Norðmaður í EM-gleðivímu: Situr uppi með íslenskt nafn næstu tvo mánuði Atli Ísleifsson skrifar 29. júní 2016 10:55 Garðar hefur fulla trú á sínum mönnum. Mynd/Facebook/Vilhelm Þrítugur Norðmaður situr nú uppi með „íslenskt“ nafn á Facebook næstu sextíu dagana eftir að hafa tekið upp íslenska útgáfu af nafni sínu í gleðivímu í kjölfar sigurs Íslands á Englandi á EM á mánudaginn. Gard Lehne Borch Michalsen fylgdist náið með leiknum og líkt og flestir Norðmenn studdi hann strákana okkar.Í mikilli geðshræringu Garðar var skiljanlega í mikilli geðshræringu eftir að dómarinn flautaði til leiksloka og ákvað því að „íslenska“ nafn sitt á Facebook-síðunni með því að breyta Gard í Gardar, bæta við -ur við annað nafnið og „sen“ í „son“. Nýja nafnið, Gardar Borchur Michalsson, fékk að lifa nóttina en þegar hann hugðist breyta nafninu aftur til baka stóð hann frammi fyrir skilaboðum frá Facebook um að hann gæti ekki gert það aftur fyrr en að sextíu dögum liðnum. Garðar situr því uppi með íslenska nafnið sitt út sumarið.Íslenska liðið líkt og það norska fyrir 20 árumNorska ríkisútvarpið NRK greinir frá raunum Garðars sem segir að hann hafi fengið fjölmörg skot frá vinum og vandamönnum vegna málsins. Garðar viðurkennir að hann hafi ekki fylgst náið með íslenska landsliðinu síðustu árin en útskýrir af hverju hann hefur hrifist svo með íslenska liðinu. „Það snýst ekki bara um að Norðmenn hafi sögulega tengingu við Ísland, heldur er það líka skemmtilegt að sjá lið sem berst svo mikið, er svona vel samhæft og gefur allt í þetta. Íslenska liðið er á ýmsan hátt eins og það norska fyrir tuttugu árum síðan – lið sem samanstendur af leikmönnum úr meðalsterkum deildum álfunnar og það eru ekki margar stórstjörnur,“ segir Garðar í samtali við VG.Haustfrí til Íslands? Garðar segist nú hafa lagt undir hundrað norskar krónur á að Ísland vinni EM í Frakklandi og má hann eiga von á 15 þúsund norskum krónum, gangi það eftir. „Ef þetta fer svona þá fer ég í haustfrí til Íslands.“ Garðar hefur raunar áður komið til Íslands, en eins og sést á Facebook-síðu hans kom hann til landsins árið 2010 þar sem hann heimsótti meðal annars Djúpavog. EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Sigur Íslands á Englendingum verður svo miklu fallegri með Celine Dion Svo fallegt. 28. júní 2016 09:54 Titanic-lagið spilað yfir skelfilega aukaspyrnu Harry Kane Enski landsliðsmaðurinn Harry Kane átti ekki sinn besta leik í gær. 28. júní 2016 09:56 Fær hjálp frá Breaking Bad stjörnu og vinnur satt eða logið um Ísland | Myndband Þeir eru meira að segja að tala um Ísland í NFL-deildinni vegna árangurs strákanna okkar. 29. júní 2016 07:30 Leikmenn Wales sjá ekki eftir því að hafa fagnað sigri Íslands: „Allir halda með Íslandi“ Leikmenn Wales trylltust af gleði þegar flautað var til leiksloka í Nice. 29. júní 2016 15:30 Mest lesið Helena krýnd Ungfrú Ísland Lífið Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Tíska og hönnun Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Lífið Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Lífið Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Lífið Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Lífið Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Lífið Fleiri fréttir Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Verk á íslensku vinsæl í Grikklandi Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Helena krýnd Ungfrú Ísland Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Giskaði sig í eina milljón Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Þórdís Lóa brast í söng í pontu Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Val Kilmer er látinn „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Vill kynlíf en ekki samband „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Sjá meira
Þrítugur Norðmaður situr nú uppi með „íslenskt“ nafn á Facebook næstu sextíu dagana eftir að hafa tekið upp íslenska útgáfu af nafni sínu í gleðivímu í kjölfar sigurs Íslands á Englandi á EM á mánudaginn. Gard Lehne Borch Michalsen fylgdist náið með leiknum og líkt og flestir Norðmenn studdi hann strákana okkar.Í mikilli geðshræringu Garðar var skiljanlega í mikilli geðshræringu eftir að dómarinn flautaði til leiksloka og ákvað því að „íslenska“ nafn sitt á Facebook-síðunni með því að breyta Gard í Gardar, bæta við -ur við annað nafnið og „sen“ í „son“. Nýja nafnið, Gardar Borchur Michalsson, fékk að lifa nóttina en þegar hann hugðist breyta nafninu aftur til baka stóð hann frammi fyrir skilaboðum frá Facebook um að hann gæti ekki gert það aftur fyrr en að sextíu dögum liðnum. Garðar situr því uppi með íslenska nafnið sitt út sumarið.Íslenska liðið líkt og það norska fyrir 20 árumNorska ríkisútvarpið NRK greinir frá raunum Garðars sem segir að hann hafi fengið fjölmörg skot frá vinum og vandamönnum vegna málsins. Garðar viðurkennir að hann hafi ekki fylgst náið með íslenska landsliðinu síðustu árin en útskýrir af hverju hann hefur hrifist svo með íslenska liðinu. „Það snýst ekki bara um að Norðmenn hafi sögulega tengingu við Ísland, heldur er það líka skemmtilegt að sjá lið sem berst svo mikið, er svona vel samhæft og gefur allt í þetta. Íslenska liðið er á ýmsan hátt eins og það norska fyrir tuttugu árum síðan – lið sem samanstendur af leikmönnum úr meðalsterkum deildum álfunnar og það eru ekki margar stórstjörnur,“ segir Garðar í samtali við VG.Haustfrí til Íslands? Garðar segist nú hafa lagt undir hundrað norskar krónur á að Ísland vinni EM í Frakklandi og má hann eiga von á 15 þúsund norskum krónum, gangi það eftir. „Ef þetta fer svona þá fer ég í haustfrí til Íslands.“ Garðar hefur raunar áður komið til Íslands, en eins og sést á Facebook-síðu hans kom hann til landsins árið 2010 þar sem hann heimsótti meðal annars Djúpavog.
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Sigur Íslands á Englendingum verður svo miklu fallegri með Celine Dion Svo fallegt. 28. júní 2016 09:54 Titanic-lagið spilað yfir skelfilega aukaspyrnu Harry Kane Enski landsliðsmaðurinn Harry Kane átti ekki sinn besta leik í gær. 28. júní 2016 09:56 Fær hjálp frá Breaking Bad stjörnu og vinnur satt eða logið um Ísland | Myndband Þeir eru meira að segja að tala um Ísland í NFL-deildinni vegna árangurs strákanna okkar. 29. júní 2016 07:30 Leikmenn Wales sjá ekki eftir því að hafa fagnað sigri Íslands: „Allir halda með Íslandi“ Leikmenn Wales trylltust af gleði þegar flautað var til leiksloka í Nice. 29. júní 2016 15:30 Mest lesið Helena krýnd Ungfrú Ísland Lífið Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Tíska og hönnun Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Lífið Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Lífið Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Lífið Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Lífið Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Lífið Fleiri fréttir Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Verk á íslensku vinsæl í Grikklandi Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Helena krýnd Ungfrú Ísland Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Giskaði sig í eina milljón Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Þórdís Lóa brast í söng í pontu Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Val Kilmer er látinn „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Vill kynlíf en ekki samband „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Sjá meira
Sigur Íslands á Englendingum verður svo miklu fallegri með Celine Dion Svo fallegt. 28. júní 2016 09:54
Titanic-lagið spilað yfir skelfilega aukaspyrnu Harry Kane Enski landsliðsmaðurinn Harry Kane átti ekki sinn besta leik í gær. 28. júní 2016 09:56
Fær hjálp frá Breaking Bad stjörnu og vinnur satt eða logið um Ísland | Myndband Þeir eru meira að segja að tala um Ísland í NFL-deildinni vegna árangurs strákanna okkar. 29. júní 2016 07:30
Leikmenn Wales sjá ekki eftir því að hafa fagnað sigri Íslands: „Allir halda með Íslandi“ Leikmenn Wales trylltust af gleði þegar flautað var til leiksloka í Nice. 29. júní 2016 15:30