Fólkið á Facebook fagnar hóflega eða fordæmir Brexit Jakob Bjarnar skrifar 24. júní 2016 10:39 Flestir reita hár sitt og skegg á Facebook vegna niðurstöðu kosninganna á Bretlandi. En, fögnuður ESB-andstæðinga er hófstilltur. Nokkur gremja hefur brotist út á Facebook í kjölfar tíðindanna frá Bretlandi, þar sem niðurstaða þjóðaratkvæðagreiðslu varð sú að Bretar fari úr ESB. Eins og Vísir hefur og mun fjalla ítarlega um eru og verða afleiðingarnar margþættar. Breska pundið er í frjálsu falli og Skotar munu líkast til krefjast sjálfstæðis, svo eitthvað sé nefnt. Meirihluti þeirra sem tjá sig um málið á Facebook, sé að marka þau sniðmengi sem Vísir hefur skoðað, telur þetta skelfileg tíðindi. En, þeir eru þó til sem fagna. Þeir eru hófstilltari og líkast til lýsir orðatiltækið „Be careful what you wish for it might come true,“ afstöðu þeirra best.Öfgamenn og fasistar fagnaEn, lítum fyrst til þeirra sem telja þetta hið versta mál. Þórarinn Þórarinsson blaðamaður slær eftirfarandi fram: „Einfaldasta leiðin til þess að átta sig á hversu geggjuð pæling það er hjá Bretum að fara úr ESB er að skoða hverjir fagna niðurstöðunni ákafast.“ Og ekki þarf að leita lengi á Facebook eftir svörum við því vegna þess að Illugi Jökulsson rithöfundur segir: „Þeir sem fagna niðurstöðu Breta eru fasistar um alla Evrópu, öfgamenn af öllu tagi sem sjá blómleg viðskiptatækifæri í upplausninni sem þetta mun hafa í för með sér, og svo auðvitað Vladimír Pútin.“Þessi mynd fer um Facebook: Gamla fólkið ræður för.Margir benda á að sé niðurstaðan greind þá séu það hinir eldri sem vilja úr sambandinu og ákvarða þar með framtíð þeirra yngri. Þorvaldur Sverrisson auglýsingamaður er háðskur þegar hann slær eftirfarandi fram: „Gamla fólkið í sveitunum sem fannst seinni heimsstyrjöldin skemmtileg fékk að kjósa Bretland úr Evrópusambandinu. Frábært.“ Kristinn Hrafnsson blaðamaður bendir á það sem hann telur hrollvekjandi staðreynd: „Óháð því hvað mönnum kann að finnast um ESB var útgöngubaráttan í Bretlandi fóðruð á öfgum, útlendingaótta og þjóðernishroka. Þetta er því uggvænleg hlið á upptakti sem ég hef mestar áhyggjur af í Evrópu.“Niðurstaðan þvert á ráðleggingar sérfræðingaNýr formaður Samfylkingar, Oddný Harðardóttir, setur á athyglisverða ræðu og reynir að sjá fyrir afleiðingarnar:Oddný Harðardóttir segir niðurstöðuna á Bretlandi stórtíðindi.visir/anton brink„Niðurstaða þjóðaratkvæðagreiðslunnar í Bretlandi eru stórtíðindi. Hún er þvert á ráðleggingar flestra sérfræðinga, atvinnulífs og forystumanna í breskum stjórnmálum. Þjóðin er klofin í tvennt og mikið verk framundan hjá Bretum að vinna úr stöðunni, sætta fylkingar og ekki síst mun á afstöðu unga fólksins og þeirra sem eldri eru en kannanir sýndu að ungt fólk vildi frekar vera áfram innan ESB. Í hönd fer einnig efnahagsleg óvissa sem engin veit hvar endar. Fyrstu viðbrögð eru að markaðir falla, pundið veikist umtalsvert og forsætisráðherrann segir af sér. Þessi niðurstaða mun breyta Evrópusambandinu og Evrópusamvinnu og við Íslendingar verðum að fylgjast vel með þróuninni og meta stöðuna hverju sinni með hagsmuni okkar að leiðarljósi. Ættum við að hvetja til þess að Bretar verði innan EES eða EFTA? Samfylkingin er alþjóðlegur og opinn flokkur og við viljum mikla samvinnu við aðrar þjóðir. Þessi niðurstaða breytir því ekki. Viljum að þjóðin fái að ráða um aðild að ESB en höfum hvorki fengið að klára samninginn til að bera hann undir þjóðina, né fengið að kjósa um áframhald viðræðna. Stjórnmálamenn í Bretlandi voru ekki smeykir við að spyrja þjóðina. Sennilega hefur svokallaður „ómöguleiki“ ekki verið uppgötvaður í breskum stjórnmálum.Stéttskiptingin og BrusselvaldiðÁ Facbooksíðu Katrínar Júlíusdóttur þingmanns Samfylkingar skiptast þau á skoðunum hún og Björn Ingi Hrafnsson fjölmiðlamaður.Katrín segir Breta eiga stéttskiptinguna alveg skuldlausa.„Bretar skópu sjálfir stéttskiptinguna og ójöfnuðinn. Hefur ekkert með ESB að gera heldur er það „made in Britain,“ segir Katrín og Björn Ingi spyr hvort hún haldi í alvöru „mín góða vinkona að úrslitin hafi ekkert með ESB að gera?“ Katrín segir það vera, en þá hugmyndina um ESB. Stéttskiptinguna telur Katrín Breta eiga alveg skuldlausa. Björn Ingi telur það rétt vera: „En Brusselvaldið er orðið elíta sem evrópskur almenningur þolir mjög illa.“ Björn Ingi er reyndar með Facebookfærslu sjálfur, á sinni eigin síðu þar sem hann segir niðurstöðuna ósigur álitsgjafanna: „Úrslitin í Brexit, rétt einsog í Icesave, eru fyrst og fremst ósigur álitsgjafanna sem draga upp svo dökka mynd af afleiðingum mögulegra úrslita að almenningur sér í gegnum það og kýs þess í stað að draga sínar eigin ályktanir og vill ráða eigin örlögum.“ Einn þekktasti álitsgjafi Íslands er einmitt á mála hjá Birni, Egill Helgason. Hann vekur athygli á pistli sem hann birtir á Eyju Björns Inga undir fyrirsögninni: Úrslit sem sundra í allar áttir. Egill þarf hugsanlega ekki leita langt yfir skammt eftir sundrungunni sem þessar kosningar haft í för með sér.Sigur lýðræðisinsEn, hverjir fagna? Hannes Hólmsteinn Gissurarson prófessor fagnar en fögnuður hans er furðu hófstilltur: „Þetta kemur mér dálítið á óvart. Ég hélt, að sveiflan yrði á síðustu stundu í hina áttina. En ég er sáttur við þessa ákvörðun, hefði sjálfur kosið á þennan veg. Og ég held, að ekkert sérstakt gerist: Bretar halda áfram að versla við Evrópuþjóðirnar, alveg eins og við gerum. Þeir eiga eins og við heima á Norður-Atlantshafi, ekki á meginlandi Evrópu. Hvorki við né Bretar erum aðilar að væringum og vanda meginlandsins.“ Elín Hirst þingmaður Sjálfstæðisflokksins telur þetta sigur lýðræðisins:Elín telur þetta sigur lýðræðisins.„Mikil söguleg tíðindi gerast í Bretlandi, meirihluti landsmanna 52 prósent vilja yfirgefa Evrópusambandið. Enginn veit í raun hvað þetta þýðir á þessari stundið, en fólkið í landið hefur kveðið upp sinn dóm, þ.e hlusta á eigin rödd en ekki helstu ráðamanna innlendra og erlendra. Ég fagna þessari niðurstöðu og tel hann sigur fyrir lýðræðið.“Sigmundur sér tækifæri fyrir ÍslandSigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi forsætisráðherra og formaður Framsóknarflokksins, er ánægður og sér í þessu tækifæri fyrir Ísland. Hann ritar pistil á síðu sína í nótt svohljóðandi: „Sögulegur dagur Við lifum á merkilegum tímum. Útganga Bretlands úr ESB er sannarlega stór söguleg tíðindi. Það er ekki bara vegna þess að eitt mesta efnahagsveldi heims og öflugasta hernaðarríki Evrópu er að ganga úr Evrópusambandinu. Þetta er líka sögulegur viðburður vegna þess sem hann segir okkur um þróun stjórnmála á Vesturlöndum og vegna þess að þetta er upphafið að enn meiri breytingum. Frá því að ég hóf að fylgjast með stjórnmálum hef ég haft áhyggjur af Evrópusambandinu (áður Evrópubandalaginu), eðli þess og þróun. Ég kveið árinu 1992 vegna þess að það ár stóð til að undirrita Maastricht-sáttmálann. Það gekk eftir og grunnur var lagður að evrunni og annarri samrunaþróun sem að mínu mati var og er hættuleg.Sigmundur Davíð er ánægður með niðurstöðuna.Ég minnist þess enn þegar ég vakti nokkrar nætur árið 1994 til að fylgjast með niðurstöðum þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild í Finnlandi, Svíþjóð, Noregi og Austurríki. Aðeins Noregur felldi aðild. Mestar áhyggjur hef ég þó haft af veru Bretlands í Evrópusambandinu. Bretland hefur aldrei passað í ESB (og þrátt fyrir allt er ég mikill Bretlandsvinur). Það skiptir alla miklu máli að það gangi vel að vinda ofan af áformum um aukið yfirþjóðlegt vald og samruna Evrópusambandsins en að um leið takist að standa vörð um samvinnu Evrópulanda. Þar getur Ísland gegnt mikilvægu hlutverki. Við bárum gæfu til að hverfa frá áformum um að ganga í ESB. Nú ættum við að hafa forgöngu um að nálgast Bretland fyrir okkar hönd og EFTA og sýna strax að vilji okkar standi til að viðhalda góðu samstarfi og byggja til framtíðar á góðri samvinnu og viðskiptum sjálfstæðra ríkja.“ Brexit Tengdar fréttir Skotar þegar byrjaðir að undirbúa þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði Þetta segir Nicola Sturgeon, forseti heimastjórnar skosku heimastjórnarinnar. 24. júní 2016 10:52 Útganga Breta úr ESB muni hafa mikil áhrif á Ísland Dósent í stjórnmálafræði býst við að ákvörðun Breta um að ganga úr Evrópusambandinu muni hafa mikil áhrif á Ísland. 24. júní 2016 10:33 Bretar ganga úr Evrópusambandinu Bretar völdu sér það hlutskipti að ganga úr Evrópusambandinu í sögulegri þjóðaratkvæðagreiðslu í gær. 24. júní 2016 06:25 Hvað tekur nú við eftir ákvörðun Breta um að yfirgefa Evrópusambandið? Bretland er klofið eftir niðurstöðu Brexit-atkvæðagreiðslunnar. 24. júní 2016 10:15 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Flugferðum aflýst Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Fleiri fréttir Sigurður Ingi segir áberandi glufur sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri Sjá meira
Nokkur gremja hefur brotist út á Facebook í kjölfar tíðindanna frá Bretlandi, þar sem niðurstaða þjóðaratkvæðagreiðslu varð sú að Bretar fari úr ESB. Eins og Vísir hefur og mun fjalla ítarlega um eru og verða afleiðingarnar margþættar. Breska pundið er í frjálsu falli og Skotar munu líkast til krefjast sjálfstæðis, svo eitthvað sé nefnt. Meirihluti þeirra sem tjá sig um málið á Facebook, sé að marka þau sniðmengi sem Vísir hefur skoðað, telur þetta skelfileg tíðindi. En, þeir eru þó til sem fagna. Þeir eru hófstilltari og líkast til lýsir orðatiltækið „Be careful what you wish for it might come true,“ afstöðu þeirra best.Öfgamenn og fasistar fagnaEn, lítum fyrst til þeirra sem telja þetta hið versta mál. Þórarinn Þórarinsson blaðamaður slær eftirfarandi fram: „Einfaldasta leiðin til þess að átta sig á hversu geggjuð pæling það er hjá Bretum að fara úr ESB er að skoða hverjir fagna niðurstöðunni ákafast.“ Og ekki þarf að leita lengi á Facebook eftir svörum við því vegna þess að Illugi Jökulsson rithöfundur segir: „Þeir sem fagna niðurstöðu Breta eru fasistar um alla Evrópu, öfgamenn af öllu tagi sem sjá blómleg viðskiptatækifæri í upplausninni sem þetta mun hafa í för með sér, og svo auðvitað Vladimír Pútin.“Þessi mynd fer um Facebook: Gamla fólkið ræður för.Margir benda á að sé niðurstaðan greind þá séu það hinir eldri sem vilja úr sambandinu og ákvarða þar með framtíð þeirra yngri. Þorvaldur Sverrisson auglýsingamaður er háðskur þegar hann slær eftirfarandi fram: „Gamla fólkið í sveitunum sem fannst seinni heimsstyrjöldin skemmtileg fékk að kjósa Bretland úr Evrópusambandinu. Frábært.“ Kristinn Hrafnsson blaðamaður bendir á það sem hann telur hrollvekjandi staðreynd: „Óháð því hvað mönnum kann að finnast um ESB var útgöngubaráttan í Bretlandi fóðruð á öfgum, útlendingaótta og þjóðernishroka. Þetta er því uggvænleg hlið á upptakti sem ég hef mestar áhyggjur af í Evrópu.“Niðurstaðan þvert á ráðleggingar sérfræðingaNýr formaður Samfylkingar, Oddný Harðardóttir, setur á athyglisverða ræðu og reynir að sjá fyrir afleiðingarnar:Oddný Harðardóttir segir niðurstöðuna á Bretlandi stórtíðindi.visir/anton brink„Niðurstaða þjóðaratkvæðagreiðslunnar í Bretlandi eru stórtíðindi. Hún er þvert á ráðleggingar flestra sérfræðinga, atvinnulífs og forystumanna í breskum stjórnmálum. Þjóðin er klofin í tvennt og mikið verk framundan hjá Bretum að vinna úr stöðunni, sætta fylkingar og ekki síst mun á afstöðu unga fólksins og þeirra sem eldri eru en kannanir sýndu að ungt fólk vildi frekar vera áfram innan ESB. Í hönd fer einnig efnahagsleg óvissa sem engin veit hvar endar. Fyrstu viðbrögð eru að markaðir falla, pundið veikist umtalsvert og forsætisráðherrann segir af sér. Þessi niðurstaða mun breyta Evrópusambandinu og Evrópusamvinnu og við Íslendingar verðum að fylgjast vel með þróuninni og meta stöðuna hverju sinni með hagsmuni okkar að leiðarljósi. Ættum við að hvetja til þess að Bretar verði innan EES eða EFTA? Samfylkingin er alþjóðlegur og opinn flokkur og við viljum mikla samvinnu við aðrar þjóðir. Þessi niðurstaða breytir því ekki. Viljum að þjóðin fái að ráða um aðild að ESB en höfum hvorki fengið að klára samninginn til að bera hann undir þjóðina, né fengið að kjósa um áframhald viðræðna. Stjórnmálamenn í Bretlandi voru ekki smeykir við að spyrja þjóðina. Sennilega hefur svokallaður „ómöguleiki“ ekki verið uppgötvaður í breskum stjórnmálum.Stéttskiptingin og BrusselvaldiðÁ Facbooksíðu Katrínar Júlíusdóttur þingmanns Samfylkingar skiptast þau á skoðunum hún og Björn Ingi Hrafnsson fjölmiðlamaður.Katrín segir Breta eiga stéttskiptinguna alveg skuldlausa.„Bretar skópu sjálfir stéttskiptinguna og ójöfnuðinn. Hefur ekkert með ESB að gera heldur er það „made in Britain,“ segir Katrín og Björn Ingi spyr hvort hún haldi í alvöru „mín góða vinkona að úrslitin hafi ekkert með ESB að gera?“ Katrín segir það vera, en þá hugmyndina um ESB. Stéttskiptinguna telur Katrín Breta eiga alveg skuldlausa. Björn Ingi telur það rétt vera: „En Brusselvaldið er orðið elíta sem evrópskur almenningur þolir mjög illa.“ Björn Ingi er reyndar með Facebookfærslu sjálfur, á sinni eigin síðu þar sem hann segir niðurstöðuna ósigur álitsgjafanna: „Úrslitin í Brexit, rétt einsog í Icesave, eru fyrst og fremst ósigur álitsgjafanna sem draga upp svo dökka mynd af afleiðingum mögulegra úrslita að almenningur sér í gegnum það og kýs þess í stað að draga sínar eigin ályktanir og vill ráða eigin örlögum.“ Einn þekktasti álitsgjafi Íslands er einmitt á mála hjá Birni, Egill Helgason. Hann vekur athygli á pistli sem hann birtir á Eyju Björns Inga undir fyrirsögninni: Úrslit sem sundra í allar áttir. Egill þarf hugsanlega ekki leita langt yfir skammt eftir sundrungunni sem þessar kosningar haft í för með sér.Sigur lýðræðisinsEn, hverjir fagna? Hannes Hólmsteinn Gissurarson prófessor fagnar en fögnuður hans er furðu hófstilltur: „Þetta kemur mér dálítið á óvart. Ég hélt, að sveiflan yrði á síðustu stundu í hina áttina. En ég er sáttur við þessa ákvörðun, hefði sjálfur kosið á þennan veg. Og ég held, að ekkert sérstakt gerist: Bretar halda áfram að versla við Evrópuþjóðirnar, alveg eins og við gerum. Þeir eiga eins og við heima á Norður-Atlantshafi, ekki á meginlandi Evrópu. Hvorki við né Bretar erum aðilar að væringum og vanda meginlandsins.“ Elín Hirst þingmaður Sjálfstæðisflokksins telur þetta sigur lýðræðisins:Elín telur þetta sigur lýðræðisins.„Mikil söguleg tíðindi gerast í Bretlandi, meirihluti landsmanna 52 prósent vilja yfirgefa Evrópusambandið. Enginn veit í raun hvað þetta þýðir á þessari stundið, en fólkið í landið hefur kveðið upp sinn dóm, þ.e hlusta á eigin rödd en ekki helstu ráðamanna innlendra og erlendra. Ég fagna þessari niðurstöðu og tel hann sigur fyrir lýðræðið.“Sigmundur sér tækifæri fyrir ÍslandSigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi forsætisráðherra og formaður Framsóknarflokksins, er ánægður og sér í þessu tækifæri fyrir Ísland. Hann ritar pistil á síðu sína í nótt svohljóðandi: „Sögulegur dagur Við lifum á merkilegum tímum. Útganga Bretlands úr ESB er sannarlega stór söguleg tíðindi. Það er ekki bara vegna þess að eitt mesta efnahagsveldi heims og öflugasta hernaðarríki Evrópu er að ganga úr Evrópusambandinu. Þetta er líka sögulegur viðburður vegna þess sem hann segir okkur um þróun stjórnmála á Vesturlöndum og vegna þess að þetta er upphafið að enn meiri breytingum. Frá því að ég hóf að fylgjast með stjórnmálum hef ég haft áhyggjur af Evrópusambandinu (áður Evrópubandalaginu), eðli þess og þróun. Ég kveið árinu 1992 vegna þess að það ár stóð til að undirrita Maastricht-sáttmálann. Það gekk eftir og grunnur var lagður að evrunni og annarri samrunaþróun sem að mínu mati var og er hættuleg.Sigmundur Davíð er ánægður með niðurstöðuna.Ég minnist þess enn þegar ég vakti nokkrar nætur árið 1994 til að fylgjast með niðurstöðum þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild í Finnlandi, Svíþjóð, Noregi og Austurríki. Aðeins Noregur felldi aðild. Mestar áhyggjur hef ég þó haft af veru Bretlands í Evrópusambandinu. Bretland hefur aldrei passað í ESB (og þrátt fyrir allt er ég mikill Bretlandsvinur). Það skiptir alla miklu máli að það gangi vel að vinda ofan af áformum um aukið yfirþjóðlegt vald og samruna Evrópusambandsins en að um leið takist að standa vörð um samvinnu Evrópulanda. Þar getur Ísland gegnt mikilvægu hlutverki. Við bárum gæfu til að hverfa frá áformum um að ganga í ESB. Nú ættum við að hafa forgöngu um að nálgast Bretland fyrir okkar hönd og EFTA og sýna strax að vilji okkar standi til að viðhalda góðu samstarfi og byggja til framtíðar á góðri samvinnu og viðskiptum sjálfstæðra ríkja.“
Brexit Tengdar fréttir Skotar þegar byrjaðir að undirbúa þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði Þetta segir Nicola Sturgeon, forseti heimastjórnar skosku heimastjórnarinnar. 24. júní 2016 10:52 Útganga Breta úr ESB muni hafa mikil áhrif á Ísland Dósent í stjórnmálafræði býst við að ákvörðun Breta um að ganga úr Evrópusambandinu muni hafa mikil áhrif á Ísland. 24. júní 2016 10:33 Bretar ganga úr Evrópusambandinu Bretar völdu sér það hlutskipti að ganga úr Evrópusambandinu í sögulegri þjóðaratkvæðagreiðslu í gær. 24. júní 2016 06:25 Hvað tekur nú við eftir ákvörðun Breta um að yfirgefa Evrópusambandið? Bretland er klofið eftir niðurstöðu Brexit-atkvæðagreiðslunnar. 24. júní 2016 10:15 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Flugferðum aflýst Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Fleiri fréttir Sigurður Ingi segir áberandi glufur sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri Sjá meira
Skotar þegar byrjaðir að undirbúa þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði Þetta segir Nicola Sturgeon, forseti heimastjórnar skosku heimastjórnarinnar. 24. júní 2016 10:52
Útganga Breta úr ESB muni hafa mikil áhrif á Ísland Dósent í stjórnmálafræði býst við að ákvörðun Breta um að ganga úr Evrópusambandinu muni hafa mikil áhrif á Ísland. 24. júní 2016 10:33
Bretar ganga úr Evrópusambandinu Bretar völdu sér það hlutskipti að ganga úr Evrópusambandinu í sögulegri þjóðaratkvæðagreiðslu í gær. 24. júní 2016 06:25
Hvað tekur nú við eftir ákvörðun Breta um að yfirgefa Evrópusambandið? Bretland er klofið eftir niðurstöðu Brexit-atkvæðagreiðslunnar. 24. júní 2016 10:15