Lokaorð frambjóðenda: Hvers vegna á fólk að kjósa þig sem forseta Íslands? Viktoría Hermannsdóttir skrifar 25. júní 2016 08:00 Hér að neðan má sjá svör forsetaframbjóðenda við stóru spurningunni. Vísir Gengið verður að kjörborðinu í dag þar sem Íslendingar velja sér sjötta forseta lýðveldisins. Níu eru í framboði og Fréttablaðið spurði frambjóðendurna einnar einfaldar spurningar:Hvers vegna á fólk að kjósa þig sem forseta Íslands? Hildur Þórðardóttir:„Ég stend fyrir nýjan hugsunarhátt og ný vinnubrögð, þar sem öll sjónarmið mega heyrast og svo metur hver hvað er rétt fyrir sig. Saman getum við búið til betra samfélag þar sem fólk skiptir meira máli en peningar og þar sem allir eru dýrmætir, einstakir og mikilvægir.“Sturla Jónsson:„Það er vegna þess að ég ætla að beita 25.gr. stjórnarskráarinnar og láta leggja frumvarp fyrir Alþingi um afnám á verðtryggingunni því það er orðið tímabært að stjórnvöld í landinu vinni fyrir almenning.“Guðrún Margrét Pálsdóttir:„Ég þrái að sjá þessa þjóð blómstra og verða öðrum þjóðum til blessunar. Ég er viss um að ef við hlúum að rótum okkar; tungumáli, trú, menningu og gildum, græðum upp landið okkar, stöndum saman og biðjum fram áætlun Guðs fyrir þjóðina þá mun okkur farnast vel á þessu landi.“ Andri Snær Magnason:„Ég þekki eigin styrk og takmarkanir og er því fullur sjálfstrausts, sama hvert verkefnið er. Forsetaembættið á að snúast um hugmyndir og hugsjónir og samtal við þjóðina. Nýja stjórnarskráin er samtal sem var þaggað niður – við verðum einfaldlega að klára það. Ég kann líka að vera fastur fyrir og sjá hlutina skýrt – líka á ögurstundu."Guðni Th. Jóhannesson:„Fólkið í landinu á að kynna sér sjónarmið allra sem er í framboði og taka upplýsta ákvörðun í framhaldi af því. Nái ég kjöri vil ég vera forseti allra Íslendinga, öllum óháður og horfa bjarsýnn fram á veg en nýta auk þess reynslu liðins tíma til að láta gott af mér leiða.“Halla Tómasdóttir:„Vegna þess að ég mun horfa til framtíðar, hvetja, hlusta, sætta og sameina. Ég hef menntun, reynslu og manngerð í starfið og er reiðubúin að bretta upp ermar og gera gagn. Áhrifavald forseta er mikið, ég set mannlíf og náttúru í forgang og tala fyrir jafnrétti, heiðarleika, réttlæti og virðingu.“Davíð Oddsson:„Kjósendur sem telja mikilvægt að forseti Íslands hafi burði og þor til að taka erfiðar ákvarðanir og verja hagsmuni lands og þjóðar, vita hvaða kostir eru í boði. Á ögurstundu má dómgreind ekki bresta og þá getur reynsla og þekking á íslenskri stjórnsýslu, stjórnmálum, menningu og atvinnulífi, ráðið úrslitum.“Elísabet Jökulsdóttir:„Ég er heiðarleg, segi hug minn og hjarta og læt þjóðinni ekki leiðast, tendra eld á fjalli og í fjöru. Mig langar að fara í hvert hverfi í borginni og útá land og heyra hvað þjóðin er að segja. Ég Elska Ísland.“Ástþór Magnússon:„Nú eru mál að þróast þannig í Evrópu að hætta er talin á upplausn og jafnvel styrjöld. Ég vil afstýra því að Ísland verði skotmark í stríði stórveldanna. Þjóðin getur treyst því ég mun standa dyggan vörð um fullveldi og sjálfstæði Íslensku þjóðarinnar gegn hernaðarlegri og fjármálalegri íhlutun. Ég mun laða til landsins starfsemi tengda friðarmálum, lýðræðisþróun og náttúruvernd.“ Forsetakosningar 2016 Mest lesið Traustið var löngu farið úr sambandinu Lífið Eva sýnir giftingahringinn Lífið Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Lífið Addison Rae á Íslandi Lífið „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Menning Er Dúbaí-súkkulaðið virkilega svona gott? Matur „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Lífið Helga Lind selur sjarmerandi íbúð í hjarta miðborgarinnar Lífið Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Lífið Uppskrift að umræddasta súkkulaði landsins Lífið Fleiri fréttir Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Addison Rae á Íslandi Eva sýnir giftingahringinn Helga Lind selur sjarmerandi íbúð í hjarta miðborgarinnar Traustið var löngu farið úr sambandinu Stjarnanna borg á fjalirnar hjá Verzló Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Uppskrift að umræddasta súkkulaði landsins Inga Lind hlaut blessun á Balí Unnur Birna og Pétur selja raðhúsið „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Samþykktu að yngja viðmælandann um fimm ár Hanna húfu til styrktar björgunarsveitunum Fréttastjóri Heimildarinnar orðin móðir Gallabuxnaklæddum Jóni Gnarr meinaður aðgangur að þingsal Sjóðheitt teiti einhleypra og dildókast Dóttir fyrrverandi Ungfrú Ísland komin í heiminn og nefnd Sonur Röggu Hólm og Elmu kominn með nafn Kom fram í fyrsta skipti eftir andlát eiginmannsins Ómótstæðilegur núðluréttur á fimm mínútum Andlát ungrar leikkonu skekur Suður-Kóreu Norah Jones með sumartónleika í Hörpu Stjörnulífið: Ástin í algleymingi og fáklæddar ofurskvísur Bryan Adams til Íslands Selja á Laugavegi og bíða eftir erfingja Conclave og Emilia Perez bestu myndirnar á BAFTA „Ég sá fyrir mér að ég myndi deyja langt fyrir aldur fram“ Barnabarn Helgu Steffensen blæs lífi í Brúðubílinn Tom Cruise og Ana de Armas sögð stinga saman nefjum Sviptir hulunni af þrettánda barni Musks Sjá meira
Gengið verður að kjörborðinu í dag þar sem Íslendingar velja sér sjötta forseta lýðveldisins. Níu eru í framboði og Fréttablaðið spurði frambjóðendurna einnar einfaldar spurningar:Hvers vegna á fólk að kjósa þig sem forseta Íslands? Hildur Þórðardóttir:„Ég stend fyrir nýjan hugsunarhátt og ný vinnubrögð, þar sem öll sjónarmið mega heyrast og svo metur hver hvað er rétt fyrir sig. Saman getum við búið til betra samfélag þar sem fólk skiptir meira máli en peningar og þar sem allir eru dýrmætir, einstakir og mikilvægir.“Sturla Jónsson:„Það er vegna þess að ég ætla að beita 25.gr. stjórnarskráarinnar og láta leggja frumvarp fyrir Alþingi um afnám á verðtryggingunni því það er orðið tímabært að stjórnvöld í landinu vinni fyrir almenning.“Guðrún Margrét Pálsdóttir:„Ég þrái að sjá þessa þjóð blómstra og verða öðrum þjóðum til blessunar. Ég er viss um að ef við hlúum að rótum okkar; tungumáli, trú, menningu og gildum, græðum upp landið okkar, stöndum saman og biðjum fram áætlun Guðs fyrir þjóðina þá mun okkur farnast vel á þessu landi.“ Andri Snær Magnason:„Ég þekki eigin styrk og takmarkanir og er því fullur sjálfstrausts, sama hvert verkefnið er. Forsetaembættið á að snúast um hugmyndir og hugsjónir og samtal við þjóðina. Nýja stjórnarskráin er samtal sem var þaggað niður – við verðum einfaldlega að klára það. Ég kann líka að vera fastur fyrir og sjá hlutina skýrt – líka á ögurstundu."Guðni Th. Jóhannesson:„Fólkið í landinu á að kynna sér sjónarmið allra sem er í framboði og taka upplýsta ákvörðun í framhaldi af því. Nái ég kjöri vil ég vera forseti allra Íslendinga, öllum óháður og horfa bjarsýnn fram á veg en nýta auk þess reynslu liðins tíma til að láta gott af mér leiða.“Halla Tómasdóttir:„Vegna þess að ég mun horfa til framtíðar, hvetja, hlusta, sætta og sameina. Ég hef menntun, reynslu og manngerð í starfið og er reiðubúin að bretta upp ermar og gera gagn. Áhrifavald forseta er mikið, ég set mannlíf og náttúru í forgang og tala fyrir jafnrétti, heiðarleika, réttlæti og virðingu.“Davíð Oddsson:„Kjósendur sem telja mikilvægt að forseti Íslands hafi burði og þor til að taka erfiðar ákvarðanir og verja hagsmuni lands og þjóðar, vita hvaða kostir eru í boði. Á ögurstundu má dómgreind ekki bresta og þá getur reynsla og þekking á íslenskri stjórnsýslu, stjórnmálum, menningu og atvinnulífi, ráðið úrslitum.“Elísabet Jökulsdóttir:„Ég er heiðarleg, segi hug minn og hjarta og læt þjóðinni ekki leiðast, tendra eld á fjalli og í fjöru. Mig langar að fara í hvert hverfi í borginni og útá land og heyra hvað þjóðin er að segja. Ég Elska Ísland.“Ástþór Magnússon:„Nú eru mál að þróast þannig í Evrópu að hætta er talin á upplausn og jafnvel styrjöld. Ég vil afstýra því að Ísland verði skotmark í stríði stórveldanna. Þjóðin getur treyst því ég mun standa dyggan vörð um fullveldi og sjálfstæði Íslensku þjóðarinnar gegn hernaðarlegri og fjármálalegri íhlutun. Ég mun laða til landsins starfsemi tengda friðarmálum, lýðræðisþróun og náttúruvernd.“
Forsetakosningar 2016 Mest lesið Traustið var löngu farið úr sambandinu Lífið Eva sýnir giftingahringinn Lífið Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Lífið Addison Rae á Íslandi Lífið „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Menning Er Dúbaí-súkkulaðið virkilega svona gott? Matur „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Lífið Helga Lind selur sjarmerandi íbúð í hjarta miðborgarinnar Lífið Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Lífið Uppskrift að umræddasta súkkulaði landsins Lífið Fleiri fréttir Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Addison Rae á Íslandi Eva sýnir giftingahringinn Helga Lind selur sjarmerandi íbúð í hjarta miðborgarinnar Traustið var löngu farið úr sambandinu Stjarnanna borg á fjalirnar hjá Verzló Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Uppskrift að umræddasta súkkulaði landsins Inga Lind hlaut blessun á Balí Unnur Birna og Pétur selja raðhúsið „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Samþykktu að yngja viðmælandann um fimm ár Hanna húfu til styrktar björgunarsveitunum Fréttastjóri Heimildarinnar orðin móðir Gallabuxnaklæddum Jóni Gnarr meinaður aðgangur að þingsal Sjóðheitt teiti einhleypra og dildókast Dóttir fyrrverandi Ungfrú Ísland komin í heiminn og nefnd Sonur Röggu Hólm og Elmu kominn með nafn Kom fram í fyrsta skipti eftir andlát eiginmannsins Ómótstæðilegur núðluréttur á fimm mínútum Andlát ungrar leikkonu skekur Suður-Kóreu Norah Jones með sumartónleika í Hörpu Stjörnulífið: Ástin í algleymingi og fáklæddar ofurskvísur Bryan Adams til Íslands Selja á Laugavegi og bíða eftir erfingja Conclave og Emilia Perez bestu myndirnar á BAFTA „Ég sá fyrir mér að ég myndi deyja langt fyrir aldur fram“ Barnabarn Helgu Steffensen blæs lífi í Brúðubílinn Tom Cruise og Ana de Armas sögð stinga saman nefjum Sviptir hulunni af þrettánda barni Musks Sjá meira