Allar að túlka Gerði Gymisdóttur Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 1. júní 2016 09:30 Kristín Þóra samdi tónverkið fyrir Umbruhópinn sinn og er meðal flytjenda í Tjarnabíói í kvöld. Vísir/Anton Brink Blóðhófnir Gerðar Kristnýjar er sterkt listaverk eitt og sér, við erum í raun að gera annað verk úr því en notum allan textann. Skáldkonan veitti okkur fúslega leyfi til þess og hefur gefið okkur frjálsar hendur,“ segir Kristín Þóra Haraldsdóttir tónskáld um tónleikhúsverkið Blóðhófni. Það verður flutt í tali, tónum og hreyfingum í Tjarnarbíói í kvöld klukkan 20.30 af tónlistarhópnum Umbru sem notar upprunahljóðfæri og syngur og er skipaður sex konum. Kristín Þóra er sjálf þar á meðal og spilar á barokkvíólu. „Lilja Dögg Gunnarsdóttir er forsöngvari hópsins og fer með langstærsta hluta textans. Allar erum við í raun að túlka jötunmeyna Gerði Gymisdóttur og Saga Sigurðardóttir dansari hefur séð um að semja hreyfingar fyrir okkur því við tökum þátt í túlkuninni umfram tónana sem við spilum og syngjum.“ Blóðhófnir er byggt á hinum fornu Skírnismálum en skáldkonan Gerður Kristný færði þau listilega í nútímalegt söguljóð og gaf út fyrir nokkrum árum. Jötunmærin Gerður Gymisdóttir segir sögu sína af því er Freyr sendi skósvein sinn, Skírni, að sækja hana í Jötunheima á hestinum Blóðhófni. Gerður vildi vera um kyrrt í Jötunheimum, þar sem árnar runnu um æðar hennar, en með ógnum og göldrum eru öll völd af henni tekin. Texti ljóðaflokksins er fluttur í heild sinni, að sögn Kristínar Þóru. „Ég tímdi ekki að sleppa einu einasta orði. Gerður Kristný gerði svo fallegan hluta um það þegar jötunmærin kveður landið sitt og móður sína og grefur sig í jörð, sem er ekki í Skírnismálum, þar er þess bara getið að hún hafi beðið í níu nætur og komið síðan aftur, en Gerður Kristný bjó til flottan texta um hvað hún var að gera í þessar níu nætur. Í þeim kafla erum við að umvefja hana tónum.“ Kristín Þóra segir hugmynd að verkinu hafa komið frá Lilju Dögg og fleirum í Umbruhópnum. „Þær vildu fá nýtt tónverk fyrir sig, leituðu til mín og stungu upp á þessum ljóðaflokki. Það vildi svo til að ég hafði dálæti á honum líka. Þetta er búið að vera sameiginlegt sköpunarverk okkar nú á vormánuðum. Ég skrifaði það og sumt bara nýlega og segja má að hópurinn hafi farið langt út fyrir sitt þægindasvið.“ Tónleikarnir í kvöld eru þeir einu sem eru planaðir núna. „En við stefnum að því að flytja Blóðhófni oftar, það er ekki spurning,“ segir Kristín Þóra. „Þetta er bara upphafið.“ Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 1. júní 2016. Listahátíð í Reykjavík Menning Mest lesið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Lífið Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Reykti pabba sinn Lífið Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Tara Sif og Elfar selja íbúðina Lífið Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Lífið Fleiri fréttir Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Sjá meira
Blóðhófnir Gerðar Kristnýjar er sterkt listaverk eitt og sér, við erum í raun að gera annað verk úr því en notum allan textann. Skáldkonan veitti okkur fúslega leyfi til þess og hefur gefið okkur frjálsar hendur,“ segir Kristín Þóra Haraldsdóttir tónskáld um tónleikhúsverkið Blóðhófni. Það verður flutt í tali, tónum og hreyfingum í Tjarnarbíói í kvöld klukkan 20.30 af tónlistarhópnum Umbru sem notar upprunahljóðfæri og syngur og er skipaður sex konum. Kristín Þóra er sjálf þar á meðal og spilar á barokkvíólu. „Lilja Dögg Gunnarsdóttir er forsöngvari hópsins og fer með langstærsta hluta textans. Allar erum við í raun að túlka jötunmeyna Gerði Gymisdóttur og Saga Sigurðardóttir dansari hefur séð um að semja hreyfingar fyrir okkur því við tökum þátt í túlkuninni umfram tónana sem við spilum og syngjum.“ Blóðhófnir er byggt á hinum fornu Skírnismálum en skáldkonan Gerður Kristný færði þau listilega í nútímalegt söguljóð og gaf út fyrir nokkrum árum. Jötunmærin Gerður Gymisdóttir segir sögu sína af því er Freyr sendi skósvein sinn, Skírni, að sækja hana í Jötunheima á hestinum Blóðhófni. Gerður vildi vera um kyrrt í Jötunheimum, þar sem árnar runnu um æðar hennar, en með ógnum og göldrum eru öll völd af henni tekin. Texti ljóðaflokksins er fluttur í heild sinni, að sögn Kristínar Þóru. „Ég tímdi ekki að sleppa einu einasta orði. Gerður Kristný gerði svo fallegan hluta um það þegar jötunmærin kveður landið sitt og móður sína og grefur sig í jörð, sem er ekki í Skírnismálum, þar er þess bara getið að hún hafi beðið í níu nætur og komið síðan aftur, en Gerður Kristný bjó til flottan texta um hvað hún var að gera í þessar níu nætur. Í þeim kafla erum við að umvefja hana tónum.“ Kristín Þóra segir hugmynd að verkinu hafa komið frá Lilju Dögg og fleirum í Umbruhópnum. „Þær vildu fá nýtt tónverk fyrir sig, leituðu til mín og stungu upp á þessum ljóðaflokki. Það vildi svo til að ég hafði dálæti á honum líka. Þetta er búið að vera sameiginlegt sköpunarverk okkar nú á vormánuðum. Ég skrifaði það og sumt bara nýlega og segja má að hópurinn hafi farið langt út fyrir sitt þægindasvið.“ Tónleikarnir í kvöld eru þeir einu sem eru planaðir núna. „En við stefnum að því að flytja Blóðhófni oftar, það er ekki spurning,“ segir Kristín Þóra. „Þetta er bara upphafið.“ Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 1. júní 2016.
Listahátíð í Reykjavík Menning Mest lesið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Lífið Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Reykti pabba sinn Lífið Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Tara Sif og Elfar selja íbúðina Lífið Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Lífið Fleiri fréttir Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Sjá meira