Stórkostlegur sigur strákanna í París Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 22. júní 2016 17:45 Aron Einar Gunnarson fer fyrir sigursöngvum liðsins í lok leiks. Vísir/EPA Ísland vann Austurríki, 2-1, í ótrúlegum leik í París og mætir Englandi í 16-liða úrslitunum í Nice á mánudag. Sigurinn þýðir að Ísland endar í öðru sæti F-riðils með fimm stig. Jón Daði Böðvarsson skoraði fyrra mark Íslands á átjándu mínútu eftir góðar upphafsmínútur Íslands í leiknum. Austurríki fékk tækifæri til að jafna með vítaspyrnu í fyrri hálfleik en skot Aleksandar Dragovic hafnaði í stönginni. Austurríki komst betur inn í leikinn eftir mark Jóns Daða, sérstaklega eftir að liðið breytti um leikaðferð í síðari hálfleik. Varamaðurinn Alessandro Schöpf jafnaði metin fyrir Austurríki á 60. mínútu og miðað við gang leiksins stefndi í að þeir rauðklæddu myndu skora fleiri mörk. En okkar menn, þrátt fyrir að vera orðnir dauðþreyttir héldu út hverja sókn Austurríkis á fætur annarri og náðu svo að tryggja sér ótrúlegan sigur með síðustu spyrnu leiksins. Arnór Ingvi Traustason kláraði þá skyndisókn en hann hafði komið inn á sem varamaður. Íslensku strákarnir töpuðu ekki leik í riðlakeppninni og fengu á sig fæst mörk allra liða í riðlinum, þrjú talsins. Leikurinn var sannarlega ekki fyrir hjartveika. Eftir að Austurríki náði að jafna varð pressan nánast óbærileg. Sérstaklega eftir því sem leið á leikinn og leikmenn Íslands urðu þreyttari. En á einhvern ótrúlegan hátt náðu leikmenn Íslands að finna orku til að verjast áhlaupi Austurríkismanna, einu á eftir öðru, allt til loka.Ísland var örfáum sentimetrum að fá draumabyrjun í leiknum. Það hafði verið mikið rætt um það fyrir leik að strákarnir þyrftu að vera rólegri á boltann og það er nákvæmlega það sem þeir gerðu. Úr varð ein besta sókn Íslands á mótinu og það strax í byrjun leiks. Henni lauk með því að Jóhann Berg átti svakalegt skot sem hafnaði í markvinkilnum vinstra megin. 76 þúsund manns tóku andköf þegar boltinn small í markrammanum. Austurríkismenn reyndu að ýta okkar mönnum eins aftarlega og mögulegt var en Ísland náði að leysa vel úr þeirri pressu. Strákarnir héldu bolta vel og spiluðu vel úr sínu. Hannes Þór Halldórsson, markvörður, var þó ótrúlega nálægt því að hleypa leiknum í algjört uppnám þegar hann hikaði við að spyrna boltanum frá marki og missti hann til Marko Arnautovic. Sá austurríski náði sem betur fer ekki að nýta sér það og boltinn hrökk af honum aftur fyrir endamörk. Sem betur fer kom þetta atvik íslenska liðinu ekki úr jafnvægi. Ísland hélt boltanum vel og náði að byggja upp sóknir. Þá kom markið. Ísland náði í innkast hægra megin og Aron Einar setti langan bolta inn á teig. Kári Árnason framlengdi hann með kollinum, beint fyrir fætur Jóns Daða sem gerði frábærlega og setti boltann fram hjá Almer í marki Austurríkis. Austurríki náði að setja mikla pressu á íslenska liðið en skapaði sér þó ekki mikið. Það kom því nánast eins og þruma úr heiðskíru lofti þegar Ari Freyr gerði sig sekan um mistök í teignum og togaði David Alaba niður. Pólverjinn Szymon Marciniak dæmdi vítaspyrnu. Það var réttur dómur. David Alaba er frábær skotmaður en það var samt miðvörðurinn Aleksandar Dragovic sem tók vítið. Sem betur fer fyrir íslenska liðið því Dragovic, sem fékk rautt spjald í fyrsta leik Austurríkis á mótinu, skaut í stöng. Stuttu síðar komst Ísland í skyndisókn og Birkir Bjarnason náði að setja boltann í netið. En hann var réttilega dæmdur rangstæður. Marcel Koller hafði komið á óvart með því að vera með þriggja manna varnarlínu en hann sá greinilega eftir því í hálfleik. Hann gerði tvöfalda skiptingu fyrir upphaf síðari hálfleiksins og Austurríki spilaði í sínu vanalega 4-2-3-1 leikkerfi eftir hlé.Vísir/EPAAusturríki náði að dæla inn boltum inn á teig í síðari hálfleik en markið þeirra kom eftir hratt upphlaup þegar leikmenn Íslands voru of seinir að skila sér til baka. Schöpf gerði vel úr plássinu sem hann fékk, lék á íslensku vörnina og skilaði boltanum snyrtilega í markið. Ísland fékk þrátt fyrir allt nokkur færi í síðari hálfleik. Gylfi Þór fékk gott skotfæri á 65. mínútu eftir góða sókn en skot hans var varið. Austurríkismenn fengu líka sín færi og Marcel Sabitzer skallaði rétt svo framhjá íslenska markinu á 68. mínútu. Schöpf var svo afar nálægt því að skora öðru sinni stuttu síðar en Hannes Þór varði glæsilega frá honum. Theodór Elmar Bjarnason, Arnór Ingvi og Sverrir Ingi komu svo inn á sem varamenn og náðu að fríska upp á íslenska liðið. Það lá þó enn mjög mikið á íslenska liðinu en þegar Ísland komst í skyndisókn á lokasekúndum leiksins og klára það með ótrúlegu sigumarki ætlaði allt um koll að keyra á Stade de France. Sannarlega ótrúleg niðurstaða í ótrúlegum leik. Ævintýri íslenska liðsins heldur áfram og nú fá stuðningsmenn Íslands loksins tækifæri að sjá íslenskt landslið spila alvöru leik gegn enska landsliðinu, og það í útsláttarkeppni á stórmóti. Nú tekur við fimm daga bið fram að leiknum sem fer fram í Nice á mánudaginn.Jón Daði kemur Íslandi í 1-0 JÓN DAÐI! JÓN DAÐI! JÓN DAÐI! 1-0! #EMÍsland #ISL #AUS https://t.co/Zrzekjptj1— Síminn (@siminn) June 22, 2016 Austurríkismenn skjóta í stöng úr víti. Vítaspyrna! Stöngin út!Eins og @GummiBen sagði: '#$@&%*!“#EMísland #AUS #ISL https://t.co/mkfgkyko4c— Síminn (@siminn) June 22, 2016 Sigurmark Arnórs Ingva 16 LIÐA ÚRSLIT! 2-1!!ÞVÍLÍKUR ÁRANGUR!#ISL #ISL #ISL #ISL #ISL https://t.co/qnc1XGbz1p— Síminn (@siminn) June 22, 2016 EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Í beinni: Króatía - Danmörk | Verður Dagur heimsmeistari? Handbolti Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Enski boltinn Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Enski boltinn „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Í beinni: Arsenal - Man. City | Stórleikur í London Enski boltinn Fleiri fréttir Róbert Orri semur við Víkinga Í beinni: Osasuna - Real Sociedad | Skorar Orri aftur? Í beinni: Arsenal - Man. City | Stórleikur í London Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Albert skoraði á móti gömlu félögunum Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Lewandowski tryggði Barcelona sigur Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Í beinni: Barcelona - Alaves | Börsungar komnir á beinu brautina? Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Sjá meira
Ísland vann Austurríki, 2-1, í ótrúlegum leik í París og mætir Englandi í 16-liða úrslitunum í Nice á mánudag. Sigurinn þýðir að Ísland endar í öðru sæti F-riðils með fimm stig. Jón Daði Böðvarsson skoraði fyrra mark Íslands á átjándu mínútu eftir góðar upphafsmínútur Íslands í leiknum. Austurríki fékk tækifæri til að jafna með vítaspyrnu í fyrri hálfleik en skot Aleksandar Dragovic hafnaði í stönginni. Austurríki komst betur inn í leikinn eftir mark Jóns Daða, sérstaklega eftir að liðið breytti um leikaðferð í síðari hálfleik. Varamaðurinn Alessandro Schöpf jafnaði metin fyrir Austurríki á 60. mínútu og miðað við gang leiksins stefndi í að þeir rauðklæddu myndu skora fleiri mörk. En okkar menn, þrátt fyrir að vera orðnir dauðþreyttir héldu út hverja sókn Austurríkis á fætur annarri og náðu svo að tryggja sér ótrúlegan sigur með síðustu spyrnu leiksins. Arnór Ingvi Traustason kláraði þá skyndisókn en hann hafði komið inn á sem varamaður. Íslensku strákarnir töpuðu ekki leik í riðlakeppninni og fengu á sig fæst mörk allra liða í riðlinum, þrjú talsins. Leikurinn var sannarlega ekki fyrir hjartveika. Eftir að Austurríki náði að jafna varð pressan nánast óbærileg. Sérstaklega eftir því sem leið á leikinn og leikmenn Íslands urðu þreyttari. En á einhvern ótrúlegan hátt náðu leikmenn Íslands að finna orku til að verjast áhlaupi Austurríkismanna, einu á eftir öðru, allt til loka.Ísland var örfáum sentimetrum að fá draumabyrjun í leiknum. Það hafði verið mikið rætt um það fyrir leik að strákarnir þyrftu að vera rólegri á boltann og það er nákvæmlega það sem þeir gerðu. Úr varð ein besta sókn Íslands á mótinu og það strax í byrjun leiks. Henni lauk með því að Jóhann Berg átti svakalegt skot sem hafnaði í markvinkilnum vinstra megin. 76 þúsund manns tóku andköf þegar boltinn small í markrammanum. Austurríkismenn reyndu að ýta okkar mönnum eins aftarlega og mögulegt var en Ísland náði að leysa vel úr þeirri pressu. Strákarnir héldu bolta vel og spiluðu vel úr sínu. Hannes Þór Halldórsson, markvörður, var þó ótrúlega nálægt því að hleypa leiknum í algjört uppnám þegar hann hikaði við að spyrna boltanum frá marki og missti hann til Marko Arnautovic. Sá austurríski náði sem betur fer ekki að nýta sér það og boltinn hrökk af honum aftur fyrir endamörk. Sem betur fer kom þetta atvik íslenska liðinu ekki úr jafnvægi. Ísland hélt boltanum vel og náði að byggja upp sóknir. Þá kom markið. Ísland náði í innkast hægra megin og Aron Einar setti langan bolta inn á teig. Kári Árnason framlengdi hann með kollinum, beint fyrir fætur Jóns Daða sem gerði frábærlega og setti boltann fram hjá Almer í marki Austurríkis. Austurríki náði að setja mikla pressu á íslenska liðið en skapaði sér þó ekki mikið. Það kom því nánast eins og þruma úr heiðskíru lofti þegar Ari Freyr gerði sig sekan um mistök í teignum og togaði David Alaba niður. Pólverjinn Szymon Marciniak dæmdi vítaspyrnu. Það var réttur dómur. David Alaba er frábær skotmaður en það var samt miðvörðurinn Aleksandar Dragovic sem tók vítið. Sem betur fer fyrir íslenska liðið því Dragovic, sem fékk rautt spjald í fyrsta leik Austurríkis á mótinu, skaut í stöng. Stuttu síðar komst Ísland í skyndisókn og Birkir Bjarnason náði að setja boltann í netið. En hann var réttilega dæmdur rangstæður. Marcel Koller hafði komið á óvart með því að vera með þriggja manna varnarlínu en hann sá greinilega eftir því í hálfleik. Hann gerði tvöfalda skiptingu fyrir upphaf síðari hálfleiksins og Austurríki spilaði í sínu vanalega 4-2-3-1 leikkerfi eftir hlé.Vísir/EPAAusturríki náði að dæla inn boltum inn á teig í síðari hálfleik en markið þeirra kom eftir hratt upphlaup þegar leikmenn Íslands voru of seinir að skila sér til baka. Schöpf gerði vel úr plássinu sem hann fékk, lék á íslensku vörnina og skilaði boltanum snyrtilega í markið. Ísland fékk þrátt fyrir allt nokkur færi í síðari hálfleik. Gylfi Þór fékk gott skotfæri á 65. mínútu eftir góða sókn en skot hans var varið. Austurríkismenn fengu líka sín færi og Marcel Sabitzer skallaði rétt svo framhjá íslenska markinu á 68. mínútu. Schöpf var svo afar nálægt því að skora öðru sinni stuttu síðar en Hannes Þór varði glæsilega frá honum. Theodór Elmar Bjarnason, Arnór Ingvi og Sverrir Ingi komu svo inn á sem varamenn og náðu að fríska upp á íslenska liðið. Það lá þó enn mjög mikið á íslenska liðinu en þegar Ísland komst í skyndisókn á lokasekúndum leiksins og klára það með ótrúlegu sigumarki ætlaði allt um koll að keyra á Stade de France. Sannarlega ótrúleg niðurstaða í ótrúlegum leik. Ævintýri íslenska liðsins heldur áfram og nú fá stuðningsmenn Íslands loksins tækifæri að sjá íslenskt landslið spila alvöru leik gegn enska landsliðinu, og það í útsláttarkeppni á stórmóti. Nú tekur við fimm daga bið fram að leiknum sem fer fram í Nice á mánudaginn.Jón Daði kemur Íslandi í 1-0 JÓN DAÐI! JÓN DAÐI! JÓN DAÐI! 1-0! #EMÍsland #ISL #AUS https://t.co/Zrzekjptj1— Síminn (@siminn) June 22, 2016 Austurríkismenn skjóta í stöng úr víti. Vítaspyrna! Stöngin út!Eins og @GummiBen sagði: '#$@&%*!“#EMísland #AUS #ISL https://t.co/mkfgkyko4c— Síminn (@siminn) June 22, 2016 Sigurmark Arnórs Ingva 16 LIÐA ÚRSLIT! 2-1!!ÞVÍLÍKUR ÁRANGUR!#ISL #ISL #ISL #ISL #ISL https://t.co/qnc1XGbz1p— Síminn (@siminn) June 22, 2016
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Í beinni: Króatía - Danmörk | Verður Dagur heimsmeistari? Handbolti Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Enski boltinn Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Enski boltinn „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Í beinni: Arsenal - Man. City | Stórleikur í London Enski boltinn Fleiri fréttir Róbert Orri semur við Víkinga Í beinni: Osasuna - Real Sociedad | Skorar Orri aftur? Í beinni: Arsenal - Man. City | Stórleikur í London Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Albert skoraði á móti gömlu félögunum Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Lewandowski tryggði Barcelona sigur Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Í beinni: Barcelona - Alaves | Börsungar komnir á beinu brautina? Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Sjá meira