk á mótinu og varð með því fyrsti leikmaðurinn í sögunni til að skora á fjórum Evrópumótum. Fyrra markið skoraði Cristiano Ronaldo með laglegri hælspyrnu eftir fyrirgjöf frá João Mário en það síðara gerði hann með skalla eftir fyrirgjöf frá Ricardo Quaresma en Quaresma var þá nýkominn inná sem varamaður. Balazs Dzsudzsak, fyrirliði Ungverja skoraði tvö mörk í leiknum og bæði eftir að boltinn breytti mikið um stefnu af varnarmanni portúgalska liðsins. Ungverjar mæta væntanlega Belgum í sextán liða úrslitunum en Portúgalar eru að fara í leik á móti Króatíu.Ungverjar komast í 1-0 með marki Zoltan Gera Ungverjaland komið yfir gegn Portúgal! 1-0! #EMÍsland #POR #HUN https://t.co/EKKvXCdczl— Síminn (@siminn) June 22, 2016 Nani jafnar metin í 1-1 jafnar gegn skömmu fyrir hálfleik. 1-1 #EMÍsland https://t.co/PNqtldcE06— Síminn (@siminn) June 22, 2016 Dzsudzsák kemur Ungverjum yfir en Ronaldo er fljótur að jafna Nóg að gerast í leik og . Ungverjar komast aftur yfir en Ronaldo jafnar með GLÆSILEGU marki. #EMÍsland https://t.co/5gWWwnR1Hz— Síminn (@siminn) June 22, 2016 Dzsudzsák skorar aftur en aftur jafnar Ronaldo Ótrúlegur leikur hjá og . Hér eru 5. og 6. markið. 2-3 og 3-3. #EMÍsland https://t.co/cXZYL9gVZE— Síminn (@siminn) June 22, 2016
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Calvert-Lewin hættir ekki að skora Enski boltinn Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Handbolti Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Fótbolti Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Fótbolti Fleiri fréttir Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Sjá meira