Audi frumsýnir nýjan A5 coupe Finnur Thorlacius skrifar 3. júní 2016 09:37 Nýr Audi A5 coupe. Í gær frumsýndi Audi nýja gerð A5 bíls síns í höfuðstöðvum sínum í Ingolstadt. Audi er byggður á nýjum A4 sem einnig er nýkominn á markað. Að ytra útliti er bíllinn nú með skarpari línum en forverinn og enn fallegri. Audi hefur tekist að létta bílinn um 60 kíló og minnka vindstuðul hans í 0,25 og fyrir vikið ætti hann að eyða minna þó svo Audi hafi ekki gefið upp eyðslutölur hans. Bíllinn fæst með nokkrum vélargerðum, bæði með dísilvélum og bensínvélum, frá 187 til 286 hestöfl, en S5 coupe sportútgáfa hans er með 349 hestafla vél. Öflugasta dísilvélin er 286 hestöfl og með 3,0 lítra sprengirými og sá bíll er fjórhjóladrifinn. Það á einnig við S5 coupe gerðina og fæst hann eingöngu með 8 gíra sjálfskiptingu. Nýr A5 hefur stækkað og innanrýmið orðið talsvert stærra. Verð bílsins er frá 5,2 til 7,7 milljónum fyrir Audi S5 coupe bílinn. Þó má búast við því að hann verði öllu dýrari hér á landi. Mest lesið Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Ríkissjórn Scholz er sprungin Erlent Varðað við ofsaveðri á Vestfjörðum og Norðurlandi Veður „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ Innlent Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Innlent „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ Innlent
Í gær frumsýndi Audi nýja gerð A5 bíls síns í höfuðstöðvum sínum í Ingolstadt. Audi er byggður á nýjum A4 sem einnig er nýkominn á markað. Að ytra útliti er bíllinn nú með skarpari línum en forverinn og enn fallegri. Audi hefur tekist að létta bílinn um 60 kíló og minnka vindstuðul hans í 0,25 og fyrir vikið ætti hann að eyða minna þó svo Audi hafi ekki gefið upp eyðslutölur hans. Bíllinn fæst með nokkrum vélargerðum, bæði með dísilvélum og bensínvélum, frá 187 til 286 hestöfl, en S5 coupe sportútgáfa hans er með 349 hestafla vél. Öflugasta dísilvélin er 286 hestöfl og með 3,0 lítra sprengirými og sá bíll er fjórhjóladrifinn. Það á einnig við S5 coupe gerðina og fæst hann eingöngu með 8 gíra sjálfskiptingu. Nýr A5 hefur stækkað og innanrýmið orðið talsvert stærra. Verð bílsins er frá 5,2 til 7,7 milljónum fyrir Audi S5 coupe bílinn. Þó má búast við því að hann verði öllu dýrari hér á landi.
Mest lesið Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Ríkissjórn Scholz er sprungin Erlent Varðað við ofsaveðri á Vestfjörðum og Norðurlandi Veður „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ Innlent Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Innlent „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ Innlent