Breska stjórnarandstaðan í molum í kjölfar Brexit Bjarki Ármannsson skrifar 26. júní 2016 17:32 Jeremy Corbyn þykir ekki hafa sýnt nægilega sannfæringu er Verkamannaflokkurinn hvatti Breta til að kjósa með áframhaldandi aðild. Vísir/EPA Upplausn ríkir nú í herbúðum breska Verkamannaflokksins eftir að almenningur í Bretlandi samþykkti naumlega í þjóðaratkvæðagreiðslu að yfirgefa Evrópusambandið. Jeremy Corbyn, leiðtogi flokksins, hefur bersýnilega glatað trausti margra samflokksmanna sinna en segist ekki ætla að segja af sér. Verkamannaflokkurinn studdi opinberlega áframhaldandi aðild Breta að Evrópusambandinu en Corbyn hefur legið undir ámæli fyrir að ljá málstaðnum ekki nægilega kröftuga rödd í aðdraganda þjóðaratkvæðagreiðslunnar. Sjálfur hefur Corbyn ítrekað gagnrýnt sambandið og hafa fáir leiðtogar flokksins sýnt því minni áhuga í gegnum árin. Fyrr í dag var Hilary Benn rekinn úr svokölluðu skuggaráðuneyti Verkamannaflokksins eftir að hafa sagt að Corbyn nyti ekki lengur trausts síns. Síðan þá hafa níu skuggaráðherrar til viðbótar yfirgefið ráðuneyti Corbyn og tveir þingmenn flokksins hafa lagt fram vantrauststillögu á leiðtogann, sem gæti verið tekin fyrir á þingflokksfundi á morgun að því er breska ríkisútvarpið greinir frá. Talsmaður Corbyn segir þó í dag að hann muni ekki segja af sér sem leiðtogi Verkamannaflokksins. Sem kunnugt er, ríkir mikil óvissa í breskum stjórnmálum í kjölfar þjóðaratkvæðagreiðslunnar á fimmtudag. David Cameron forsætisráðherra sagði af sér á föstudag og Nicola Sturgeon, fyrsti ráðherra Skotlands, hefur sagt að til greina komi að Skotar reyni að berjast gegn útgöngu Breta úr Evrópusambandinu. Brexit Tengdar fréttir Ráðvilltir Bretar spyrja Google hvað gerist næst Bretar virðast margir hverjir ekki vera með á hreinu hvað Brexit mun hafa í för með sér. 24. júní 2016 15:14 Sturgeon vill samtal við ráðamenn í Brussel til að tryggja stöðu Skota í ESB Telur miklar líkur á annarri þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði Skota. 25. júní 2016 16:14 Höfuð fjúka vegna útgöngu Breta Ráðamenn innan Evrópusambandsins segja Breta verða að fara strax. Glundroði ríkti í fjár 25. júní 2016 07:00 Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Fleiri fréttir Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Sjá meira
Upplausn ríkir nú í herbúðum breska Verkamannaflokksins eftir að almenningur í Bretlandi samþykkti naumlega í þjóðaratkvæðagreiðslu að yfirgefa Evrópusambandið. Jeremy Corbyn, leiðtogi flokksins, hefur bersýnilega glatað trausti margra samflokksmanna sinna en segist ekki ætla að segja af sér. Verkamannaflokkurinn studdi opinberlega áframhaldandi aðild Breta að Evrópusambandinu en Corbyn hefur legið undir ámæli fyrir að ljá málstaðnum ekki nægilega kröftuga rödd í aðdraganda þjóðaratkvæðagreiðslunnar. Sjálfur hefur Corbyn ítrekað gagnrýnt sambandið og hafa fáir leiðtogar flokksins sýnt því minni áhuga í gegnum árin. Fyrr í dag var Hilary Benn rekinn úr svokölluðu skuggaráðuneyti Verkamannaflokksins eftir að hafa sagt að Corbyn nyti ekki lengur trausts síns. Síðan þá hafa níu skuggaráðherrar til viðbótar yfirgefið ráðuneyti Corbyn og tveir þingmenn flokksins hafa lagt fram vantrauststillögu á leiðtogann, sem gæti verið tekin fyrir á þingflokksfundi á morgun að því er breska ríkisútvarpið greinir frá. Talsmaður Corbyn segir þó í dag að hann muni ekki segja af sér sem leiðtogi Verkamannaflokksins. Sem kunnugt er, ríkir mikil óvissa í breskum stjórnmálum í kjölfar þjóðaratkvæðagreiðslunnar á fimmtudag. David Cameron forsætisráðherra sagði af sér á föstudag og Nicola Sturgeon, fyrsti ráðherra Skotlands, hefur sagt að til greina komi að Skotar reyni að berjast gegn útgöngu Breta úr Evrópusambandinu.
Brexit Tengdar fréttir Ráðvilltir Bretar spyrja Google hvað gerist næst Bretar virðast margir hverjir ekki vera með á hreinu hvað Brexit mun hafa í för með sér. 24. júní 2016 15:14 Sturgeon vill samtal við ráðamenn í Brussel til að tryggja stöðu Skota í ESB Telur miklar líkur á annarri þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði Skota. 25. júní 2016 16:14 Höfuð fjúka vegna útgöngu Breta Ráðamenn innan Evrópusambandsins segja Breta verða að fara strax. Glundroði ríkti í fjár 25. júní 2016 07:00 Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Fleiri fréttir Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Sjá meira
Ráðvilltir Bretar spyrja Google hvað gerist næst Bretar virðast margir hverjir ekki vera með á hreinu hvað Brexit mun hafa í för með sér. 24. júní 2016 15:14
Sturgeon vill samtal við ráðamenn í Brussel til að tryggja stöðu Skota í ESB Telur miklar líkur á annarri þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði Skota. 25. júní 2016 16:14
Höfuð fjúka vegna útgöngu Breta Ráðamenn innan Evrópusambandsins segja Breta verða að fara strax. Glundroði ríkti í fjár 25. júní 2016 07:00