Volkswagen þarf að greiða gríðarlegar upphæðir í skaðabætur Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 23. júní 2016 23:00 Volkswagen hefur staðið í ströngu undanfarna mánuði. Vísir/AFP Þýski bílaframleiðandinn Volkswagen hefur samþykkt að greiða 10,2 milljarða bandaríkjadollara, um 1232 milljarða íslenskra króna, til þess að ná sáttum við viðskiptavini í Bandaríkjunum vegna stórfellds svindls í útblástursmælingum opinberra aðila í Bandaríkjunum og Evrópu. Megnið af upphæðinni mun fara í að bæta skaða þeirra 482 þúsund eigenda tveggja lítra Volkswagen-dísilbíla sem forritaðir voru til þess að svindla á útblástursmælingum. Hver eigandi mun fá á bilinu 1-7 þúsund dollara, um 120-850 þúsund króna, í sinn hlut en endanleg upphæð fer eftir aldri hvers bíls. Lögfræðingar Volkswagen og Umhverfisstofnunar Bandaríkjanna hafa þó enn ekki samið um þau skref sem Volkswagen þarf að taka til þess að laga þá bíla sem um ræðir. Sáttin sem samið hefur um nær þó ekki til þriggja lítra Volkswagen-dísilbíla en fastlega má gera ráð fyrir að auk þessarar sáttar þurfi þýski bílaframleiðandinn að greiða háar fjárhæðir í sekt til bandarískra yfirvalda vegna málsins. Sérfræðingar telja að svindl Volkswagen muni að öllum líkindi kosta fyrirtækið um 32,3 milljarða dollara þegar uppi er staðið en talið er að allt að 11 milljón bílar hafi verið útbúnir búnaðinum sem um ræðir.En í hverju fólst svindlið?Í nútíma bílum er ýmis hugbúnaður sem bregst við hinum ýmsu aðstæðum en Volkswagen hannað sérstakan búnað sem þekkti aðstæður í opinberum útblástursmælingum. Samkvæmt EPA, sem er eftirlitsstofnun í Bandaríkjunum, var búnaðurinn afar nákvæmur og engin tilviljun að hann hafði þessi áhrif. Þegar hugbúnaðurinn skynjaði að bíllinn væri að fara í gegnum mælingu á útblæstri var þar til gerður mengunarvarnabúnaður settur í gang og kom því bíllinn vel út úr öllum opinberum prófum. Þegar bíllinn var hins vegar í daglegri notkun var mengunarvarnabúnaðurinn ekki virkur. Með því að slökkva á búnaðinum gat Volkswagen náð meira út úr vél bílsins og sparað eldsneyti. Skandall hjá Volkswagen Tengdar fréttir Verksmiðjufólk VW fær bónusa þrátt fyrir dísilvélasvindlið Bónusar lækka um 260.000 kr. en nema samt 540.000 kr. 7. júní 2016 12:45 Sker Volkswagen bílafjölskyldan niður 40 bílgerðir? Til greina kemur að selja MAN og Ducati í heild. 22. júní 2016 13:30 Volkswagen samþykkir að kaupa til baka fimm hundruð þúsund bíla Þýski bílaframleiðandinn hefur komist að samkomulagi við bandarísk yfirvöld vegna Volkswagen-skandalsins svokallaða. 21. apríl 2016 21:55 Mest lesið Hvar er opið um páskana? Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Spotify liggur niðri Neytendur Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Fleiri fréttir Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Íhuga hærri tolla á alla Sjá meira
Þýski bílaframleiðandinn Volkswagen hefur samþykkt að greiða 10,2 milljarða bandaríkjadollara, um 1232 milljarða íslenskra króna, til þess að ná sáttum við viðskiptavini í Bandaríkjunum vegna stórfellds svindls í útblástursmælingum opinberra aðila í Bandaríkjunum og Evrópu. Megnið af upphæðinni mun fara í að bæta skaða þeirra 482 þúsund eigenda tveggja lítra Volkswagen-dísilbíla sem forritaðir voru til þess að svindla á útblástursmælingum. Hver eigandi mun fá á bilinu 1-7 þúsund dollara, um 120-850 þúsund króna, í sinn hlut en endanleg upphæð fer eftir aldri hvers bíls. Lögfræðingar Volkswagen og Umhverfisstofnunar Bandaríkjanna hafa þó enn ekki samið um þau skref sem Volkswagen þarf að taka til þess að laga þá bíla sem um ræðir. Sáttin sem samið hefur um nær þó ekki til þriggja lítra Volkswagen-dísilbíla en fastlega má gera ráð fyrir að auk þessarar sáttar þurfi þýski bílaframleiðandinn að greiða háar fjárhæðir í sekt til bandarískra yfirvalda vegna málsins. Sérfræðingar telja að svindl Volkswagen muni að öllum líkindi kosta fyrirtækið um 32,3 milljarða dollara þegar uppi er staðið en talið er að allt að 11 milljón bílar hafi verið útbúnir búnaðinum sem um ræðir.En í hverju fólst svindlið?Í nútíma bílum er ýmis hugbúnaður sem bregst við hinum ýmsu aðstæðum en Volkswagen hannað sérstakan búnað sem þekkti aðstæður í opinberum útblástursmælingum. Samkvæmt EPA, sem er eftirlitsstofnun í Bandaríkjunum, var búnaðurinn afar nákvæmur og engin tilviljun að hann hafði þessi áhrif. Þegar hugbúnaðurinn skynjaði að bíllinn væri að fara í gegnum mælingu á útblæstri var þar til gerður mengunarvarnabúnaður settur í gang og kom því bíllinn vel út úr öllum opinberum prófum. Þegar bíllinn var hins vegar í daglegri notkun var mengunarvarnabúnaðurinn ekki virkur. Með því að slökkva á búnaðinum gat Volkswagen náð meira út úr vél bílsins og sparað eldsneyti.
Skandall hjá Volkswagen Tengdar fréttir Verksmiðjufólk VW fær bónusa þrátt fyrir dísilvélasvindlið Bónusar lækka um 260.000 kr. en nema samt 540.000 kr. 7. júní 2016 12:45 Sker Volkswagen bílafjölskyldan niður 40 bílgerðir? Til greina kemur að selja MAN og Ducati í heild. 22. júní 2016 13:30 Volkswagen samþykkir að kaupa til baka fimm hundruð þúsund bíla Þýski bílaframleiðandinn hefur komist að samkomulagi við bandarísk yfirvöld vegna Volkswagen-skandalsins svokallaða. 21. apríl 2016 21:55 Mest lesið Hvar er opið um páskana? Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Spotify liggur niðri Neytendur Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Fleiri fréttir Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Íhuga hærri tolla á alla Sjá meira
Verksmiðjufólk VW fær bónusa þrátt fyrir dísilvélasvindlið Bónusar lækka um 260.000 kr. en nema samt 540.000 kr. 7. júní 2016 12:45
Sker Volkswagen bílafjölskyldan niður 40 bílgerðir? Til greina kemur að selja MAN og Ducati í heild. 22. júní 2016 13:30
Volkswagen samþykkir að kaupa til baka fimm hundruð þúsund bíla Þýski bílaframleiðandinn hefur komist að samkomulagi við bandarísk yfirvöld vegna Volkswagen-skandalsins svokallaða. 21. apríl 2016 21:55