Virtu ekki fornan sið um kirkjugrið Kristjana Björg Gunnarsdóttir skrifar 29. júní 2016 07:00 Kristín Þórunn Tómasdóttir sóknarprestur Laugarneskirkju segir kerfið þarfnast endurskoðunar. Fréttablaðið/GVA Lögregla flutti tvo hælisleitendur, Majed og Ali Nasir, sem höfðu leitað skjóls í Laugarneskirkju með valdi til Noregs í gærmorgun. „Þetta var erfið stund og lét engan ósnortinn sem tók þátt,“ segir Kristín Þórunn Tómasdóttir, sóknarprestur í Laugarneskirkju. Umsóknir mannanna voru afgreiddar af hálfu Útlendingastofnunar á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar því norsk yfirvöld höfðu þegar móttekið umsóknir þeirra um hæli. Útlendingastofnun sendi frá sér yfirlýsingu og sagði norsk yfirvöld hafa gengist við ábyrgð sinni. Ekkert benti til þess að mennirnir fengju ekki réttláta meðferð í Noregi. Umsækjendurnir kærðu ákvörðun Útlendingastofnunar til kærunefndar útlendingamála sem staðfesti niðurstöðu stofnunarinnar. Úrskurðum kærunefndar var ekki skotið til dómstóla. Skjólið var veitt í Laugarneskirkju með vilyrði biskupsembættisins og gripið til þessa úrræðis í von um að lögregla myndi virða forna siði um kirkjugrið. „Við vitum núna að við stöðvum ekki brottvísanir með þessum hætti,“ segir Kristín. Þrátt fyrir það þurfi að taka kerfið til gagngerrar endurskoðunar. „Stjórnvöld verða að hætta að skýla sér á bak við Dyflinnarreglugerðina í stað þess að veita hverjum einstaklingi efnislega meðferð og þannig sýna honum þá virðingu sem hann á skilið,“ segir Kristín. Stundin birti myndband af brottflutningnum í Laugarneskirkju. Flóttamenn Mest lesið Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Innlent „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Eldur logar á Siglufirði Innlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Innlent Fleiri fréttir Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar Sjá meira
Lögregla flutti tvo hælisleitendur, Majed og Ali Nasir, sem höfðu leitað skjóls í Laugarneskirkju með valdi til Noregs í gærmorgun. „Þetta var erfið stund og lét engan ósnortinn sem tók þátt,“ segir Kristín Þórunn Tómasdóttir, sóknarprestur í Laugarneskirkju. Umsóknir mannanna voru afgreiddar af hálfu Útlendingastofnunar á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar því norsk yfirvöld höfðu þegar móttekið umsóknir þeirra um hæli. Útlendingastofnun sendi frá sér yfirlýsingu og sagði norsk yfirvöld hafa gengist við ábyrgð sinni. Ekkert benti til þess að mennirnir fengju ekki réttláta meðferð í Noregi. Umsækjendurnir kærðu ákvörðun Útlendingastofnunar til kærunefndar útlendingamála sem staðfesti niðurstöðu stofnunarinnar. Úrskurðum kærunefndar var ekki skotið til dómstóla. Skjólið var veitt í Laugarneskirkju með vilyrði biskupsembættisins og gripið til þessa úrræðis í von um að lögregla myndi virða forna siði um kirkjugrið. „Við vitum núna að við stöðvum ekki brottvísanir með þessum hætti,“ segir Kristín. Þrátt fyrir það þurfi að taka kerfið til gagngerrar endurskoðunar. „Stjórnvöld verða að hætta að skýla sér á bak við Dyflinnarreglugerðina í stað þess að veita hverjum einstaklingi efnislega meðferð og þannig sýna honum þá virðingu sem hann á skilið,“ segir Kristín. Stundin birti myndband af brottflutningnum í Laugarneskirkju.
Flóttamenn Mest lesið Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Innlent „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Eldur logar á Siglufirði Innlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Innlent Fleiri fréttir Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar Sjá meira