Argentína tapaði og Messi hætti í landsliðinu | Sjáðu rauðu spjöldin og vítakeppnina Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 27. júní 2016 08:41 Lionel Messi var óhuggandi eftir leik. Vísir/Getty Síle vann í nótt Suður-Ameríkukeppnina í knattspyrnu annað árið í röð eftir sigur á Argentínu í úrslitaleiknum á MetLife Stadium í New Jersey. Eftir leikinn tilkynnti Lionel Messi að hann væri hættur að spila með landsliði Argentínu. Hans síðasta verk með landsliðinu var að skjóta yfir markið úr sinni spyrnu í vítaspyrnukeppninni þar sem Síle tryggði sér sigur, 4-2. Messi var óhuggandi eftir leikinn og sagði að þetta hafi verið afar erfitt, enda hefur Argentína tapað nú þremur úrslitaleikjum á stórmótum í röð. „Í búningsklefanum eftir leik fannst mér að þetta væru endalokin á mínum landsliðsferli. Þetta er ekki fyrir mig. Þannig líður mér núna. Þetta er afar sorglegt enn einu sinni. Ég klúðraði vítinu sem var mikilvægt,“ sagði Messi eftir leikinn í nótt. „Ég reyndi svo mikið að verða meistari með Argentínu. En það gerðist ekki. Mér tókst ekki að gera það. Ég held að það væri best fyrir alla, fyrir mig og fyrir alla sem vilja það. En ég hef ákveðið að þessu sé lokið. Ég reyndi mörgum sinnum en það tókst ekki.“Síle varð Suður-Ameríkumeistari annað árið í röðVísir/Getty23 ár eru síðan að Argentína vann síðast titil og Messi hefur nú tapað fjórum úrslitaleikjum á stórmótum - á HM 2014 og Suður-Ameríkukeppninni 2007, 2015 og nú 2016. Hvorugu liðinu tókst að skora í venjulegum leiktíma og framlengingunni í nótt. Vítaspyrnukeppnin byrjaði þó vel fyrir Argentínu þar sem Sergio Romero varði frá Arturo Vidal. En Messi átti fyrstu spyrnu Argentínu og skaut yfir. Lucas Biglia klúðraði einnig sinni vítaspyrnu en Claudio Bravo varði frá honum. Markvörðurinn og fyrirliði Síle var hetja sinna manna í leiknum en hann varði stórkostlega frá Sergio Agüero í framlengingunni. Messi var að spila sinn 112. landsleik í nótt en hann hefur skorað 55 mörk með landsliði Argentínu. Hann er markahæsti leikmaður Argentínu frá upphafi en hann tók fram úr Gabriel Batistuta á mótinu en hann skoraði 54 mörk. Leikurinn var fremur tíðindalítill en brasilíski dómarinn Heber Lopes var í aðalhlutverki, og þá sérstaklega í fyrri hálfleik. Lopes virkaði mjög æstur og rak tvo menn út af í fyrri hálfleiknum. Sílemaðurinn Marcelo Díaz fékk að líta tvö gul spjöld með tólf mínútna millibili fyrir brot á Messi og tveimur mínútum fyrir hálfleik fékk Marcos Rojo, vinstri bakvörður Argentínu, beint rautt spjald.Rauðu spjöldin og vítakeppnina í heild sinni má sjá hér að neðan.Díaz fær tvö gul spjöld fyrir brot á Messi Rojo fær beint rautt Vítakeppnin í heild sinni EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn KR sækir ungan bakvörð Körfubolti „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Þjóðhátíðarleikur í Eyjum og allskonar annað Sport „Sýna að maður eigi það skilið“ Körfubolti Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn Fleiri fréttir Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ „Heyri í mínum mönnum í FCK“ „Svekktur og stoltur á sama tíma“ „Sleikjum sárin í kvöld“ Sjá meira
Síle vann í nótt Suður-Ameríkukeppnina í knattspyrnu annað árið í röð eftir sigur á Argentínu í úrslitaleiknum á MetLife Stadium í New Jersey. Eftir leikinn tilkynnti Lionel Messi að hann væri hættur að spila með landsliði Argentínu. Hans síðasta verk með landsliðinu var að skjóta yfir markið úr sinni spyrnu í vítaspyrnukeppninni þar sem Síle tryggði sér sigur, 4-2. Messi var óhuggandi eftir leikinn og sagði að þetta hafi verið afar erfitt, enda hefur Argentína tapað nú þremur úrslitaleikjum á stórmótum í röð. „Í búningsklefanum eftir leik fannst mér að þetta væru endalokin á mínum landsliðsferli. Þetta er ekki fyrir mig. Þannig líður mér núna. Þetta er afar sorglegt enn einu sinni. Ég klúðraði vítinu sem var mikilvægt,“ sagði Messi eftir leikinn í nótt. „Ég reyndi svo mikið að verða meistari með Argentínu. En það gerðist ekki. Mér tókst ekki að gera það. Ég held að það væri best fyrir alla, fyrir mig og fyrir alla sem vilja það. En ég hef ákveðið að þessu sé lokið. Ég reyndi mörgum sinnum en það tókst ekki.“Síle varð Suður-Ameríkumeistari annað árið í röðVísir/Getty23 ár eru síðan að Argentína vann síðast titil og Messi hefur nú tapað fjórum úrslitaleikjum á stórmótum - á HM 2014 og Suður-Ameríkukeppninni 2007, 2015 og nú 2016. Hvorugu liðinu tókst að skora í venjulegum leiktíma og framlengingunni í nótt. Vítaspyrnukeppnin byrjaði þó vel fyrir Argentínu þar sem Sergio Romero varði frá Arturo Vidal. En Messi átti fyrstu spyrnu Argentínu og skaut yfir. Lucas Biglia klúðraði einnig sinni vítaspyrnu en Claudio Bravo varði frá honum. Markvörðurinn og fyrirliði Síle var hetja sinna manna í leiknum en hann varði stórkostlega frá Sergio Agüero í framlengingunni. Messi var að spila sinn 112. landsleik í nótt en hann hefur skorað 55 mörk með landsliði Argentínu. Hann er markahæsti leikmaður Argentínu frá upphafi en hann tók fram úr Gabriel Batistuta á mótinu en hann skoraði 54 mörk. Leikurinn var fremur tíðindalítill en brasilíski dómarinn Heber Lopes var í aðalhlutverki, og þá sérstaklega í fyrri hálfleik. Lopes virkaði mjög æstur og rak tvo menn út af í fyrri hálfleiknum. Sílemaðurinn Marcelo Díaz fékk að líta tvö gul spjöld með tólf mínútna millibili fyrir brot á Messi og tveimur mínútum fyrir hálfleik fékk Marcos Rojo, vinstri bakvörður Argentínu, beint rautt spjald.Rauðu spjöldin og vítakeppnina í heild sinni má sjá hér að neðan.Díaz fær tvö gul spjöld fyrir brot á Messi Rojo fær beint rautt Vítakeppnin í heild sinni
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn KR sækir ungan bakvörð Körfubolti „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Þjóðhátíðarleikur í Eyjum og allskonar annað Sport „Sýna að maður eigi það skilið“ Körfubolti Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn Fleiri fréttir Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ „Heyri í mínum mönnum í FCK“ „Svekktur og stoltur á sama tíma“ „Sleikjum sárin í kvöld“ Sjá meira