Shearer að sigur sé það eina sem komi til greina hjá enska liðinu og það þurfi að vinna leikinn sannfærandi
„Ekkert vesen, ekkert rugl, engar afsakanir og alls ekki neinar vítaspyrnur,“ segir Shearer sem skoraði 30 mörk í 63 landsleikjum á árunum 1992-2000.
„Ég er ekki bara að tala um í þessum leik heldur í næsta leik líka. Þrátt fyrir það hafi verið vonbrigði að vinna ekki riðilinn er Ísland mótherji sem England vildi fá. Við verðum einfaldlega að vinna þennan leik og það sannfærandi til að byggja upp sjálfstraust sem hefur sárlega vantað.“
Sjá einnig: EM-dagbókin: Af hverju getur Ísland ekki unnið England?
Roy Hodgson, landsliðsþjálfari Englands, gerði sex breytingar á enska liðinu fyrir leikinn gegn Slóvakíu sem endaði með markalausu jafntefli. Fyrir vikið missti England af toppsætinu í B-riðli.

„Hann var gagnrýndur fyrir breytingarnar en ummælin hjá Dyke voru það síðasta sem hann þurfti á að halda. Það var rangt af honum að segja þetta og tímasetningin var mjög slæm.
„Það er nógu mikil pressa á enska liðinu fyrir. Þeir hafa örugglega heyrt af þessu og Hodgson kann Dyke eflaust litlar þakkir fyrir,“ sagði Shearer sem starfar nú sem álitsgjafi hjá BBC.
Sjá einnig: Lið framtíðarinnar í vandræðum
Shearer segir að pressan á ensku landsliðsmönnunum sé gríðarleg og hún komi í veg fyrir að þeir sýni sitt rétta andlit í landsliðsbúningnum.
„Pressan nær til leikmannanna og hún leggst þyngra á suma leikmenn en aðra. Þeir eru oft bara skugginn af sjálfum sér með landsliðinu,“ sagði gamla Newcastle-hetjan.
„Leikmenn ættu að njóta þess að spila með landsliðinu því það er eitthvað sem okkur dreymdi alla um sem krakkar. Vandamálið er að ósigur í kvöld yrði mesta niðurlæging í sögu landsliðsins. Það er óhugsandi,“ bætti Shearer við en hann vill sjá Harry Kane og Daniel Sturridge byrja saman í framlínu enska liðsins í kvöld.