Miðabraskarar heima gætu fækkað Íslendingum í stúkunni Jóhann Óli Eiðsson skrifar 23. júní 2016 14:50 Fjölmargir sátu eftir miðalausir meðan aðrir eru tilbúnir í næsta leik. vísir/vilhelm Það gæti farið svo að einhverjir braskarar muni brenna inni með miða sem þeir keyptu á leik Íslands og Englands í 16-liða úrslitum Evrópumótsins í knattspyrnu. Miðasala á leikinn hófst í hádeginu í dag og seldist upp á leikinn á skömmum tíma. Hópurinn Ferðagrúppa fyrir EM2016 hefur tekið gífurlegan vaxtarkipp en frá í gær hafa ríflega þúsund einstaklingar bæst við í hann. Það er fjölgun um tæpan þriðjung. Flestir eru þar að óska eftir miðum á leikinn, aðrir benda á mögulega þriðja aðila til að versla miða af og enn aðrir leita krókaleiða til að leysa sína miða út. Ólíkt miðunum í riðlakeppnina verða þessir miðar ekki sendir heim til fólks með pósti og ekki verður heldur hægt að nálgast þá rafrænt. Til að fá miðana í hendur verður fólk að mæta í miðasöluna í Nice og framvísa sama vegabréfi, eða öðrum gildum skilríkjum, og miðarnir eru skráðir á. Ella verða miðarnir eigi afhentir. Fólk hér heima sem keypti miða „til öryggis“, ef ske kynni að það færi út, og miðabraskarar gætu því lent í þeirri aðstöðu að brenna inni með sína miða þar sem það er í röngu landi. Allianz Riviera völlurinn í Nice er minnsti leikvangurinn sem Ísland hefur leikið á hingað til í mótinu en hann tekur rúmlega 35.600 manns. Til samanburðar tekur Stade Geoffroy-Guichard í St. Etienne 42.000 manns. Í 16-liða úrslitunum fengu stuðningsmenn þjóðanna ekki miðum úthlutað í ákveðnu hlutfalli líkt og í riðlakeppninni. Þeir sem höfðu keypt svokallaða „Follow your team“ miða, sem gera handhafa þeirra kleift að elta sitt lið meðan það er enn í keppninni, fengu miða en aðrir miðar voru settir í opna sölu. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir náðist ekki í Klöru Bjartmarz, framkvæmdastjóra KSÍ, við vinnslu fréttarinnar til að fá upplýsingar um hve margir miðar enduðu í íslenskum höndum eða hve margir sóttu um „Follow your team“ miða. Í desember í fyrra stóð sú tala í 548. EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Rooney skoraði geggjað mark þegar Ísland og England mættust síðast | Myndband Wayne Rooney hitaði upp fyrir EM 2004 með því að skora tvö mörk á móti Íslandi. 23. júní 2016 11:30 Rooney um Ísland: Frábær saga hjá skipulögðu liði sem verður erfitt að brjóta niður Fyrirliði enska landsliðsins spilar sinn 115. landsleik gegn Íslandi á mánudaginn. 23. júní 2016 13:15 Lögreglan sátt með Íslendingana: „Sýndu öðrum hvernig á að fagna á svona móti“ Lögreglufulltrúi á vegum Ríkislögreglustjóra segir að Íslendingar séu ekki aðeins að vekja athygli fyrir frábæra frammistöðu innan vallar heldur einnig utan vallarins. 23. júní 2016 14:20 Peningurinn uppurinn hjá Tólfunni sem snýr heim á morgun Útiloka þó ekki að snúa aftur og treysta á að hlutirnir reddist. 23. júní 2016 12:13 Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Fótbolti Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Fótbolti Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Enski boltinn Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn Fleiri fréttir Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Fótbrotnaði í fyrra, varð fyrir skotárás í vor og var að slíta krossband Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Hrasaði viljandi og sló alla út af laginu Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Sagði frá eigin lyfjamisnotkun og er kominn í bann Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Dagskráin í dag: Það er pílan Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Sjá meira
Það gæti farið svo að einhverjir braskarar muni brenna inni með miða sem þeir keyptu á leik Íslands og Englands í 16-liða úrslitum Evrópumótsins í knattspyrnu. Miðasala á leikinn hófst í hádeginu í dag og seldist upp á leikinn á skömmum tíma. Hópurinn Ferðagrúppa fyrir EM2016 hefur tekið gífurlegan vaxtarkipp en frá í gær hafa ríflega þúsund einstaklingar bæst við í hann. Það er fjölgun um tæpan þriðjung. Flestir eru þar að óska eftir miðum á leikinn, aðrir benda á mögulega þriðja aðila til að versla miða af og enn aðrir leita krókaleiða til að leysa sína miða út. Ólíkt miðunum í riðlakeppnina verða þessir miðar ekki sendir heim til fólks með pósti og ekki verður heldur hægt að nálgast þá rafrænt. Til að fá miðana í hendur verður fólk að mæta í miðasöluna í Nice og framvísa sama vegabréfi, eða öðrum gildum skilríkjum, og miðarnir eru skráðir á. Ella verða miðarnir eigi afhentir. Fólk hér heima sem keypti miða „til öryggis“, ef ske kynni að það færi út, og miðabraskarar gætu því lent í þeirri aðstöðu að brenna inni með sína miða þar sem það er í röngu landi. Allianz Riviera völlurinn í Nice er minnsti leikvangurinn sem Ísland hefur leikið á hingað til í mótinu en hann tekur rúmlega 35.600 manns. Til samanburðar tekur Stade Geoffroy-Guichard í St. Etienne 42.000 manns. Í 16-liða úrslitunum fengu stuðningsmenn þjóðanna ekki miðum úthlutað í ákveðnu hlutfalli líkt og í riðlakeppninni. Þeir sem höfðu keypt svokallaða „Follow your team“ miða, sem gera handhafa þeirra kleift að elta sitt lið meðan það er enn í keppninni, fengu miða en aðrir miðar voru settir í opna sölu. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir náðist ekki í Klöru Bjartmarz, framkvæmdastjóra KSÍ, við vinnslu fréttarinnar til að fá upplýsingar um hve margir miðar enduðu í íslenskum höndum eða hve margir sóttu um „Follow your team“ miða. Í desember í fyrra stóð sú tala í 548.
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Rooney skoraði geggjað mark þegar Ísland og England mættust síðast | Myndband Wayne Rooney hitaði upp fyrir EM 2004 með því að skora tvö mörk á móti Íslandi. 23. júní 2016 11:30 Rooney um Ísland: Frábær saga hjá skipulögðu liði sem verður erfitt að brjóta niður Fyrirliði enska landsliðsins spilar sinn 115. landsleik gegn Íslandi á mánudaginn. 23. júní 2016 13:15 Lögreglan sátt með Íslendingana: „Sýndu öðrum hvernig á að fagna á svona móti“ Lögreglufulltrúi á vegum Ríkislögreglustjóra segir að Íslendingar séu ekki aðeins að vekja athygli fyrir frábæra frammistöðu innan vallar heldur einnig utan vallarins. 23. júní 2016 14:20 Peningurinn uppurinn hjá Tólfunni sem snýr heim á morgun Útiloka þó ekki að snúa aftur og treysta á að hlutirnir reddist. 23. júní 2016 12:13 Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Fótbolti Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Fótbolti Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Enski boltinn Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn Fleiri fréttir Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Fótbrotnaði í fyrra, varð fyrir skotárás í vor og var að slíta krossband Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Hrasaði viljandi og sló alla út af laginu Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Sagði frá eigin lyfjamisnotkun og er kominn í bann Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Dagskráin í dag: Það er pílan Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Sjá meira
Rooney skoraði geggjað mark þegar Ísland og England mættust síðast | Myndband Wayne Rooney hitaði upp fyrir EM 2004 með því að skora tvö mörk á móti Íslandi. 23. júní 2016 11:30
Rooney um Ísland: Frábær saga hjá skipulögðu liði sem verður erfitt að brjóta niður Fyrirliði enska landsliðsins spilar sinn 115. landsleik gegn Íslandi á mánudaginn. 23. júní 2016 13:15
Lögreglan sátt með Íslendingana: „Sýndu öðrum hvernig á að fagna á svona móti“ Lögreglufulltrúi á vegum Ríkislögreglustjóra segir að Íslendingar séu ekki aðeins að vekja athygli fyrir frábæra frammistöðu innan vallar heldur einnig utan vallarins. 23. júní 2016 14:20
Peningurinn uppurinn hjá Tólfunni sem snýr heim á morgun Útiloka þó ekki að snúa aftur og treysta á að hlutirnir reddist. 23. júní 2016 12:13