Sá besti í heimi þorir ekki til Ríó út af Zika veirunni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. júní 2016 13:45 Jason Day, kona hans Ellie og börnin þeirra Dash og Lucy. Vísir/Getty Jason Day, sem er efstur á heimslistanum í golfi, hefur bæst í hóp þeirra íþróttamanna sem ætla ekki að fara á Ólympíuleikana í Ríó vegna ótta við Zika veiruna. Golf er nú í fyrsta sinn á Ólympíuleikum í 112 ár eða síðan á Ólympíuleikunum í St. Louis í Bandaríkjunum árið 1904. Það var því mikil spenna fyrir keppninni á leikunum og sumir farnir að tala um það sem fimmta risamótið á árinu 2016. Zika veiran hefur hinsvegar breytt miklu og að því virðist meira fyrir golfið en fyrir aðrar íþróttagreinar á leikunum. Ástralski kylfingurinn sendi frá sér fréttatilkynningu í dag þar sem hann það sé með mikill eftirsjá að hann dragi sig út en það sé vegna ótta síns við að smitast af Zika veirunni sem myndi í framhaldinu setja ófædd börn sín í hættu. Time segir frá eins og fleiri miðlar. Jason Day er 28 ára gamall og á tvö börn með konu sinni Ellie Harvey en þau eru fædd 2012 og 2015. Hann hefur verið í efsta sæti heimslistans frá því 27. mars eða í 14 vikur. Hann var einnig efstur í eina viku í september 2015 og í þrjár vikur frá 18. október til 7. nóvember 2015. Jason Day vann PGA-meistaramótið á síðasta ári og hefur verið meðal tíu efstu á tveimur fyrstu risamótum ársins 2016, í 10. sæti á Mastersmótinu og í 8. sæti á US Open. Í síðustu viku sagðist Rory McIlroy vera hættur við að fara til Ríó vegna áhyggna sinna yfir Zika-faraldrinum. Alls hafa fimm þekktir kylfingar hætt við að fljúga til Ríó í ágúst og það er allt eins líklega að sú tala muni hætta. Golf Zíka Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Fótbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Jason Day, sem er efstur á heimslistanum í golfi, hefur bæst í hóp þeirra íþróttamanna sem ætla ekki að fara á Ólympíuleikana í Ríó vegna ótta við Zika veiruna. Golf er nú í fyrsta sinn á Ólympíuleikum í 112 ár eða síðan á Ólympíuleikunum í St. Louis í Bandaríkjunum árið 1904. Það var því mikil spenna fyrir keppninni á leikunum og sumir farnir að tala um það sem fimmta risamótið á árinu 2016. Zika veiran hefur hinsvegar breytt miklu og að því virðist meira fyrir golfið en fyrir aðrar íþróttagreinar á leikunum. Ástralski kylfingurinn sendi frá sér fréttatilkynningu í dag þar sem hann það sé með mikill eftirsjá að hann dragi sig út en það sé vegna ótta síns við að smitast af Zika veirunni sem myndi í framhaldinu setja ófædd börn sín í hættu. Time segir frá eins og fleiri miðlar. Jason Day er 28 ára gamall og á tvö börn með konu sinni Ellie Harvey en þau eru fædd 2012 og 2015. Hann hefur verið í efsta sæti heimslistans frá því 27. mars eða í 14 vikur. Hann var einnig efstur í eina viku í september 2015 og í þrjár vikur frá 18. október til 7. nóvember 2015. Jason Day vann PGA-meistaramótið á síðasta ári og hefur verið meðal tíu efstu á tveimur fyrstu risamótum ársins 2016, í 10. sæti á Mastersmótinu og í 8. sæti á US Open. Í síðustu viku sagðist Rory McIlroy vera hættur við að fara til Ríó vegna áhyggna sinna yfir Zika-faraldrinum. Alls hafa fimm þekktir kylfingar hætt við að fljúga til Ríó í ágúst og það er allt eins líklega að sú tala muni hætta.
Golf Zíka Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Fótbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira