Toby Alderweireld kom Belgunum yfir á tíundu mínútu með skallamarki á tíundu mínútu eftir aukaspyrnu Kevin de Bruyne. Belgarnir leiddu 1-0 í hálfleik.
Ungverjarnir sóttu aðeins í sig veðrið í síðari hálfleik, en Michy Batshuayi kom inná sem varamaður á 76. mínútu og var búinn að skora tveimur mínútum síðar eftir undirbúning Eden Hazard.
Hazard skoraði svo mínútu síðar með frábæru einstaklingsframtaki og Yannick Ferreira-Carrasco skoraði fjórða mark Belgíu í uppbótartíma, en hann skoraði í úrslitaleik Meistaradeildarinnar fyrir tæpum mánuði síðan.
Belgía spilar við Wales í átta liða úrslitum á föstudaginn, en leikið verður á Villeneuve-d'Ascq í Lille.
2-0 og 3-0:1-0 fyrir #BEL gegn #HUN. Alderweireld skorar á 10. mínútu. #EMÍsland https://t.co/6N1HPqiXrZ
— Síminn (@siminn) June 26, 2016
4-0:#BEL bæta við 2 mörkum á rúmri mínútu. 3-0. #EMÍsland https://t.co/fdqx4tEMSB
— Síminn (@siminn) June 26, 2016
Leik #BEL og #HUN lýkur með 4-0 sigri Belga. Hér er síðasta mark leiksins sem kom í uppbótartíma. #EMÍsland https://t.co/MD3re23Y04
— Síminn (@siminn) June 26, 2016