Kolbeinn: Erum að spila fyrir þjóðina Tómas Þór Þórðarson skrifar 27. júní 2016 23:05 Kolbeinn fagnar markinu. vísir/getty Kolbeinn Sigþórsson sagði tilfinnungina ólýsanlega þegar hann skoraði sigurmark Íslands gegn Englandi í 16-liða úrslitum á EM í Frakklandi í kvöld. „Þetta er nátturlega draumi líkast. Ég er hrikalega ánægður með hvernig við komum til baka í þessum leik," sagði Kolbeinn við Vísi í leikslok. „Bara strax eftir að við skoruðum jöfnum við og að vera komnir yfir eftir tuttugu mínútur gegn Englendingum er stórkostlegt." „Við vorum bara betri aðilinn. Þeir áttu engin svör við varnarleiknum og við áttum sjálfir dauðafæri í þessum leik. Við hefðum getað bætt við í endann." Úr stúkunni virtist Englendingar vera búnir að gefast upp eftir rúmlega sextíu mínútur, en líkamstjáning þeirra var ekki góð. Var það upplifun strákana á vellinum líka? „Algjörlega. Þeir áttu engin svör, en í síðari hálfleik voru þeir bara búnir að tapa þessu. Það er fáránlegt að vera komnir í átta liða úrslitin og hvernig við erum að gera það er stórkostlegt." „Stuðningurinn sem við höfum fengið frá allri þjóðinni er frábær og það er nátturlega bara að gefa okkur heilmikið. Við erum að spila fyrir þjóðina með hjartanu og ég held að þjóðin sjái það." „Hún er með okkur í þessu og það er frábært að geta glatt fólkið heima með þessum sigrum. Nú er bara að fara til París og vinna Frakkana." Kolbeinn valdi heldur betur réttan tímapunkt til að skora fyrsta mark sitt í mótinu, en einnig var þetta fyrsta skot hans á markið í mótinu og það fór inn. „Heldur betur. Þetta var frábært fyrir mig að skora þarna, en ég hélt að hann myndi verja þetta. Hann var aðeins seinn niður og mómentið þegar hann var inni var ólýsanlegt." Íslenska liðið eyddi stundarfjórðung með íslenska liðinu eftir leikinn, en Kolbeinn segir að samstaðan milli stuðningsmanna og liðsins sé æðisleg. „Í stúkunni eru vinir og fjölskylda og að geta upplifað þetta með fólkinu er æðislegt. Þetta verður bara gaman á sunnudaginn. Við förum inn í leikinn á sunnuadginn til að vinna hann," sagði Kolbeinn að lokum. EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Umfjöllun: England - Ísland 1-2 | Strákarnir sendu Englendinga heim Kolbeinn Sigþórsson skoraði sigurmarkið fyrir íslenska liðið eftir að það lenti 1-0 undir. 27. júní 2016 22:45 Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Íslenski boltinn Dramatík í uppbótartíma Enski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Sanngjarn heimasigur Enski boltinn „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Fleiri fréttir Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Rekinn aðeins sex mánuðum eftir að hann yfirgaf Liverpool Mamma og pabbi í stúkunni þegar Emelía skoraði þrennuna í bikarnum Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Sjá meira
Kolbeinn Sigþórsson sagði tilfinnungina ólýsanlega þegar hann skoraði sigurmark Íslands gegn Englandi í 16-liða úrslitum á EM í Frakklandi í kvöld. „Þetta er nátturlega draumi líkast. Ég er hrikalega ánægður með hvernig við komum til baka í þessum leik," sagði Kolbeinn við Vísi í leikslok. „Bara strax eftir að við skoruðum jöfnum við og að vera komnir yfir eftir tuttugu mínútur gegn Englendingum er stórkostlegt." „Við vorum bara betri aðilinn. Þeir áttu engin svör við varnarleiknum og við áttum sjálfir dauðafæri í þessum leik. Við hefðum getað bætt við í endann." Úr stúkunni virtist Englendingar vera búnir að gefast upp eftir rúmlega sextíu mínútur, en líkamstjáning þeirra var ekki góð. Var það upplifun strákana á vellinum líka? „Algjörlega. Þeir áttu engin svör, en í síðari hálfleik voru þeir bara búnir að tapa þessu. Það er fáránlegt að vera komnir í átta liða úrslitin og hvernig við erum að gera það er stórkostlegt." „Stuðningurinn sem við höfum fengið frá allri þjóðinni er frábær og það er nátturlega bara að gefa okkur heilmikið. Við erum að spila fyrir þjóðina með hjartanu og ég held að þjóðin sjái það." „Hún er með okkur í þessu og það er frábært að geta glatt fólkið heima með þessum sigrum. Nú er bara að fara til París og vinna Frakkana." Kolbeinn valdi heldur betur réttan tímapunkt til að skora fyrsta mark sitt í mótinu, en einnig var þetta fyrsta skot hans á markið í mótinu og það fór inn. „Heldur betur. Þetta var frábært fyrir mig að skora þarna, en ég hélt að hann myndi verja þetta. Hann var aðeins seinn niður og mómentið þegar hann var inni var ólýsanlegt." Íslenska liðið eyddi stundarfjórðung með íslenska liðinu eftir leikinn, en Kolbeinn segir að samstaðan milli stuðningsmanna og liðsins sé æðisleg. „Í stúkunni eru vinir og fjölskylda og að geta upplifað þetta með fólkinu er æðislegt. Þetta verður bara gaman á sunnudaginn. Við förum inn í leikinn á sunnuadginn til að vinna hann," sagði Kolbeinn að lokum.
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Umfjöllun: England - Ísland 1-2 | Strákarnir sendu Englendinga heim Kolbeinn Sigþórsson skoraði sigurmarkið fyrir íslenska liðið eftir að það lenti 1-0 undir. 27. júní 2016 22:45 Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Íslenski boltinn Dramatík í uppbótartíma Enski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Sanngjarn heimasigur Enski boltinn „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Fleiri fréttir Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Rekinn aðeins sex mánuðum eftir að hann yfirgaf Liverpool Mamma og pabbi í stúkunni þegar Emelía skoraði þrennuna í bikarnum Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Sjá meira
Umfjöllun: England - Ísland 1-2 | Strákarnir sendu Englendinga heim Kolbeinn Sigþórsson skoraði sigurmarkið fyrir íslenska liðið eftir að það lenti 1-0 undir. 27. júní 2016 22:45