Erlendar rútur raska ró Samtaka ferðaþjónustu Þórdís Valsdóttir skrifar 29. júní 2016 06:00 Samtök ferðaþjónustunnar hafa sent fyrirspurn til Ríkisskattstjóra og tollayfirvalda vegna erlendra rútufyrirtækja sem starfa hér á landi. Fréttablaðið/Vilhelm Samtök ferðaþjónustunnar hafa sent fyrirspurn til ríkisskattstjóra og tollayfirvalda vegna erlendra rútufyrirtækja sem starfa hér á landi. Um er að ræða rútur sem koma hingað til lands með Norrænu. „Það hefur viðgengist að erlendar rútur séu hér með erlenda starfsmenn en það sem er nýtt er að öll starfsemi hér á landi er varðar ferðamenn og flutning ferðamanna er virðisaukaskattskyld,“ segir Gunnar Valur Sveinsson, verkefnastjóri hjá Samtökum ferðaþjónustunnar. Hann segir að samtökunum hafi borist ábendingar frá íslenskum ferðaþjónustuaðilum þar sem grunur leikur á að erlendir aðilar séu starfandi hér á landi og greiði ekki virðisaukaskatt af þeirri starfsemi. Frá áramótum hafa fólksflutningar verið virðisaukaskattskyldir og tekur skattskyldan jafnt til innlendra sem erlendra fyrirtækja. Samkvæmt reglugerð um ýmis tollfríðindi er heimilt fyrir erlendar rútur að koma hingað til lands með tiltekinn hóp og fá þá akstursleyfi án greiðslu aðflutningsgjalda. Steinþór Ólafsson leiðsögumaður segir að mikið hafi borið á því að þeir erlendu aðilar sem koma hingað til lands stundi meiri starfsemi en heimilt er og taki marga hópa í hverri ferð, án þess að greiða tilskilin gjöld. Steinþór segir erlenda aðila undirbjóða íslenska markaðinn og að verð fyrir leigu á slíkum bílum sé töluvert lægra en gengur og gerist. „Launin eru líka mun lægri en við þekkjum hér, en einn bílstjóranna sagði mér að launin hans væru um 45 evrur á dag, eða um 6.500 krónur.“ Gunnar Valur bendir á mikilvægi þess að aðilar á markaði búi við sambærileg samkeppnisskilyrði hvað varðar skil á sköttum. Kári Gunnlaugsson, yfirtollvörður í Keflavík, segir að tollayfirvöld hafi reynt að uppræta slíka starfsemi. „Þegar gert er út á það að undirbjóða og taka marga hópa til lengri tíma þá reynum við að stoppa það eins og við getum,“ segir Kári. Hann segir þó að erfitt geti reynst að hafa eftirlit með slíkri starfsemi. Samkvæmt upplýsingum frá ríkisskattstjóra hefur embættið á hendi öflugt eftirlit meðal annars með því að leggja mat á ábendingar sem berast. Embættið hefur hins vegar ekki heimild til að veita upplýsingar um einstaka mál. Gunnar Valur segir að málið sé nú í ferli hjá þar til bærum eftirlitsaðilum sem fara með málið samkvæmt gildandi lögum.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 29. júní. Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Máttu ekki banna fréttamenn AP Erlent Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Innlent Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Erlent Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Innlent Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Erlent Fleiri fréttir Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Sjá meira
Samtök ferðaþjónustunnar hafa sent fyrirspurn til ríkisskattstjóra og tollayfirvalda vegna erlendra rútufyrirtækja sem starfa hér á landi. Um er að ræða rútur sem koma hingað til lands með Norrænu. „Það hefur viðgengist að erlendar rútur séu hér með erlenda starfsmenn en það sem er nýtt er að öll starfsemi hér á landi er varðar ferðamenn og flutning ferðamanna er virðisaukaskattskyld,“ segir Gunnar Valur Sveinsson, verkefnastjóri hjá Samtökum ferðaþjónustunnar. Hann segir að samtökunum hafi borist ábendingar frá íslenskum ferðaþjónustuaðilum þar sem grunur leikur á að erlendir aðilar séu starfandi hér á landi og greiði ekki virðisaukaskatt af þeirri starfsemi. Frá áramótum hafa fólksflutningar verið virðisaukaskattskyldir og tekur skattskyldan jafnt til innlendra sem erlendra fyrirtækja. Samkvæmt reglugerð um ýmis tollfríðindi er heimilt fyrir erlendar rútur að koma hingað til lands með tiltekinn hóp og fá þá akstursleyfi án greiðslu aðflutningsgjalda. Steinþór Ólafsson leiðsögumaður segir að mikið hafi borið á því að þeir erlendu aðilar sem koma hingað til lands stundi meiri starfsemi en heimilt er og taki marga hópa í hverri ferð, án þess að greiða tilskilin gjöld. Steinþór segir erlenda aðila undirbjóða íslenska markaðinn og að verð fyrir leigu á slíkum bílum sé töluvert lægra en gengur og gerist. „Launin eru líka mun lægri en við þekkjum hér, en einn bílstjóranna sagði mér að launin hans væru um 45 evrur á dag, eða um 6.500 krónur.“ Gunnar Valur bendir á mikilvægi þess að aðilar á markaði búi við sambærileg samkeppnisskilyrði hvað varðar skil á sköttum. Kári Gunnlaugsson, yfirtollvörður í Keflavík, segir að tollayfirvöld hafi reynt að uppræta slíka starfsemi. „Þegar gert er út á það að undirbjóða og taka marga hópa til lengri tíma þá reynum við að stoppa það eins og við getum,“ segir Kári. Hann segir þó að erfitt geti reynst að hafa eftirlit með slíkri starfsemi. Samkvæmt upplýsingum frá ríkisskattstjóra hefur embættið á hendi öflugt eftirlit meðal annars með því að leggja mat á ábendingar sem berast. Embættið hefur hins vegar ekki heimild til að veita upplýsingar um einstaka mál. Gunnar Valur segir að málið sé nú í ferli hjá þar til bærum eftirlitsaðilum sem fara með málið samkvæmt gildandi lögum.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 29. júní.
Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Máttu ekki banna fréttamenn AP Erlent Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Innlent Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Erlent Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Innlent Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Erlent Fleiri fréttir Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Sjá meira