Höddi Magg hvetur KSÍ til að bjóða Gunnleifi á leikinn við Frakka | Myndband Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 28. júní 2016 09:55 Sumarmessan var á dagskrá Stöðvar 2 Sports í gærkvöldi en þar fór Hörður Magnússon yfir leik Íslands og Englands í 16-liða úrslitum á EM 2016 ásamt gestum sínum, Gunnleifi Gunnleifssyni og Tryggva Guðmundsson. Gunnleifur hefur verið í íslenska landsliðshópnum undanfarin ár en var ekki valinn í lokahópinn fyrir EM. Hann var hins vegar á svokölluðum biðlista ásamt fimm öðrum leikmönnum. Hörður stakk upp á því í gær að KSÍ ætti að bjóða Gunnleifi og eiginkonu hans á leikinn gegn Frakklandi í 8-liða úrslitum á Stade de France á sunnudagskvöldið. „KSÍ gerði auðvitað vel að bjóða nokkrum stuðningsmönnum Tólfunnar á þennan leik [gegn Englandi],“ sagði Hörður. „En ég sit hérna við hliðina á manni sem heitir Gunnleifur Gunnleifsson og mér finnst að KSÍ eigi að bjóða honum, og hinum sem voru á þessum biðlista, á leikinn á sunnudaginn ásamt konum þeirra.“ Máli sínu til stuðnings vísaði Hörður til framlags Gunnleifs til íslensks fótbolta. „Ég veit að þú ferð hjá þér Gulli og þú vissir ekkert af þessu. En þú hefur gert það mikið fyrir íslenskan fótbolta og verið lengi í landsliðinu,“ sagði Hörður en Gunnleifur hefur leikið 26 landsleiki fyrir Íslands hönd. Gunnleifur og félagar hans í Breiðabliki eiga reyndar bikarleik við ÍBV á sunnudaginn klukkan 16:00 en það er spurning hvort sá leikur verður færður til.Innslagið í heild sinni má sjá hér að ofan. EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Grein Morgunblaðsins til skammar Sport United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Fleiri fréttir Manchester United búið að kauða Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Sara Björk lagði upp í stórsigri Vigdís Lilja seld til Anderlecht Sjá meira
Sumarmessan var á dagskrá Stöðvar 2 Sports í gærkvöldi en þar fór Hörður Magnússon yfir leik Íslands og Englands í 16-liða úrslitum á EM 2016 ásamt gestum sínum, Gunnleifi Gunnleifssyni og Tryggva Guðmundsson. Gunnleifur hefur verið í íslenska landsliðshópnum undanfarin ár en var ekki valinn í lokahópinn fyrir EM. Hann var hins vegar á svokölluðum biðlista ásamt fimm öðrum leikmönnum. Hörður stakk upp á því í gær að KSÍ ætti að bjóða Gunnleifi og eiginkonu hans á leikinn gegn Frakklandi í 8-liða úrslitum á Stade de France á sunnudagskvöldið. „KSÍ gerði auðvitað vel að bjóða nokkrum stuðningsmönnum Tólfunnar á þennan leik [gegn Englandi],“ sagði Hörður. „En ég sit hérna við hliðina á manni sem heitir Gunnleifur Gunnleifsson og mér finnst að KSÍ eigi að bjóða honum, og hinum sem voru á þessum biðlista, á leikinn á sunnudaginn ásamt konum þeirra.“ Máli sínu til stuðnings vísaði Hörður til framlags Gunnleifs til íslensks fótbolta. „Ég veit að þú ferð hjá þér Gulli og þú vissir ekkert af þessu. En þú hefur gert það mikið fyrir íslenskan fótbolta og verið lengi í landsliðinu,“ sagði Hörður en Gunnleifur hefur leikið 26 landsleiki fyrir Íslands hönd. Gunnleifur og félagar hans í Breiðabliki eiga reyndar bikarleik við ÍBV á sunnudaginn klukkan 16:00 en það er spurning hvort sá leikur verður færður til.Innslagið í heild sinni má sjá hér að ofan.
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Grein Morgunblaðsins til skammar Sport United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Fleiri fréttir Manchester United búið að kauða Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Sara Björk lagði upp í stórsigri Vigdís Lilja seld til Anderlecht Sjá meira