Við bara blómstrum öll Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 2. júní 2016 10:00 "Blóm eru komin í matvörubúðir og bensínstöðvar en fagmennskan er í blómabúðunum og það kann fólk að meta,“ segir Hansína. Vísir/Anton „Nú ætla ég að gera allt brjálað í Vesturbænum,“ segir Hansína Jóhannesdóttir hlæjandi þegar hún er spurð út í blómamarkaðinn sem hún ætlar að halda í Blómagalleríi á Hagamel 67 í dag og næstu daga. Það gerir hún í tilefni 25 ára afmælis verslunarinnar og kveðst verða með góð tilboð. Nefnir sem dæmi fimm liljur á 1.991 af því búðin var opnuð 1991 og tíu afskornar bóndarósir á verði fjögurra. Hansína stofnaði Blómagallerí með systur sinni, Jórunni. Segir það ekki sjálfgefið að geta rekið blómabúð í 25 ár á sömu kennitölu og rifjar upp hvernig ævintýrið byrjaði. „Ég hafði unnið við blóm frá því ég var unglingur, fyrst í Blómavali í mörg ár og svo heildversluninni Brumi við innflutning fyrir búðirnar. Mig langaði að opna blómabúð en fann ekki hreiður fyrir hana fyrr en 1991. Þá gekk ég með fjórða barnið og var að labba í bakaríið á Hagamel 67 þegar ég sá laust húsnæði þar sem áður var veitingastaður. Hringdi í systur mína sem var á tímamótum líka og spurði hvort hún vildi ekki slá til og opna með mér blómabúð, hún kæmi með peningana og ég vitið! Fjórum vikum seinna vorum við búnar að opna. Jórunn var með mér í tíu ár og svo er hér frábært starfsfólk sem kann sitt fag, ein kona er búin að vera í 20 ár og önnur í 15. Það er það sem skiptir máli og svo auðvitað viðskiptavinirnir. Fyrirsögn þessa viðtals ætti að vera „Takk, takk, kæru viðskiptavinir,“ því án þeirra værum við ekki til.“ Blóm hafa sem sagt skipað stóran sess í lífi Hansínu en hún segir vissulega hafa komið erfiða tíma í rekstrinum. „Það hafa verið umbrotatímar. Þegar við byrjuðum voru sex blómaverslanir í kringum okkur, nú erum við bara tvö eftir, ég og Þórir vinur minn á horninu á Birkimel og Hringbraut. Blóm eru komin í matvörubúðir og bensínstöðvar en fagmennskan er í blómabúðunum og það kann fólk að meta. Þetta er ekkert dútl, mikill burður og oft gróf vinna en skemmtileg og alltaf fylgja miklar tilfinningar blómum, bæði gleði og sorg. Í öllum tilfellum tengjast blómin þó vellíðan, hvert sem tilefnið er. Svo þarf að hugsa um þau eins og hverja aðra einstaklinga og sýna þeim umhyggju. Þau eru lifandi.“ Hansína segir tískusveiflur í blómum eins og öðru. „Við erum með pottablóm en þau voru gerð útlæg á heimilum á tímabili þegar silkiblóm og önnur gerviblóm þóttu smart. Nú vill fólk aftur hafa lifandi plöntur í kringum sig sem næra og fegra umhverfið. Það er plöntutíska og ég held að jukkurnar séu að koma aftur. Fyrir 30 árum seldust þær í bílförmum.“ Sem sagt, það er Amsterdamstemning á Hagamelnum fram á sunnudag og afmælisverð í gangi, að sögn Hansínu. „Við bara blómstrum öll saman þessa daga,“ segir hún glaðlega. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 2. júní 2016. Garðyrkja Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fleiri fréttir Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Sænsk sjónvarpsgoðsögn látin Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Söng- og leikkonan Marianne Faithfull er látin Dagur og Ingunn hætt saman Innlit í fataskáp Dóru Júlíu Tóku hús í gegn út á Seltjarnarnesi og settu upp hjónasvítu í bílskúrnum Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Mesta mýtan að fólkið sé grimmt og dónalegt Rán, Guðjón, Kristín og Stefán Máni hrepptu hnossið Enn einn breski erfinginn í heiminn Átján ára aldursmunur milli yngsta og elsta keppanda í Ungfrú Ísland Will Ferrell ætlar með Husavik á Broadway Skinkukallinn er víða Jörundur og Magdalena selja íbúð á eftirsóttum stað „Hann var of góður fyrir þennan grimma heim sem við búum í“ „Mér finnst ekkert skemmtilegra en að spila bridge“ Sjá meira
„Nú ætla ég að gera allt brjálað í Vesturbænum,“ segir Hansína Jóhannesdóttir hlæjandi þegar hún er spurð út í blómamarkaðinn sem hún ætlar að halda í Blómagalleríi á Hagamel 67 í dag og næstu daga. Það gerir hún í tilefni 25 ára afmælis verslunarinnar og kveðst verða með góð tilboð. Nefnir sem dæmi fimm liljur á 1.991 af því búðin var opnuð 1991 og tíu afskornar bóndarósir á verði fjögurra. Hansína stofnaði Blómagallerí með systur sinni, Jórunni. Segir það ekki sjálfgefið að geta rekið blómabúð í 25 ár á sömu kennitölu og rifjar upp hvernig ævintýrið byrjaði. „Ég hafði unnið við blóm frá því ég var unglingur, fyrst í Blómavali í mörg ár og svo heildversluninni Brumi við innflutning fyrir búðirnar. Mig langaði að opna blómabúð en fann ekki hreiður fyrir hana fyrr en 1991. Þá gekk ég með fjórða barnið og var að labba í bakaríið á Hagamel 67 þegar ég sá laust húsnæði þar sem áður var veitingastaður. Hringdi í systur mína sem var á tímamótum líka og spurði hvort hún vildi ekki slá til og opna með mér blómabúð, hún kæmi með peningana og ég vitið! Fjórum vikum seinna vorum við búnar að opna. Jórunn var með mér í tíu ár og svo er hér frábært starfsfólk sem kann sitt fag, ein kona er búin að vera í 20 ár og önnur í 15. Það er það sem skiptir máli og svo auðvitað viðskiptavinirnir. Fyrirsögn þessa viðtals ætti að vera „Takk, takk, kæru viðskiptavinir,“ því án þeirra værum við ekki til.“ Blóm hafa sem sagt skipað stóran sess í lífi Hansínu en hún segir vissulega hafa komið erfiða tíma í rekstrinum. „Það hafa verið umbrotatímar. Þegar við byrjuðum voru sex blómaverslanir í kringum okkur, nú erum við bara tvö eftir, ég og Þórir vinur minn á horninu á Birkimel og Hringbraut. Blóm eru komin í matvörubúðir og bensínstöðvar en fagmennskan er í blómabúðunum og það kann fólk að meta. Þetta er ekkert dútl, mikill burður og oft gróf vinna en skemmtileg og alltaf fylgja miklar tilfinningar blómum, bæði gleði og sorg. Í öllum tilfellum tengjast blómin þó vellíðan, hvert sem tilefnið er. Svo þarf að hugsa um þau eins og hverja aðra einstaklinga og sýna þeim umhyggju. Þau eru lifandi.“ Hansína segir tískusveiflur í blómum eins og öðru. „Við erum með pottablóm en þau voru gerð útlæg á heimilum á tímabili þegar silkiblóm og önnur gerviblóm þóttu smart. Nú vill fólk aftur hafa lifandi plöntur í kringum sig sem næra og fegra umhverfið. Það er plöntutíska og ég held að jukkurnar séu að koma aftur. Fyrir 30 árum seldust þær í bílförmum.“ Sem sagt, það er Amsterdamstemning á Hagamelnum fram á sunnudag og afmælisverð í gangi, að sögn Hansínu. „Við bara blómstrum öll saman þessa daga,“ segir hún glaðlega. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 2. júní 2016.
Garðyrkja Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fleiri fréttir Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Sænsk sjónvarpsgoðsögn látin Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Söng- og leikkonan Marianne Faithfull er látin Dagur og Ingunn hætt saman Innlit í fataskáp Dóru Júlíu Tóku hús í gegn út á Seltjarnarnesi og settu upp hjónasvítu í bílskúrnum Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Mesta mýtan að fólkið sé grimmt og dónalegt Rán, Guðjón, Kristín og Stefán Máni hrepptu hnossið Enn einn breski erfinginn í heiminn Átján ára aldursmunur milli yngsta og elsta keppanda í Ungfrú Ísland Will Ferrell ætlar með Husavik á Broadway Skinkukallinn er víða Jörundur og Magdalena selja íbúð á eftirsóttum stað „Hann var of góður fyrir þennan grimma heim sem við búum í“ „Mér finnst ekkert skemmtilegra en að spila bridge“ Sjá meira