Hvorki Marc Janko né Zlatko Junuzovic eru í byrjunarliði Austurríkis sem mætir Íslandi á Stade de France nú síðdegis.
Báðir hafa átt við meiðsli að stríða en Janko og Junuzovic voru báðir í byrjunarliði Austurríkis í fyrsta leiknum, gegn Ungverjalandi, sem tapaðist 2-0. Þeir voru báðir teknir af velli í síðari hálfleik og komu svo ekkert við sögu í 0-0 jafnteflinu gegn Portúgal.
David Alaba var færður fremst á miðjuna eftir meiðsli Junuzovic og heldur þeirri stöðu í dag. Hann var nokkuð gagnrýndur fyrir frammistöðuna í markalausa jafnteflinu gegn Portúgal á laugardag.
Ein breyting er gerð á byrjunarliði Austurríkis frá síðasta leik. Aleksandar Dragovic, sem fékk rautt spjald í leiknum gegn Ungverjalandi, kemur inn í liðið nú en sem hægri bakvörður. Þannig er allavega liðið tilkynnt á heimasíðu UEFA.
Sjálfir virðast þó Austurríkismenn efins um að Austurríki sé að spila 4-3-3 og að Dragovic komi inn sem þriðji miðvörðurinn, með þá Florian Klein og Christian Fuchs sem vængbakverði í 3-5-2.
Austurrískir fjölmiðlar, til dæmis vefrit dagblaðsins Kurier, halda því fram að Marcel Koller landsliðsþjálfari sé að stilla upp í 3-5-2 leikkerfi með þá Marcel Sabitzer og Marko Arnautovic sem fremstu menn.
Byrjunarlið Austurríkis má sjá á heimasíðu UEFA, hér.
Austurríki án lykilmanna | Þriggja manna vörn?
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið




Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram
Íslenski boltinn


Rekinn út af eftir 36 sekúndur
Handbolti

„Hugur minn er bara hjá henni“
Íslenski boltinn


Neymar fór grátandi af velli
Fótbolti

Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR
Íslenski boltinn