Innlent

Sturgeon vill samtal við ráðamenn í Brussel til að tryggja stöðu Skota í ESB

Birgir Olgeirsson skrifar
Nicola Sturgeon, forsætisráðherra heimastjórnar Skotlands
Nicola Sturgeon, forsætisráðherra heimastjórnar Skotlands
Nicola Sturgeon, forsætisráðherra skosku heimastjórnarinnar, segist ætla að sækjast tafarlaust eftir viðræðum við ráðamenn í Brussel til að tryggja veru Skotlands í Evrópusambandinu eftir að Bretar kusu að yfirgefa það í þjóðaratkvæðagreiðslu í vikunni.

Sturgeon lét þessi orð falla eftir fund heimastjórnarinnar í Edinborg. Í þjóðaratkvæðagreiðslunni á fimmtudag kusu Skotar, íbúar í Lundúnum og Norður Írar að vera áfram í Evrópusambandinu, á meðan England og Wales völdu að yfirgefa sambandið.

Fréttastofa breska ríkisútvarpsins BBC segir Sturgeon hafa látið þau ummæli falla líkur á nýrri þjóðaratkvæðagreiðslu um framtíð Skotlands væri afar líkleg. Þá hefur leiðtogi íhaldsflokksins í Skotlandi, Ruth Davidson, kallað eftir annarri þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði Skotlands.

Heimastjórnin hafði áður samþykkt að hefja vinnu við að koma á lögum um aðra þjóðaratkvæðagreiðslu og þá var einnig sett á laggirnar sérstök nefnd sérfræðinga sem á að kanna hvort aðrir möguleikar séu fyrir hendi, að því er fram kemur á BBC.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×