Ragnar Sigurðsson bestur í íslenska liðinu á EM | Meðaleinkunnir strákanna okkar Tómas Þór Þórðarson skrifar 28. júní 2016 20:30 Ragnar Sigurðsson og Kári Árnason eru tveir efstir. vísir/Getty Ragnar Sigurðsson, miðvörður íslenska landsliðsins í fótbolta, hefur verið besti leikmaður strákanna okkar á Evrópumótinu í fótbolta samkvæmt einkunnagjöf Vísis. Eftir hvern leik á Evrópumótinu gefa blaðamenn Fréttablaðsins og Vísis öllum byrjunarliðsmönnum íslenska liðsins einkunn frá einum og upp í tíu og þeim varamönnum sem koma inn á fyrir 70. mínútu. Ragnar, sem fékk tíu í einkunn eða fullt hús fyrir frammistöðuna gegn Englandi, er með meðaleinkunnina 8,5 og hefur í tvígang verið valinn maður leiksins (Ungverjaland og England). Miðvörðurinn hefur verið alveg magnaður á mótinu. Félagi hans í miðri vörninni, Kári Árnason, kemur næstur með 8,25 í meðaleinkunn en hann hefur einu sinni verið valinn maður leiksins. Það var fyrir frammistöðu hans gegn Austurríki í leiknum sem tryggði íslenska liðinu annað sætið í F-riðli. Birkir Bjarnason er í þriðja sæti með átta í meðaleinkunn en ljóshærði víkingurinn skoraði jöfnunarmarkið gegn Portúgal og hefur verið gríðarlega mikilvægur jafnt í varnar- og sóknarleik liðsins. Hannes Þór Halldórsson, markvörður Íslands, er svo í fjórða til sjöunda sæti með 7,75 í meðaleinkunn ásamt Gylfa Þór Sigurðssyni, Jóni Daða Böðvarssyni og Kolbeini Sigþórssyni. Hannes er sá þriðji sem hefur hlotið nafnbótina maður leiksins en hana fékk markvörðurinn fyrir frammistöðu sína gegn Portúgal í fyrsta leik mótsins. Aðeins byrjunarliðið, sem hefur verið óbreytt frá byrjun móts, hefur fengið einkunnir í öllum fjórum leikjunum en einkunnir allra ellefu leikmannanna og meðaleinkunnina hjá þeim má sjá hér að neðan.Ragnar Sigurðsson 8,5 Portúgal: 7Ungverjaland: 9 ML Austurríki 8England: 10 MLKári Árnason 8,25 Portúgal: 7 Ungverjaland: 8Austurríki: 9 ML England: 9Birkir Bjarnason 8 Portúgal: 8 Ungverjaland: 8 Austurríki: 7 England: 9Gylfi Þór Sigurðsson 7,75 Portúgal: 6 Ungverjaland: 8 Austurríki: 8 England: 9Hannes Þór Halldórsson 7,75Portúgal: 8 ML Ungverjaland: 7 Austurríki: 8 England: 8Jón Daði Böðvarsson 7,75 Portúgal: 8 Ungverjaland: 7 Austurríki: 8 England: 8Kolbeinn Sigþórsson 7,75 Portúgal: 8 Ungverjaland: 8 Austurríki: 7 England: 8Aron Einar Gunnarsson 7,5 Portúgal: 7 Ungverjaland: 7 Austurríki: 8 England: 8Birkir Már Sævarsson 7,25 Portúgal: 7 Ungverjaland: 7 Austurríki: 7 England: 8Ari Freyr Skúlason 7 Portúgal: 7 Ungverjaland: 7 Austurríki: 6 England: 8Jóhann Berg Guðmundsson 7 Portúgal: 7 Ungverjaland: 7 Austurríki: 7 England: 7 EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir ESPN: Sigur Íslands á Englandi sjöundu óvæntustu úrslitin í sögunni Í tilefni af sigri Íslands á Englandi í 16-liða úrslitum á EM í Frakklandi í gær fór ESPN yfir 10 óvæntustu úrslitin í landsleikjum frá upphafi. 28. júní 2016 17:45 "Ísland er lélegasta lið sem ég hef séð en það vann England“ Enskir stuðningsmenn voru teknir tali eftir tapið í Nice í gærkvöldi og sumir voru niðurbrotnir. 28. júní 2016 23:00 Íslandsvinurinn Roger Bennett skálar í Brennivíni og rífur hausinn af Roy Hodgson Sjáðu virkilega skemmtilega umfjöllun Men in Blazers um sigur Íslands á Englandi. 28. júní 2016 19:00 Ísland ósigrað í síðustu tólf landsleikjum sem Hannes hefur spilað Hannes Þór Halldórsson hefur spilað einstaklega vel í marki Íslands á EM í Frakklandi. 28. júní 2016 19:45 Spilaði ekki mínútu á EM en ertu að grínast með móttökurnar | Myndband Norður-írska landsliðið fékk frábærar móttökur þegar liðið snéri heim til Belfast eftir Evrópumótið í Frakkalandi þar sem liðið komst í sextán liða úrslitin á sínu fyrsta EM. 28. júní 2016 22:30 Mest lesið Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Síðasti séns á að vinna milljónir Fótbolti Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Handbolti Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ Fótbolti Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Fær ekki heimsmet sitt viðurkennt: „Þetta er kjánalegt“ Sport Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Enski boltinn Sex hafa ekkert spilað á EM Fótbolti Ajax riftir samningi Jordans Henderson Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Ísland - Noregur | Stelpurnar okkar spila upp á stoltið Myndaveisla: Íslensk yfirtaka í Thun og vonast eftir fyrsta sigrinum Á góðum stað fyrir mikil átök Fjórir eru tveimur leikjum frá því að vinna sjö titla á einu ári Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ EM í dag: Hungur í sigur, þreytandi vörður og næstum stærsta skúbb mótsins „Miklu skemmtilegra að vera í þessari baráttu“ Arsenal eflir miðjuna enn frekar Sex hafa ekkert spilað á EM Sjáðu strákana á N1 mótinu sýna snilli sína Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ajax riftir samningi Jordans Henderson Síðasti séns á að vinna milljónir Missum Hondúras upp fyrir okkur en höldum sama sæti á FIFA listanum Missir af leik á EM vegna höfuðmeiðsla Messi í stuði í nótt og nældi sér í enn eitt metið Algjörir yfirburðir PSG gegn Real Madrid United boðið að skrapa botninn á tunnunni Samþykkja tilboð Tottenham í Kudus Frakkar sýndu styrk sinn Ancelotti dæmdur fyrir skattsvik Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Englendingar hrukku heldur betur í gang Lyon heldur sæti sínu í deildinni eftir allt saman EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan „Vissulega eru það vonbrigði“ „Þetta er það sem að mann dreymdi um“ „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Sjá meira
Ragnar Sigurðsson, miðvörður íslenska landsliðsins í fótbolta, hefur verið besti leikmaður strákanna okkar á Evrópumótinu í fótbolta samkvæmt einkunnagjöf Vísis. Eftir hvern leik á Evrópumótinu gefa blaðamenn Fréttablaðsins og Vísis öllum byrjunarliðsmönnum íslenska liðsins einkunn frá einum og upp í tíu og þeim varamönnum sem koma inn á fyrir 70. mínútu. Ragnar, sem fékk tíu í einkunn eða fullt hús fyrir frammistöðuna gegn Englandi, er með meðaleinkunnina 8,5 og hefur í tvígang verið valinn maður leiksins (Ungverjaland og England). Miðvörðurinn hefur verið alveg magnaður á mótinu. Félagi hans í miðri vörninni, Kári Árnason, kemur næstur með 8,25 í meðaleinkunn en hann hefur einu sinni verið valinn maður leiksins. Það var fyrir frammistöðu hans gegn Austurríki í leiknum sem tryggði íslenska liðinu annað sætið í F-riðli. Birkir Bjarnason er í þriðja sæti með átta í meðaleinkunn en ljóshærði víkingurinn skoraði jöfnunarmarkið gegn Portúgal og hefur verið gríðarlega mikilvægur jafnt í varnar- og sóknarleik liðsins. Hannes Þór Halldórsson, markvörður Íslands, er svo í fjórða til sjöunda sæti með 7,75 í meðaleinkunn ásamt Gylfa Þór Sigurðssyni, Jóni Daða Böðvarssyni og Kolbeini Sigþórssyni. Hannes er sá þriðji sem hefur hlotið nafnbótina maður leiksins en hana fékk markvörðurinn fyrir frammistöðu sína gegn Portúgal í fyrsta leik mótsins. Aðeins byrjunarliðið, sem hefur verið óbreytt frá byrjun móts, hefur fengið einkunnir í öllum fjórum leikjunum en einkunnir allra ellefu leikmannanna og meðaleinkunnina hjá þeim má sjá hér að neðan.Ragnar Sigurðsson 8,5 Portúgal: 7Ungverjaland: 9 ML Austurríki 8England: 10 MLKári Árnason 8,25 Portúgal: 7 Ungverjaland: 8Austurríki: 9 ML England: 9Birkir Bjarnason 8 Portúgal: 8 Ungverjaland: 8 Austurríki: 7 England: 9Gylfi Þór Sigurðsson 7,75 Portúgal: 6 Ungverjaland: 8 Austurríki: 8 England: 9Hannes Þór Halldórsson 7,75Portúgal: 8 ML Ungverjaland: 7 Austurríki: 8 England: 8Jón Daði Böðvarsson 7,75 Portúgal: 8 Ungverjaland: 7 Austurríki: 8 England: 8Kolbeinn Sigþórsson 7,75 Portúgal: 8 Ungverjaland: 8 Austurríki: 7 England: 8Aron Einar Gunnarsson 7,5 Portúgal: 7 Ungverjaland: 7 Austurríki: 8 England: 8Birkir Már Sævarsson 7,25 Portúgal: 7 Ungverjaland: 7 Austurríki: 7 England: 8Ari Freyr Skúlason 7 Portúgal: 7 Ungverjaland: 7 Austurríki: 6 England: 8Jóhann Berg Guðmundsson 7 Portúgal: 7 Ungverjaland: 7 Austurríki: 7 England: 7
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir ESPN: Sigur Íslands á Englandi sjöundu óvæntustu úrslitin í sögunni Í tilefni af sigri Íslands á Englandi í 16-liða úrslitum á EM í Frakklandi í gær fór ESPN yfir 10 óvæntustu úrslitin í landsleikjum frá upphafi. 28. júní 2016 17:45 "Ísland er lélegasta lið sem ég hef séð en það vann England“ Enskir stuðningsmenn voru teknir tali eftir tapið í Nice í gærkvöldi og sumir voru niðurbrotnir. 28. júní 2016 23:00 Íslandsvinurinn Roger Bennett skálar í Brennivíni og rífur hausinn af Roy Hodgson Sjáðu virkilega skemmtilega umfjöllun Men in Blazers um sigur Íslands á Englandi. 28. júní 2016 19:00 Ísland ósigrað í síðustu tólf landsleikjum sem Hannes hefur spilað Hannes Þór Halldórsson hefur spilað einstaklega vel í marki Íslands á EM í Frakklandi. 28. júní 2016 19:45 Spilaði ekki mínútu á EM en ertu að grínast með móttökurnar | Myndband Norður-írska landsliðið fékk frábærar móttökur þegar liðið snéri heim til Belfast eftir Evrópumótið í Frakkalandi þar sem liðið komst í sextán liða úrslitin á sínu fyrsta EM. 28. júní 2016 22:30 Mest lesið Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Síðasti séns á að vinna milljónir Fótbolti Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Handbolti Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ Fótbolti Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Fær ekki heimsmet sitt viðurkennt: „Þetta er kjánalegt“ Sport Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Enski boltinn Sex hafa ekkert spilað á EM Fótbolti Ajax riftir samningi Jordans Henderson Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Ísland - Noregur | Stelpurnar okkar spila upp á stoltið Myndaveisla: Íslensk yfirtaka í Thun og vonast eftir fyrsta sigrinum Á góðum stað fyrir mikil átök Fjórir eru tveimur leikjum frá því að vinna sjö titla á einu ári Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ EM í dag: Hungur í sigur, þreytandi vörður og næstum stærsta skúbb mótsins „Miklu skemmtilegra að vera í þessari baráttu“ Arsenal eflir miðjuna enn frekar Sex hafa ekkert spilað á EM Sjáðu strákana á N1 mótinu sýna snilli sína Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ajax riftir samningi Jordans Henderson Síðasti séns á að vinna milljónir Missum Hondúras upp fyrir okkur en höldum sama sæti á FIFA listanum Missir af leik á EM vegna höfuðmeiðsla Messi í stuði í nótt og nældi sér í enn eitt metið Algjörir yfirburðir PSG gegn Real Madrid United boðið að skrapa botninn á tunnunni Samþykkja tilboð Tottenham í Kudus Frakkar sýndu styrk sinn Ancelotti dæmdur fyrir skattsvik Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Englendingar hrukku heldur betur í gang Lyon heldur sæti sínu í deildinni eftir allt saman EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan „Vissulega eru það vonbrigði“ „Þetta er það sem að mann dreymdi um“ „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Sjá meira
ESPN: Sigur Íslands á Englandi sjöundu óvæntustu úrslitin í sögunni Í tilefni af sigri Íslands á Englandi í 16-liða úrslitum á EM í Frakklandi í gær fór ESPN yfir 10 óvæntustu úrslitin í landsleikjum frá upphafi. 28. júní 2016 17:45
"Ísland er lélegasta lið sem ég hef séð en það vann England“ Enskir stuðningsmenn voru teknir tali eftir tapið í Nice í gærkvöldi og sumir voru niðurbrotnir. 28. júní 2016 23:00
Íslandsvinurinn Roger Bennett skálar í Brennivíni og rífur hausinn af Roy Hodgson Sjáðu virkilega skemmtilega umfjöllun Men in Blazers um sigur Íslands á Englandi. 28. júní 2016 19:00
Ísland ósigrað í síðustu tólf landsleikjum sem Hannes hefur spilað Hannes Þór Halldórsson hefur spilað einstaklega vel í marki Íslands á EM í Frakklandi. 28. júní 2016 19:45
Spilaði ekki mínútu á EM en ertu að grínast með móttökurnar | Myndband Norður-írska landsliðið fékk frábærar móttökur þegar liðið snéri heim til Belfast eftir Evrópumótið í Frakkalandi þar sem liðið komst í sextán liða úrslitin á sínu fyrsta EM. 28. júní 2016 22:30