Hollande segir morðin óneitanlega hryðjuverk Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 15. júní 2016 07:00 „Þessar gjörðir eru óneitanlega hryðjuverk,“ sagði François Hollande, forseti Frakklands, við fjölmiðla í gær um tvö morð í París í fyrrakvöld. Hinn 25 ára gamli Larossi Abballa var handtekinn í gær, grunaður um morðin. Abballa fæddist í úthverfi Parísar, Mantes-la-Jolie, en hann var handtekinn árið 2011 og dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi árið 2013 fyrir að hafa ráðið hermenn til að berjast í heilögu stríði í Pakistan. Fyrr um daginn hafði Abballa svarið hryðjuverkasamtökunum sem kenna sig við íslamskt ríki hollustueið í beinni útsendingu á Facebook og í gær kallaði fréttastofa samtakanna, Amaq, hann hermann Íslamska ríkisins.Fórnarlömb árásarinnar voru hjón, en karlmaðurinn var aðstoðarlögreglustjóri lögreglustöðvar nærri heimili þeirra. Á Abballa að hafa ráðist að heimili þeirra vopnaður hnífi um níuleytið, öskrandi „Allahu akbar“ eða Guð er mikill, samkvæmt vitnum. Á hann svo að hafa komið aftan að lögreglumanninum utan við hús hans og myrt hann áður en hann fór inn í húsið og byrgði fyrir dyrnar. Þá kom lögregla á vettvang á meðan Abballa á að hafa haldið konunni og barni þeirra í gíslingu. Pierre-Henry Brandet, talsmaður innanríkisráðuneytisins, segir lögreglu ekki hafa tekist að fá Abballa til að sleppa gíslunum og því hafi verið gert áhlaup á húsið upp úr miðnætti. Inni fundu lögreglumenn barnið á lífi en móðurina ekki. Hollande segir hjónin hafa verið myrt af hugleysi og segir Frakkland enn sæta umtalsverðri ógn af völdum hryðjuverkamanna. Hollande fundaði með öryggisyfirvöldum í Frakklandi í gær en neyðarástand hefur ríkt í landinu frá árásunum á París í nóvember. Í gær sagði Bernard Cazeneuve innanríkisráðherra að rúmlega hundrað hafi verið handteknir í Frakklandi, grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk, á þessu ári. Facebook-reikningi Abballa var lokað stuttu eftir útsendinguna þar sem hann sór hryðjuverkasamtökunum hollustueið svo ekki er hægt að nálgast myndbandið lengur. David Thomson, franskur sérfræðingur í íslömskum hryðjuverkasamtökum og blaðamaður RFI, sagði á Twitter-síðu sinni að í myndbandinu hefði mátt sjá Abballa velta fyrir sér hvað gera ætti við barn hjónanna. Enn fremur segir hann Abballa hafa talað um Evrópumeistaramótið í knattspyrnu sem nú fer fram. „Evrópumeistaramótið verður kirkjugarður,“ sagði Thomson Abballa hafa sagt. Marc Trevidic, sem yfirheyrði Abballa eftir handtöku hans árið 2011, segir Abballa einn af átta manna hópi í viðtali við Le Figaro. Tveir úr þeim hópi hafi ætlað að ferðast til Lahore í Pakistan til að hitta yfirráðamann al-Kaída á svæðinu en verið handteknir þegar á flugvöllinn var komið. „Hann vildi heilagt stríð, það er víst. Hann hafði verið í þjálfun í Frakklandi, ekki herkænskuþjálfun heldur líkamlegri,“ sagði Trevidic.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 15. júní. Birtist í Fréttablaðinu Hryðjuverk í Evrópu Mest lesið Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Innlent „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Erlent Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Erlent Fleiri fréttir „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Sjá meira
„Þessar gjörðir eru óneitanlega hryðjuverk,“ sagði François Hollande, forseti Frakklands, við fjölmiðla í gær um tvö morð í París í fyrrakvöld. Hinn 25 ára gamli Larossi Abballa var handtekinn í gær, grunaður um morðin. Abballa fæddist í úthverfi Parísar, Mantes-la-Jolie, en hann var handtekinn árið 2011 og dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi árið 2013 fyrir að hafa ráðið hermenn til að berjast í heilögu stríði í Pakistan. Fyrr um daginn hafði Abballa svarið hryðjuverkasamtökunum sem kenna sig við íslamskt ríki hollustueið í beinni útsendingu á Facebook og í gær kallaði fréttastofa samtakanna, Amaq, hann hermann Íslamska ríkisins.Fórnarlömb árásarinnar voru hjón, en karlmaðurinn var aðstoðarlögreglustjóri lögreglustöðvar nærri heimili þeirra. Á Abballa að hafa ráðist að heimili þeirra vopnaður hnífi um níuleytið, öskrandi „Allahu akbar“ eða Guð er mikill, samkvæmt vitnum. Á hann svo að hafa komið aftan að lögreglumanninum utan við hús hans og myrt hann áður en hann fór inn í húsið og byrgði fyrir dyrnar. Þá kom lögregla á vettvang á meðan Abballa á að hafa haldið konunni og barni þeirra í gíslingu. Pierre-Henry Brandet, talsmaður innanríkisráðuneytisins, segir lögreglu ekki hafa tekist að fá Abballa til að sleppa gíslunum og því hafi verið gert áhlaup á húsið upp úr miðnætti. Inni fundu lögreglumenn barnið á lífi en móðurina ekki. Hollande segir hjónin hafa verið myrt af hugleysi og segir Frakkland enn sæta umtalsverðri ógn af völdum hryðjuverkamanna. Hollande fundaði með öryggisyfirvöldum í Frakklandi í gær en neyðarástand hefur ríkt í landinu frá árásunum á París í nóvember. Í gær sagði Bernard Cazeneuve innanríkisráðherra að rúmlega hundrað hafi verið handteknir í Frakklandi, grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk, á þessu ári. Facebook-reikningi Abballa var lokað stuttu eftir útsendinguna þar sem hann sór hryðjuverkasamtökunum hollustueið svo ekki er hægt að nálgast myndbandið lengur. David Thomson, franskur sérfræðingur í íslömskum hryðjuverkasamtökum og blaðamaður RFI, sagði á Twitter-síðu sinni að í myndbandinu hefði mátt sjá Abballa velta fyrir sér hvað gera ætti við barn hjónanna. Enn fremur segir hann Abballa hafa talað um Evrópumeistaramótið í knattspyrnu sem nú fer fram. „Evrópumeistaramótið verður kirkjugarður,“ sagði Thomson Abballa hafa sagt. Marc Trevidic, sem yfirheyrði Abballa eftir handtöku hans árið 2011, segir Abballa einn af átta manna hópi í viðtali við Le Figaro. Tveir úr þeim hópi hafi ætlað að ferðast til Lahore í Pakistan til að hitta yfirráðamann al-Kaída á svæðinu en verið handteknir þegar á flugvöllinn var komið. „Hann vildi heilagt stríð, það er víst. Hann hafði verið í þjálfun í Frakklandi, ekki herkænskuþjálfun heldur líkamlegri,“ sagði Trevidic.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 15. júní.
Birtist í Fréttablaðinu Hryðjuverk í Evrópu Mest lesið Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Innlent „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Erlent Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Erlent Fleiri fréttir „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Sjá meira