Daglegir notendur Snapchat eru nú orðnir 150 milljón talsins. Vöxtur notenda er gríðarlega mikill og nota nú fleiri Snapchat en Twitter á hverjum degi.
Aðeins eru fjögur ár síðan samskiptamiðillinn vinsæli var stofnaður. Í desember á síðasta ári voru daglegir notendur Snacphat alls 110 milljónir.
Daglegir notendur Twitter eru nú 140 milljónir en fyrirtækið var stofnað árið 2006. Twitter var lengst af næstvinsælasti samskiptamiðillinn á eftir Facebook en nú hafa Instagram, Messenger og WhatsApp tekið fram úr Twitter.
Snapchat brunar fram úr Twitter

Tengdar fréttir

Hlutabréf í Twitter aldrei lægri
Í viðskiptum í morgun lækkaði gengi hlutabréfa í Twitter niður í útboðsgengið.