Lars Lagerbäck hlaut vel á þriðja tug atkvæða í forsetakosningunum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 27. júní 2016 12:55 Þeir voru þó nokkrir kjósendurnir sem vildu sjá þennan mann sem næsta forseta. Vísir Samkvæmt lokatölum í forsetakosningunum sem fram fóru á laugardaginn voru ógild atkvæði alls 1049. Vísir hafði samband við allar yfirkjörstjórnir í morgun og forvitnaðist um hvernig fólk var að ógilda seðilinn sinn en kjósendur hafa í gegnum tíðina notast við ýmsar forvitnilegar leiðir til að ógilda atkvæði. Þannig er mörgum eflaust minnisstæður kjósandinn sem kúkaði á atkvæðið sitt í fyrstu Alþingiskosningunum eftir hrun árið 2009. Eftir því sem Vísir kemst næst gekk enginn kjósandi svo langt í þetta skiptið en í ljósi landsleiksins í kvöld og mikillar ástar þjóðarinnar á landsliðsþjálfaranum Lars Lagerbäck lék blaðamanni sérstaklega forvitni á að vita hvort hann hafi hlotið einhver atkvæði í kosningunum, en atkvæði er ógilt ef maður kýs einhvern annan en þá sem eru í framboði.Margrét Þórhildur með tvö atkvæði Skemmst er frá því að segja að uppáhalds-Svíi Íslendinga hlaut samtals vel á þriðja tug atkvæða. Einhverjir kjósendur í öllum kjördæmum nema Norðausturkjördæmi vildu sjá Lars sem forseta og í Suðurkjördæmi hlaut Heimir Hallgrímsson einnig nokkur atkvæði en hann er eins og kunnugt er frá Vestmannaeyjum. Þá hlaut Margrét Þórhildur Danadrottning að minnsta kosti tvö atkvæði og einn kjósandi taldi að forsetakosningarnar væru með öllu ólögmætar þar sem það hefði í raun verið ólögmætt að stofna lýðveldi árið 1944.Blóm og hjörtu á kjörseðlum Merkja skal með x-i, hring eða vaffi við nafn þess frambjóðanda sem maður hyggst kjósa í kosningunum. Atkvæðið er ógilt ef kjósandi gerir eitthvað öðruvísi auðkennandi merki en nokkuð var um það í öllum kjördæmum að kjósendur væru að gera hjarta við nafn frambjóðenda, broskall eða jafnvel blóm. Slíkt ógilti atkvæðið í öllum tilfellum. Hvort þarna gæti einhverra áhrifa frá emoji-köllunum skal ósagt látið en það er vissulega falleg hugsun að setja hjarta við frambjóðandann sinn. Einnig var eitthvað um það að vísur kæmu upp úr kjörkössunum en engin þeirra var nógu góð til þess að fara með samkvæmt þeim upplýsingum sem Vísir fékk. Eins og flestum ætti að vera kunnugt var Guðni Th. Jóhannesson sagnfræðingur kosinn forseti á laugardag en hann verður á vellinum í Nice í kvöld þegar strákarnir okkar mæta uppáhaldsliði margra Íslendinga á stórmótum, Englandi. EM 2016 í Frakklandi Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Nýr forseti óhræddur við óvinsælar ákvarðanir Guðni Th. Jóhannesson er sjötti forseti lýðveldisins Íslands. Hann og kona hans hyggjast vinna náið saman á meðan embættistíð hans stendur. Fjögur börn flytja með þeim hjónum á Bessastaði eftir rúman mánuð. 27. júní 2016 07:00 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Samkvæmt lokatölum í forsetakosningunum sem fram fóru á laugardaginn voru ógild atkvæði alls 1049. Vísir hafði samband við allar yfirkjörstjórnir í morgun og forvitnaðist um hvernig fólk var að ógilda seðilinn sinn en kjósendur hafa í gegnum tíðina notast við ýmsar forvitnilegar leiðir til að ógilda atkvæði. Þannig er mörgum eflaust minnisstæður kjósandinn sem kúkaði á atkvæðið sitt í fyrstu Alþingiskosningunum eftir hrun árið 2009. Eftir því sem Vísir kemst næst gekk enginn kjósandi svo langt í þetta skiptið en í ljósi landsleiksins í kvöld og mikillar ástar þjóðarinnar á landsliðsþjálfaranum Lars Lagerbäck lék blaðamanni sérstaklega forvitni á að vita hvort hann hafi hlotið einhver atkvæði í kosningunum, en atkvæði er ógilt ef maður kýs einhvern annan en þá sem eru í framboði.Margrét Þórhildur með tvö atkvæði Skemmst er frá því að segja að uppáhalds-Svíi Íslendinga hlaut samtals vel á þriðja tug atkvæða. Einhverjir kjósendur í öllum kjördæmum nema Norðausturkjördæmi vildu sjá Lars sem forseta og í Suðurkjördæmi hlaut Heimir Hallgrímsson einnig nokkur atkvæði en hann er eins og kunnugt er frá Vestmannaeyjum. Þá hlaut Margrét Þórhildur Danadrottning að minnsta kosti tvö atkvæði og einn kjósandi taldi að forsetakosningarnar væru með öllu ólögmætar þar sem það hefði í raun verið ólögmætt að stofna lýðveldi árið 1944.Blóm og hjörtu á kjörseðlum Merkja skal með x-i, hring eða vaffi við nafn þess frambjóðanda sem maður hyggst kjósa í kosningunum. Atkvæðið er ógilt ef kjósandi gerir eitthvað öðruvísi auðkennandi merki en nokkuð var um það í öllum kjördæmum að kjósendur væru að gera hjarta við nafn frambjóðenda, broskall eða jafnvel blóm. Slíkt ógilti atkvæðið í öllum tilfellum. Hvort þarna gæti einhverra áhrifa frá emoji-köllunum skal ósagt látið en það er vissulega falleg hugsun að setja hjarta við frambjóðandann sinn. Einnig var eitthvað um það að vísur kæmu upp úr kjörkössunum en engin þeirra var nógu góð til þess að fara með samkvæmt þeim upplýsingum sem Vísir fékk. Eins og flestum ætti að vera kunnugt var Guðni Th. Jóhannesson sagnfræðingur kosinn forseti á laugardag en hann verður á vellinum í Nice í kvöld þegar strákarnir okkar mæta uppáhaldsliði margra Íslendinga á stórmótum, Englandi.
EM 2016 í Frakklandi Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Nýr forseti óhræddur við óvinsælar ákvarðanir Guðni Th. Jóhannesson er sjötti forseti lýðveldisins Íslands. Hann og kona hans hyggjast vinna náið saman á meðan embættistíð hans stendur. Fjögur börn flytja með þeim hjónum á Bessastaði eftir rúman mánuð. 27. júní 2016 07:00 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Nýr forseti óhræddur við óvinsælar ákvarðanir Guðni Th. Jóhannesson er sjötti forseti lýðveldisins Íslands. Hann og kona hans hyggjast vinna náið saman á meðan embættistíð hans stendur. Fjögur börn flytja með þeim hjónum á Bessastaði eftir rúman mánuð. 27. júní 2016 07:00