Tafir á millilandaflugi vegna forfalla hjá flugumferðarstjórum Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 19. júní 2016 11:29 Millilandaflug um Keflavíkurflugvöll lá niðri um tíma í morgun og urðu nokkrar tafir á flugi eftir að það hófst á ný. Ástæðan er forföll flugumferðarstjóra. Vísir/Pjetur Millilandaflug um Keflavíkurflugvöll lá niðri um tíma í morgun og urðu nokkrar tafir á flugi eftir að það hófst á ný. Ástæðan er forföll flugumferðarstjóra en ekkert fæst uppgefið um gang kjaraviðræðna þeirra og Isavia. Nokkrar raskanir hafa orðið bæði á millilanda- og innanlandsflugi síðustu mánuði, meðal annars vegna yfirvinnubanns flugumferðarstjóra. Flugumferðarstjórar hafa verið kjarasamningslausir síðan í febrúar. Í byrjun apríl settu þeir á yfirvinnubann til að knýja á um lausn kjaradeilu sinnar og Isavia. Þann 8. júní síðastliðinn gripu svo stjórnvöld inn í deiluna með því að setja lög sem bönnuðu allar aðgerðir flugumferðarstjóra í tengslum við kjaradeiluna. Guðni Sigurðsson, upplýsingafulltrúi Isavia, segir að misjafnlega hafi gengið að fá flugumferðarstjóra til að koma á aukavaktir vegna forfalla eftir að lög voru sett á deiluna. Engin yfirvinnuskylda er í kjarasamningum þeirra. „Það hefur oft verið erfiðleikum bundið að manna þessar vaktir þegar það eru forföll, núna sem sagt eftir að lög voru sett á yfirvinnubannið,“ segir Guðni. Nú síðast í morgun lá flug niðri um tíma vegna forfalla flugumferðarstjóra.Hvorki Isavia eða flugumferðarstjórar vilja gefa neitt upp um gang kjaraviðræða þeirra. Samninganefndirnar hafa aðeins fimm daga til viðbótar til að ná sáttum í deilunni annars verður skipaður gerðardómur sem úrskurðar um laun flugumferðarstjóra. Vísir/Ernir„Þjónusta var takmörkuð við sjúkra- og neyðarflug milli 9 og 9:30 í morgun og það olli einhverjum frekari töfum á vélum sem höfðu tafist í morgun út af öðrum sökum,“ segir Guðni. „Verklagið er þannig að þegar það er minni mönnun og það þarf að takmarka þjónustu, þá er takmörkunin gerð þegar sem minnst flugumferð er í gangi. En þar sem áætlun hafði færst eitthvað til þá hafði það áhrif.“ Þá segir Guðni seinkanir hafa orðið á flugi eftir að flogið var á ný.Fimm dagar þar til frestur til að semja rennur út Hvorki Isavia eða flugumferðarstjórar vilja gefa neitt upp um gang kjaraviðræða þeirra. Samninganefndirnar hafa aðeins fimm daga til viðbótar til að ná sáttum í deilunni annars verður skipaður gerðardómur sem úrskurðar um laun flugumferðarstjóra. Síðasti samningafundur samninganefndanna hjá Ríkissáttasemjara var fyrir helgina og ætla þær að hittast aftur eftir hádegi á morgun. Guðni segir að það verði að koma í ljós hvort að það takist að semja áður en fresturinn rennur út. „Það er allavega verið að funda áfram og ég held að það sé vilji hjá öllum aðilum sé að klára þetta sem fyrst,“ segir hann. Flugumferðarstjórar hafa bent á að þeir séu of fáir til að sinna öllum þeim störfum sem þeir þurfi. Fjölga þurfi því flugumferðarstjórum. Aðspurður hvort að sá vandi leysist ef aðilar ná saman um nýjan kjarasamning segir Guðni að hann vonist til þess. „Við vonum að þessi mönnunarmál leysist sem allra fyrst,“ segir Guðni. Hann segir að hugsanlega geti frekari raskanir orðið á millilandaflugi í dag. Tengdar fréttir Inngrip ríkisstjórnar ekki ákjósanlegt en skiljanlegt Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að inngrip stjórnvalda í kjaradeilu flugumferðarstjóra og SA sé skiljanlegt en ekki ákjósanlegt. 8. júní 2016 14:38 Kjaradeila flugumferðarstjóra: Fá frest til 24. júní til að semja Alþingi verður kallað saman og leggja á fram frumvörp þess efnis að deiluaðilar fái frest til 24. júní til þess að leysa deiluna, ella verði gerðardómur kvaddur til. 8. júní 2016 12:10 Flugumferðarstjórar hissa á skorðum sem Gerðardómi eru settar Ósáttir með lagasetningu á aðgerðir þeirra en vona að samningar takist fyrir 24. júní. 9. júní 2016 11:31 Mest lesið Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Spá hárri ölduhæð við Faxaflóa í vestan hvassviðri Veður Fleiri fréttir Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Sjá meira
Millilandaflug um Keflavíkurflugvöll lá niðri um tíma í morgun og urðu nokkrar tafir á flugi eftir að það hófst á ný. Ástæðan er forföll flugumferðarstjóra en ekkert fæst uppgefið um gang kjaraviðræðna þeirra og Isavia. Nokkrar raskanir hafa orðið bæði á millilanda- og innanlandsflugi síðustu mánuði, meðal annars vegna yfirvinnubanns flugumferðarstjóra. Flugumferðarstjórar hafa verið kjarasamningslausir síðan í febrúar. Í byrjun apríl settu þeir á yfirvinnubann til að knýja á um lausn kjaradeilu sinnar og Isavia. Þann 8. júní síðastliðinn gripu svo stjórnvöld inn í deiluna með því að setja lög sem bönnuðu allar aðgerðir flugumferðarstjóra í tengslum við kjaradeiluna. Guðni Sigurðsson, upplýsingafulltrúi Isavia, segir að misjafnlega hafi gengið að fá flugumferðarstjóra til að koma á aukavaktir vegna forfalla eftir að lög voru sett á deiluna. Engin yfirvinnuskylda er í kjarasamningum þeirra. „Það hefur oft verið erfiðleikum bundið að manna þessar vaktir þegar það eru forföll, núna sem sagt eftir að lög voru sett á yfirvinnubannið,“ segir Guðni. Nú síðast í morgun lá flug niðri um tíma vegna forfalla flugumferðarstjóra.Hvorki Isavia eða flugumferðarstjórar vilja gefa neitt upp um gang kjaraviðræða þeirra. Samninganefndirnar hafa aðeins fimm daga til viðbótar til að ná sáttum í deilunni annars verður skipaður gerðardómur sem úrskurðar um laun flugumferðarstjóra. Vísir/Ernir„Þjónusta var takmörkuð við sjúkra- og neyðarflug milli 9 og 9:30 í morgun og það olli einhverjum frekari töfum á vélum sem höfðu tafist í morgun út af öðrum sökum,“ segir Guðni. „Verklagið er þannig að þegar það er minni mönnun og það þarf að takmarka þjónustu, þá er takmörkunin gerð þegar sem minnst flugumferð er í gangi. En þar sem áætlun hafði færst eitthvað til þá hafði það áhrif.“ Þá segir Guðni seinkanir hafa orðið á flugi eftir að flogið var á ný.Fimm dagar þar til frestur til að semja rennur út Hvorki Isavia eða flugumferðarstjórar vilja gefa neitt upp um gang kjaraviðræða þeirra. Samninganefndirnar hafa aðeins fimm daga til viðbótar til að ná sáttum í deilunni annars verður skipaður gerðardómur sem úrskurðar um laun flugumferðarstjóra. Síðasti samningafundur samninganefndanna hjá Ríkissáttasemjara var fyrir helgina og ætla þær að hittast aftur eftir hádegi á morgun. Guðni segir að það verði að koma í ljós hvort að það takist að semja áður en fresturinn rennur út. „Það er allavega verið að funda áfram og ég held að það sé vilji hjá öllum aðilum sé að klára þetta sem fyrst,“ segir hann. Flugumferðarstjórar hafa bent á að þeir séu of fáir til að sinna öllum þeim störfum sem þeir þurfi. Fjölga þurfi því flugumferðarstjórum. Aðspurður hvort að sá vandi leysist ef aðilar ná saman um nýjan kjarasamning segir Guðni að hann vonist til þess. „Við vonum að þessi mönnunarmál leysist sem allra fyrst,“ segir Guðni. Hann segir að hugsanlega geti frekari raskanir orðið á millilandaflugi í dag.
Tengdar fréttir Inngrip ríkisstjórnar ekki ákjósanlegt en skiljanlegt Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að inngrip stjórnvalda í kjaradeilu flugumferðarstjóra og SA sé skiljanlegt en ekki ákjósanlegt. 8. júní 2016 14:38 Kjaradeila flugumferðarstjóra: Fá frest til 24. júní til að semja Alþingi verður kallað saman og leggja á fram frumvörp þess efnis að deiluaðilar fái frest til 24. júní til þess að leysa deiluna, ella verði gerðardómur kvaddur til. 8. júní 2016 12:10 Flugumferðarstjórar hissa á skorðum sem Gerðardómi eru settar Ósáttir með lagasetningu á aðgerðir þeirra en vona að samningar takist fyrir 24. júní. 9. júní 2016 11:31 Mest lesið Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Spá hárri ölduhæð við Faxaflóa í vestan hvassviðri Veður Fleiri fréttir Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Sjá meira
Inngrip ríkisstjórnar ekki ákjósanlegt en skiljanlegt Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að inngrip stjórnvalda í kjaradeilu flugumferðarstjóra og SA sé skiljanlegt en ekki ákjósanlegt. 8. júní 2016 14:38
Kjaradeila flugumferðarstjóra: Fá frest til 24. júní til að semja Alþingi verður kallað saman og leggja á fram frumvörp þess efnis að deiluaðilar fái frest til 24. júní til þess að leysa deiluna, ella verði gerðardómur kvaddur til. 8. júní 2016 12:10
Flugumferðarstjórar hissa á skorðum sem Gerðardómi eru settar Ósáttir með lagasetningu á aðgerðir þeirra en vona að samningar takist fyrir 24. júní. 9. júní 2016 11:31