Gott að hafa Eddu öskrandi á hliðarlínunni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. júní 2016 06:00 Ásdís Karen Halldórsdóttir í leik með KR-liðinu í sumar. Vísir/Eyþór Ásdís Karen Halldórsdóttir og félagar í kvennaliði KR afrekuðu það í júní sem karlaliðinu tókst ekki – að vinna leik. Sá sigur var ekki aðeins fyrsti sigur KR-liðsins í Pepsi-deild kvenna í sumar heldur örugglega einn sá dramatískasti á öllu fótboltasumrinu hér heima. Það stefndi þó allt í sigur Selfoss tólf mínútum fyrir leikslok þegar staðan var 3-1 fyrir gestina frá Selfossi. Ungu stelpurnar í KR-liðinu tóku það hins vegar ekki í mál að tapa aftur á heimavelli eins og á móti FH á dögunum.Erum með sterka karaktera „Ég eiginlega veit ekki hvernig við fórum að þessu. Mér fannst við ekkert vera síðri í leiknum en þær komast samt í 3-1. Það var bara góður karakter hjá okkur að ná að vinna þetta upp,“ segir Ásdís og bætti við: „Við náðum góðu stigi á móti bæði Val og Þór/KA en hefðum kannski átt að vinna FH. Þetta var því mjög mikilvægur sigur,“ segir Ásdís. „Við erum með góða liðsheild og erum bara með gott lið. Það er gaman að spila með þessu liði. Við erum með mjög sterka karaktera innan liðsins og auðvitað líka með góða leikmenn þó að við séum ungar. Við sýndum það að allt er hægt með því að skora þrjú mörk á sjö mínútum. Það er hægt þó að við tryðum því kannski ekki alveg fyrir þennan leik,“ segir Ásdís. Ásdís Karen Halldórsdóttir gerði heldur betur sitt í leiknum því hún skoraði tvö mörk og jafnaði leikinn í bæði 1-1 og svo 3-3. „Það er alltaf gaman að skora,“ segir Ásdís en dómari leiksins skráði þó fyrra markið ekki á hana þótt hún hafi skorað. „Ég skil það ekki alveg. Ég þarf að láta breyta þessu,“ sagði Ásdís Karen hlæjandi. Hún hefur átt þátt í fjórum af sjö mörkum KR í sumar, skorað þrjú sjálf og átt eina stoðsendingu. Ekki slæmt fyrir sautján ára stelpu að stíga sín fyrstu skref sem lykilmaður í Pepsi-deild kvenna.Vísir/EyþórEdda mjög góður þjálfari Edda Garðarsdóttir þjálfar KR-konur og Ásdís Karen er ánægð þjálfarann sinn. Það er hins vegar alltof sjaldgæft að konur séu að þjálfa í kvennadeildinni. „Hún er mjög góður þjálfari. Hún er góð að peppa okkur upp fyrir leiki og svona. Það er líka gott að hafa hana öskrandi á hliðarlínunni. Við viljum vinna alla leiki og þá sérstaklega hún. Við mætum í alla leiki til þess að vinna þá þegar hún er að þjálfa okkur. Við berum mikla virðingu fyrir því sem hún hefur afrekað og við vitum að hún kann þetta,“ segir Ásdís. En hver eru hennar markmið í sumar?Viljum ekki vera í fallbaráttu „Ég stefni alltaf að því að standa mig sem best og skora fleiri mörk. Fyrst og fremst er markmiðið sett á það að vinna fleiri leiki. Við viljum ekkert vera í fallbaráttu því það er ekki stefnan heldur að koma okkur ofar í töflunni. Ég geri bara allt sem ég get til þess að KR gangi vel,“ segir Ásdís. Karlalið KR tapaði öllum leikjum sínum í júnímánuði og sigurinn á Selfossi var eini sigur félagsins í Pepsi-deildinni í mánuðinum. „Það er kannski meiri leikgleði í gangi hjá okkur en þeim, ég veit það ekki. Ég veit ekki alveg hvað er í gangi hjá þeim. Þær ættu kannski að taka okkur til fyrirmyndar,“ segir Ásdís Karen í léttum tón að lokum. Næsti leikur KR er á móti Fylki í Árbæ í kvöld en sá leikur hefst klukkan 19.15 á Floridanavellinum og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Raygun er hætt: Vildi það ekki en verður að hætta Sport Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Enski boltinn Myndir: Skiltin fuku um koll fyrir leikinn mikilvæga í Kópavogi Fótbolti Þurftu að sauma sautján spor í andlit Barcelona stráksins Fótbolti Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ Handbolti „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ Handbolti CrossFit íþróttafólkið græddi á sigri Trump Sport Slot henti bæði Mourinho og Ancelotti úr efsta sætinu Enski boltinn Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Körfubolti Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Enski boltinn Fleiri fréttir „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Haraldur hættir hjá Víkingi Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Alexander endurnýjar kynnin við Óskar Ákvörðunin hefði verið sú sama ef HK hefði haldið sæti sínu í Bestu deildinni Ákvörðun Ómars kom á óvart: „Þökkum honum fyrir ómetanlegt starf“ Víkingar krefjast refsingar vegna tjónsins en þurfa líklega að treysta á lögreglu Matthías og Kristján taka við Valsliðinu Ómar Ingi þakkar fyrir sig eftir þrjátíu ár Fótboltamamma Íslands í vanda: „Verð að halda með þeim báðum og hvernig fer ég að því?“ Eiður Aron riftir við Vestra Búinn að ná öllu út úr ferlinum: „Finn ég er orðinn sáttur“ Gylfi besti leikmaðurinn í Bestu deildinni samkvæmt tölfræðinni Sjá meira
Ásdís Karen Halldórsdóttir og félagar í kvennaliði KR afrekuðu það í júní sem karlaliðinu tókst ekki – að vinna leik. Sá sigur var ekki aðeins fyrsti sigur KR-liðsins í Pepsi-deild kvenna í sumar heldur örugglega einn sá dramatískasti á öllu fótboltasumrinu hér heima. Það stefndi þó allt í sigur Selfoss tólf mínútum fyrir leikslok þegar staðan var 3-1 fyrir gestina frá Selfossi. Ungu stelpurnar í KR-liðinu tóku það hins vegar ekki í mál að tapa aftur á heimavelli eins og á móti FH á dögunum.Erum með sterka karaktera „Ég eiginlega veit ekki hvernig við fórum að þessu. Mér fannst við ekkert vera síðri í leiknum en þær komast samt í 3-1. Það var bara góður karakter hjá okkur að ná að vinna þetta upp,“ segir Ásdís og bætti við: „Við náðum góðu stigi á móti bæði Val og Þór/KA en hefðum kannski átt að vinna FH. Þetta var því mjög mikilvægur sigur,“ segir Ásdís. „Við erum með góða liðsheild og erum bara með gott lið. Það er gaman að spila með þessu liði. Við erum með mjög sterka karaktera innan liðsins og auðvitað líka með góða leikmenn þó að við séum ungar. Við sýndum það að allt er hægt með því að skora þrjú mörk á sjö mínútum. Það er hægt þó að við tryðum því kannski ekki alveg fyrir þennan leik,“ segir Ásdís. Ásdís Karen Halldórsdóttir gerði heldur betur sitt í leiknum því hún skoraði tvö mörk og jafnaði leikinn í bæði 1-1 og svo 3-3. „Það er alltaf gaman að skora,“ segir Ásdís en dómari leiksins skráði þó fyrra markið ekki á hana þótt hún hafi skorað. „Ég skil það ekki alveg. Ég þarf að láta breyta þessu,“ sagði Ásdís Karen hlæjandi. Hún hefur átt þátt í fjórum af sjö mörkum KR í sumar, skorað þrjú sjálf og átt eina stoðsendingu. Ekki slæmt fyrir sautján ára stelpu að stíga sín fyrstu skref sem lykilmaður í Pepsi-deild kvenna.Vísir/EyþórEdda mjög góður þjálfari Edda Garðarsdóttir þjálfar KR-konur og Ásdís Karen er ánægð þjálfarann sinn. Það er hins vegar alltof sjaldgæft að konur séu að þjálfa í kvennadeildinni. „Hún er mjög góður þjálfari. Hún er góð að peppa okkur upp fyrir leiki og svona. Það er líka gott að hafa hana öskrandi á hliðarlínunni. Við viljum vinna alla leiki og þá sérstaklega hún. Við mætum í alla leiki til þess að vinna þá þegar hún er að þjálfa okkur. Við berum mikla virðingu fyrir því sem hún hefur afrekað og við vitum að hún kann þetta,“ segir Ásdís. En hver eru hennar markmið í sumar?Viljum ekki vera í fallbaráttu „Ég stefni alltaf að því að standa mig sem best og skora fleiri mörk. Fyrst og fremst er markmiðið sett á það að vinna fleiri leiki. Við viljum ekkert vera í fallbaráttu því það er ekki stefnan heldur að koma okkur ofar í töflunni. Ég geri bara allt sem ég get til þess að KR gangi vel,“ segir Ásdís. Karlalið KR tapaði öllum leikjum sínum í júnímánuði og sigurinn á Selfossi var eini sigur félagsins í Pepsi-deildinni í mánuðinum. „Það er kannski meiri leikgleði í gangi hjá okkur en þeim, ég veit það ekki. Ég veit ekki alveg hvað er í gangi hjá þeim. Þær ættu kannski að taka okkur til fyrirmyndar,“ segir Ásdís Karen í léttum tón að lokum. Næsti leikur KR er á móti Fylki í Árbæ í kvöld en sá leikur hefst klukkan 19.15 á Floridanavellinum og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2.
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Raygun er hætt: Vildi það ekki en verður að hætta Sport Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Enski boltinn Myndir: Skiltin fuku um koll fyrir leikinn mikilvæga í Kópavogi Fótbolti Þurftu að sauma sautján spor í andlit Barcelona stráksins Fótbolti Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ Handbolti „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ Handbolti CrossFit íþróttafólkið græddi á sigri Trump Sport Slot henti bæði Mourinho og Ancelotti úr efsta sætinu Enski boltinn Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Körfubolti Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Enski boltinn Fleiri fréttir „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Haraldur hættir hjá Víkingi Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Alexander endurnýjar kynnin við Óskar Ákvörðunin hefði verið sú sama ef HK hefði haldið sæti sínu í Bestu deildinni Ákvörðun Ómars kom á óvart: „Þökkum honum fyrir ómetanlegt starf“ Víkingar krefjast refsingar vegna tjónsins en þurfa líklega að treysta á lögreglu Matthías og Kristján taka við Valsliðinu Ómar Ingi þakkar fyrir sig eftir þrjátíu ár Fótboltamamma Íslands í vanda: „Verð að halda með þeim báðum og hvernig fer ég að því?“ Eiður Aron riftir við Vestra Búinn að ná öllu út úr ferlinum: „Finn ég er orðinn sáttur“ Gylfi besti leikmaðurinn í Bestu deildinni samkvæmt tölfræðinni Sjá meira