Sky Sports: Er Ísland Leicester EM 2016? Tómas Þór Þórðarson skrifar 25. júní 2016 12:00 Ísland eins og Leicester? vísir/vilhelm „Stuðningsmenn Englands önduðu léttar þegar enska liðið komst hjá því að mæta Cristiano Ronaldo og Portúgal í 16 liða úrslitum EM og fékk í staðinn Ísland sem skoraði sigurmark í uppbótartíma gegn Austurríki.“ Svona byrjar grein á vef Sky Sports þar sem enska landsliðið er varað við því að Ísland gæti verið Leicester Evrópumótsins og þar af leiðandi staðið uppi sem óvæntur sigurvegari. Ísland er minnsta þjóðin sem kemst á stórmót í sögunni en á Íslandi búa aðeins 330.000 manns. Það eru jafnmargir og í Leicester sem stóð uppi sem afar óvæntur enskur meistari á síðustu leiktíð. Sky Sports bendir á að margt sé líkt með liðunum.Lars Lagerbäck er þrautreyndur eins og Claudio Ranieri.Vísir/VilhelmÍsland og LeicesterReyndir þjálfarar: Fáir höfðu trú á Ítalanum Claudio Ranieri þegar hann tók við Leicester en hann kom öllum á óvart og gerði Leicester að meistara í fyrsta sinn í sögunni. Reynsla hans vó þungt en hann er 64 ára gamall. Lars Lagerbäck er einnig eldri en tvævetur í bransanum en hann er 67 ára gamall.Sagan: Hvorki Leicester né Ísland átti sér ríka fótboltasögu áður en enska liðið tók sig til og vann ensku úrvalsdeildina. Leicester hafði unnið þrjá deildabikara í 131 árs sögu félagsins áður en það varð enskur meistair. Ísland komst ekki á 40 stórmót í röð frá 1974 til 2014 áður en það tryggði sér sæti á EM 2016.Strákarnir okkar eru ekki mikið með boltann en eru enn ósigraðir.Vísir/vilhelmVarnarleikurinn: Á vellinum sjálfum eru liðin keimlík að mati Sky Sports. Af 20 liðum í ensku úrvalsdeildinni var Leicester í 17. sæti þegar kom að því að vera með boltann eða 42,5 prósent og sendingarprósentan var aðeins 70,5 prósent. Ísland er í 23. af 24. sæti þegar kemur að því að halda boltanum en íslenska liðið hefur verið með boltann 34,3 prósent í leikjunum að meðaltali. Þá er sendingaprósentan aðeins 60,9 prósent. Samt er liðið ósigrað á mótinu.Liðsandinn: Claudio Ranieri lýsti liðsandanum í Leicester á síðustu leiktíð sem þeim besta sem hann hafði upplifað á sínum langa ferli og hann er eins hjá Íslandi. Á blaðamannafundi Íslands í gær sagði Theodór Elmar Bjarnason: „Þetta sýnir hvað lið geta gert þegar liðsandinn er góður og enginn er að spila fyrir sjálfan sig. Það er ótrúlegt að vera hluti af þessu liði og ég er virkilega stoltur. Það er magnað að spila með góðvinum mínum sem ég spilaði fyrst með í U17 ára landsliðinu.“Leicester á sínar störnur og Ísland sinn Gylfa Þór.vísir/afpStjörnurnar: Liðsandinn er lykilinn á bakvið árangur Íslands og Leicester að því fram kemur í úttekt Sky Sports en bæði lið eru þó með einstaklingsgæði sem ekki má hleyma. Leicester með Jamie Vardy, Riyad Mahrez og N'Golo Kante á meðan Ísland treystir á Gylfa Þór Sigurðsson. Gylfi er búinn að skora fjórtán mörk í 41 landsleik og var markahæstur í undankeppninni með sex mörk. Gylfi er líka stórhættulegur í föstum leikatriðum.Engin pressa: Claudio Ranieri gerði lítið annað allt síðasta tímabil í ensku úrvalsdeildinni en að segja að Leicester gæti aldrei unnið titilinn. Ísland er líka að spila pressulaust enda býst enginn við að íslenska liðið geri nokkurn skapaðan hlut á þessu móti. Öll pressan er á Englandi í næsta leik íslenska liðsins.Ástríðufullir stuðningsmenn: Ranieri þakkaði stuðningsmönnum Leicester sérstaklega fyrir stuðninginn á síðustu leiktíð og sagði þá stóra ástæðu fyrir velgengni liðsins. Evrópu hefur svo sannarlega fengið að kynnast íslenskum stuðningsmönnum sem hafa sett sinn svip á Evrópmótið með frábærum stuðningi og mikilli gleði.Alla úttektina má lesa hér. EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Slóveni dæmir leik Englands og Íslands Einn fremsti dómari Evrópu heldur um flautuna hjá strákunum okkar í Nice. 25. júní 2016 08:12 Næsta brekka reynst of brött fyrir Lars Lagerbäck Lars Lagerbäck hefur þrisvar í sex tilraunum komið liði upp úr riðli á Evrópumóti eða í heimsmeistarakeppni en hann hefur aldrei farið í gegnum fyrsta leik í útsláttarkeppni. Hann reynir nú í fjórða sinn. 25. júní 2016 07:00 Harry Kane um leikinn gegn Íslandi: „Furðulegir hlutir gerast í fótbolta“ Framherji enska landsliðsins vill að sínir menn verði á tánum gegn Íslandi í Nice á mándagskvöldið. 25. júní 2016 08:06 Eiður Smári fór á kostum á blaðamannafundi Íslands | Myndband Eiður Smári Guðjohnsen og Heimir Hallgrímsson sátu blaðamannafund íslenska liðsins í Annecy fyrir leikinn gegn Englandi. 25. júní 2016 09:00 Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús Handbolti Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ Handbolti Feyenoord pakkaði Bayern saman Fótbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ Handbolti Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Handbolti Fleiri fréttir Feyenoord pakkaði Bayern saman Brest mátti þola tap í Þýskalandi Þægilegt hjá Skyttunum Man City glutraði niður tveggja marka forystu Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Sjá meira
„Stuðningsmenn Englands önduðu léttar þegar enska liðið komst hjá því að mæta Cristiano Ronaldo og Portúgal í 16 liða úrslitum EM og fékk í staðinn Ísland sem skoraði sigurmark í uppbótartíma gegn Austurríki.“ Svona byrjar grein á vef Sky Sports þar sem enska landsliðið er varað við því að Ísland gæti verið Leicester Evrópumótsins og þar af leiðandi staðið uppi sem óvæntur sigurvegari. Ísland er minnsta þjóðin sem kemst á stórmót í sögunni en á Íslandi búa aðeins 330.000 manns. Það eru jafnmargir og í Leicester sem stóð uppi sem afar óvæntur enskur meistari á síðustu leiktíð. Sky Sports bendir á að margt sé líkt með liðunum.Lars Lagerbäck er þrautreyndur eins og Claudio Ranieri.Vísir/VilhelmÍsland og LeicesterReyndir þjálfarar: Fáir höfðu trú á Ítalanum Claudio Ranieri þegar hann tók við Leicester en hann kom öllum á óvart og gerði Leicester að meistara í fyrsta sinn í sögunni. Reynsla hans vó þungt en hann er 64 ára gamall. Lars Lagerbäck er einnig eldri en tvævetur í bransanum en hann er 67 ára gamall.Sagan: Hvorki Leicester né Ísland átti sér ríka fótboltasögu áður en enska liðið tók sig til og vann ensku úrvalsdeildina. Leicester hafði unnið þrjá deildabikara í 131 árs sögu félagsins áður en það varð enskur meistair. Ísland komst ekki á 40 stórmót í röð frá 1974 til 2014 áður en það tryggði sér sæti á EM 2016.Strákarnir okkar eru ekki mikið með boltann en eru enn ósigraðir.Vísir/vilhelmVarnarleikurinn: Á vellinum sjálfum eru liðin keimlík að mati Sky Sports. Af 20 liðum í ensku úrvalsdeildinni var Leicester í 17. sæti þegar kom að því að vera með boltann eða 42,5 prósent og sendingarprósentan var aðeins 70,5 prósent. Ísland er í 23. af 24. sæti þegar kemur að því að halda boltanum en íslenska liðið hefur verið með boltann 34,3 prósent í leikjunum að meðaltali. Þá er sendingaprósentan aðeins 60,9 prósent. Samt er liðið ósigrað á mótinu.Liðsandinn: Claudio Ranieri lýsti liðsandanum í Leicester á síðustu leiktíð sem þeim besta sem hann hafði upplifað á sínum langa ferli og hann er eins hjá Íslandi. Á blaðamannafundi Íslands í gær sagði Theodór Elmar Bjarnason: „Þetta sýnir hvað lið geta gert þegar liðsandinn er góður og enginn er að spila fyrir sjálfan sig. Það er ótrúlegt að vera hluti af þessu liði og ég er virkilega stoltur. Það er magnað að spila með góðvinum mínum sem ég spilaði fyrst með í U17 ára landsliðinu.“Leicester á sínar störnur og Ísland sinn Gylfa Þór.vísir/afpStjörnurnar: Liðsandinn er lykilinn á bakvið árangur Íslands og Leicester að því fram kemur í úttekt Sky Sports en bæði lið eru þó með einstaklingsgæði sem ekki má hleyma. Leicester með Jamie Vardy, Riyad Mahrez og N'Golo Kante á meðan Ísland treystir á Gylfa Þór Sigurðsson. Gylfi er búinn að skora fjórtán mörk í 41 landsleik og var markahæstur í undankeppninni með sex mörk. Gylfi er líka stórhættulegur í föstum leikatriðum.Engin pressa: Claudio Ranieri gerði lítið annað allt síðasta tímabil í ensku úrvalsdeildinni en að segja að Leicester gæti aldrei unnið titilinn. Ísland er líka að spila pressulaust enda býst enginn við að íslenska liðið geri nokkurn skapaðan hlut á þessu móti. Öll pressan er á Englandi í næsta leik íslenska liðsins.Ástríðufullir stuðningsmenn: Ranieri þakkaði stuðningsmönnum Leicester sérstaklega fyrir stuðninginn á síðustu leiktíð og sagði þá stóra ástæðu fyrir velgengni liðsins. Evrópu hefur svo sannarlega fengið að kynnast íslenskum stuðningsmönnum sem hafa sett sinn svip á Evrópmótið með frábærum stuðningi og mikilli gleði.Alla úttektina má lesa hér.
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Slóveni dæmir leik Englands og Íslands Einn fremsti dómari Evrópu heldur um flautuna hjá strákunum okkar í Nice. 25. júní 2016 08:12 Næsta brekka reynst of brött fyrir Lars Lagerbäck Lars Lagerbäck hefur þrisvar í sex tilraunum komið liði upp úr riðli á Evrópumóti eða í heimsmeistarakeppni en hann hefur aldrei farið í gegnum fyrsta leik í útsláttarkeppni. Hann reynir nú í fjórða sinn. 25. júní 2016 07:00 Harry Kane um leikinn gegn Íslandi: „Furðulegir hlutir gerast í fótbolta“ Framherji enska landsliðsins vill að sínir menn verði á tánum gegn Íslandi í Nice á mándagskvöldið. 25. júní 2016 08:06 Eiður Smári fór á kostum á blaðamannafundi Íslands | Myndband Eiður Smári Guðjohnsen og Heimir Hallgrímsson sátu blaðamannafund íslenska liðsins í Annecy fyrir leikinn gegn Englandi. 25. júní 2016 09:00 Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús Handbolti Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ Handbolti Feyenoord pakkaði Bayern saman Fótbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ Handbolti Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Handbolti Fleiri fréttir Feyenoord pakkaði Bayern saman Brest mátti þola tap í Þýskalandi Þægilegt hjá Skyttunum Man City glutraði niður tveggja marka forystu Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Sjá meira
Slóveni dæmir leik Englands og Íslands Einn fremsti dómari Evrópu heldur um flautuna hjá strákunum okkar í Nice. 25. júní 2016 08:12
Næsta brekka reynst of brött fyrir Lars Lagerbäck Lars Lagerbäck hefur þrisvar í sex tilraunum komið liði upp úr riðli á Evrópumóti eða í heimsmeistarakeppni en hann hefur aldrei farið í gegnum fyrsta leik í útsláttarkeppni. Hann reynir nú í fjórða sinn. 25. júní 2016 07:00
Harry Kane um leikinn gegn Íslandi: „Furðulegir hlutir gerast í fótbolta“ Framherji enska landsliðsins vill að sínir menn verði á tánum gegn Íslandi í Nice á mándagskvöldið. 25. júní 2016 08:06
Eiður Smári fór á kostum á blaðamannafundi Íslands | Myndband Eiður Smári Guðjohnsen og Heimir Hallgrímsson sátu blaðamannafund íslenska liðsins í Annecy fyrir leikinn gegn Englandi. 25. júní 2016 09:00
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti