Grikkland: Mikið aðhald en enginn árangur Lars Christensen skrifar 1. júní 2016 09:30 Nú byrjar það aftur. Grikkland hefur gert enn einn samninginn við ESB og AGS varðandi samningsstöðu sína. Eða öllu heldur, eins og einn embættismaður ESB lýsti því í Financial Times: „Ef það lítur út eins og við séum að velta vandanum á undan okkur er það af því að við erum að því.“ Með öðrum orðum: Þetta er í rauninni ekki samningur til að leysa grunnvandann heldur samningur til að forðast að takast á við grunnvandann. Hver er þá grunnvandinn? Mergurinn málsins er sá að gríska ríkið er einfaldlega gjaldþrota og getur ekki borgað skuldir sínar, en Evrópusambandið neitar að viðurkenna þessa staðreynd. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn virðist skilja þetta og sennilega gera embættismenn ESB það líka, en pólitískt virðist ómögulegt að viðurkenna það því það myndi þýða að ESB yrði að viðurkenna að stefnan gagnvart vandamálum Grikklands hafi verið röng. Sumir halda því fram að Grikkir hafi ekki gert nóg til að leysa sín eigin vandamál og að ef Grikkir kæmust upp með meiri háttar skuldaniðurfærslu myndi það bara hvetja til enn meiri ósiða, og það er sennilega rétt, en það breytir því ekki að það er mjög erfitt að sjá hvernig Grikkir geti borgað skuldir sínar. Auk þess er það rangt þegar því er haldið fram að Grikkir hafi ekki gert neitt. Grikkir hafa í raun tekið upp strangari aðhaldsstefnu í ríkisfjármálum en nokkur önnur þjóð í Evrópu. Ef við, til dæmis, lítum á uppsafnaðan sparnað í ríkisfjármálum í Grikklandi síðan 2009 þá sjáum við að Grikkir hafa dregið saman á þessu tímabili sem nemur 18-20 prósentum af vergri landsframleiðslu. Þetta er gríðarlegt aðhald í ríkisfjármálum á hvaða mælikvarða sem er. En eitt er viðleitnin og annað er útkoman og hér er sagan allt önnur. Síðan 2009 hafa opinberar skuldir Grikkja vaxið úr 108% af vergri landsframleiðslu árið 2008 í meira en 180% af vergri landsframleiðslu á þessu ári. Þannig hafa opinberar skuldir, þrátt fyrir mikið aðhald, haldið áfram að vaxa á hverju einasta ári síðan 2008. Ástæða fyrir þessari niðurdrepandi þróun er sú staðreynd að í Grikklandi hefur orðið gríðarlegt hrun í efnahagsumsvifum. Þannig hefur nafnvirði vergrar landsframleiðslu fallið um næstum 30% síðan 2008. Sannarlega efnahagslegar hamfarir. Sama hversu hóflegt land er í ríkisfjármálum þá er ómögulegt að koma jafnvægi á skuldahlutföllin í svo miklum efnahagssamdrætti. Til að raunverulega leysa skuldavanda Grikkja þarf því að leysa hagvaxtarvanda þeirra, og það er ekki auðvelt. Fjármálahvati gæti auðvitað verið lausn en Grikkir hafa ekki peninga til þess og markaðirnir munu ekki vilja fjármagna fjármálahvatapakka. Önnur lausn væri umfangsmiklar kerfisumbætur, og þær væru nokkuð heillavænlegri en fjármálahvati, en miðað við dýpt kreppunnar er ólíklegt að jafnvel yfirgripsmestu endurbætur myndu duga til og þá er aðeins ein lausn eftir – lausbeislaðri peningamálastefna. En þar sem Grikkir stjórna ekki sinni eigin peningamálastefnu af því að landið er á evrusvæðinu er það í raun ekki mögulegt heldur. Reyndar er það mögulegt – ef Grikkir ákveða að yfirgefa evrusvæðið. Það virðist mjög áhættusamt úrræði en það er alveg augljóst að þetta er í raun eina lausnin sem myndi virka. Það er því ekki spurning um hvort það verður „Grexit“, heldur hvenær. Þýskir skattgreiðendur munu ekki endalaust vilja borga fyrir að velta vandanum á undan sér. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lars Christensen Mest lesið Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson Skoðun Hugvíkkandi efni: Forvitni umfram dómhörku Bergsveinn Ólafsson Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson skrifar Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir skrifar Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Með vægi í samræmi við það Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugvíkkandi efni: Forvitni umfram dómhörku Bergsveinn Ólafsson skrifar Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar Skoðun Hvernig tölum við um mat í kringum börnin okkar? Berglind Lilja Guðlaugsdóttir skrifar Skoðun Fangelsismál - Sparnaður og endurhæfing Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Syndaaflausnin er svo að við ætlum að læra af þessu „á ykkar kostnað“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tvær þjóðir í sama landi Einar Helgason skrifar Skoðun Henta vísindin bara þegar þau styðja skoðanir okkar? Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Hlutverk markmiða er að umbreyta okkur Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Líknarslæving við lífslok er umdeild meðferð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Óáreiðanlegar mælingar og misvísandi fréttir Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Unga fólkið okkar og samfélagsmiðlar Fjóla Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað segir Morgunblaðið nú um stöðu litlu ríkjanna í ESB? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Það er ekki eitt, það er allt Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Skilyrt loforð Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Tímamótin að verða alvöru faðir Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Umboðsmaður barna í 30 ár Salvör Nordal skrifar Sjá meira
Nú byrjar það aftur. Grikkland hefur gert enn einn samninginn við ESB og AGS varðandi samningsstöðu sína. Eða öllu heldur, eins og einn embættismaður ESB lýsti því í Financial Times: „Ef það lítur út eins og við séum að velta vandanum á undan okkur er það af því að við erum að því.“ Með öðrum orðum: Þetta er í rauninni ekki samningur til að leysa grunnvandann heldur samningur til að forðast að takast á við grunnvandann. Hver er þá grunnvandinn? Mergurinn málsins er sá að gríska ríkið er einfaldlega gjaldþrota og getur ekki borgað skuldir sínar, en Evrópusambandið neitar að viðurkenna þessa staðreynd. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn virðist skilja þetta og sennilega gera embættismenn ESB það líka, en pólitískt virðist ómögulegt að viðurkenna það því það myndi þýða að ESB yrði að viðurkenna að stefnan gagnvart vandamálum Grikklands hafi verið röng. Sumir halda því fram að Grikkir hafi ekki gert nóg til að leysa sín eigin vandamál og að ef Grikkir kæmust upp með meiri háttar skuldaniðurfærslu myndi það bara hvetja til enn meiri ósiða, og það er sennilega rétt, en það breytir því ekki að það er mjög erfitt að sjá hvernig Grikkir geti borgað skuldir sínar. Auk þess er það rangt þegar því er haldið fram að Grikkir hafi ekki gert neitt. Grikkir hafa í raun tekið upp strangari aðhaldsstefnu í ríkisfjármálum en nokkur önnur þjóð í Evrópu. Ef við, til dæmis, lítum á uppsafnaðan sparnað í ríkisfjármálum í Grikklandi síðan 2009 þá sjáum við að Grikkir hafa dregið saman á þessu tímabili sem nemur 18-20 prósentum af vergri landsframleiðslu. Þetta er gríðarlegt aðhald í ríkisfjármálum á hvaða mælikvarða sem er. En eitt er viðleitnin og annað er útkoman og hér er sagan allt önnur. Síðan 2009 hafa opinberar skuldir Grikkja vaxið úr 108% af vergri landsframleiðslu árið 2008 í meira en 180% af vergri landsframleiðslu á þessu ári. Þannig hafa opinberar skuldir, þrátt fyrir mikið aðhald, haldið áfram að vaxa á hverju einasta ári síðan 2008. Ástæða fyrir þessari niðurdrepandi þróun er sú staðreynd að í Grikklandi hefur orðið gríðarlegt hrun í efnahagsumsvifum. Þannig hefur nafnvirði vergrar landsframleiðslu fallið um næstum 30% síðan 2008. Sannarlega efnahagslegar hamfarir. Sama hversu hóflegt land er í ríkisfjármálum þá er ómögulegt að koma jafnvægi á skuldahlutföllin í svo miklum efnahagssamdrætti. Til að raunverulega leysa skuldavanda Grikkja þarf því að leysa hagvaxtarvanda þeirra, og það er ekki auðvelt. Fjármálahvati gæti auðvitað verið lausn en Grikkir hafa ekki peninga til þess og markaðirnir munu ekki vilja fjármagna fjármálahvatapakka. Önnur lausn væri umfangsmiklar kerfisumbætur, og þær væru nokkuð heillavænlegri en fjármálahvati, en miðað við dýpt kreppunnar er ólíklegt að jafnvel yfirgripsmestu endurbætur myndu duga til og þá er aðeins ein lausn eftir – lausbeislaðri peningamálastefna. En þar sem Grikkir stjórna ekki sinni eigin peningamálastefnu af því að landið er á evrusvæðinu er það í raun ekki mögulegt heldur. Reyndar er það mögulegt – ef Grikkir ákveða að yfirgefa evrusvæðið. Það virðist mjög áhættusamt úrræði en það er alveg augljóst að þetta er í raun eina lausnin sem myndi virka. Það er því ekki spurning um hvort það verður „Grexit“, heldur hvenær. Þýskir skattgreiðendur munu ekki endalaust vilja borga fyrir að velta vandanum á undan sér.
Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar
Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar
Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar
Skoðun Syndaaflausnin er svo að við ætlum að læra af þessu „á ykkar kostnað“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar
Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar