Magnús Gylfason segir að það ríki mikil tilhlökkun hjá honum eins og öðrum fyrir EM í Frakklandi en hann er nú í nýju hlutverki.
Magnús var á síðasta ársþingi KSÍ kjörinn í landsliðsnefnd karla sem hefur það hlutverk að stjórna öllu því sem viðkemur landsliðinu. Það var þó allt í nokkuð föstum skorðum enda vel liðið á undirbúninginn fyrir EM í Frakklandi.
„Það var búið að taka flestar ákvarðanir og ákveða allt. En það er samt allt nýtt fyrir Íslandi að taka þátt í svona lokakeppni og mörg mál sem koma upp. Það er gaman að taka þátt í þessu,“ sagði Magnús.
Magnús á langan þjálfarferil að baki en hann hefur meðal annars þjálfað ÍBV, KR, Víking, Hauka og nú síðast Val. Hann ákvað hins vegar eftir að hann hætti hjá Valsmönnum að taka sér frí frá þjálfun.
„Ég sagði þegar ég hætti að ég myndi hvíla mig í þrjú ár. Það verður svo að koma í ljós hvað gerist næst en ég hef fullt af öðrum verkefnum og áhugamálum. Ég er því alltaf önnum kafinn.“
Magnús er ekki óvanur því að starfa hjá KSÍ enda hefur hann áður komið að þjálfun U-17 og U-21 landsliða Íslands. En það verði ekkert líkt því að koma með íslenska liðinu til Frakklands þegar lokakeppni EM hefst.
„Þetta verður gaman og spennandi fyrir Ísland. Það eru allir glaðir og fullir tilhlökkunnar og spenningi. Mótið er auðvitað afar stórt í sniðum en þetta verður stórkostleg upplifun.“
Magnús í nýju hlutverki: Verður stórkostleg upplifun
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Mest lesið

„Getum gengið stoltar frá borði“
Handbolti

Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París
Handbolti

Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti
Enski boltinn



Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg
Handbolti

„Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“
Handbolti

Bologna kom til baka gegn AC Milan
Fótbolti

