Audi frumsýnir nýjan A5 coupe Finnur Thorlacius skrifar 3. júní 2016 09:37 Nýr Audi A5 coupe. Í gær frumsýndi Audi nýja gerð A5 bíls síns í höfuðstöðvum sínum í Ingolstadt. Audi er byggður á nýjum A4 sem einnig er nýkominn á markað. Að ytra útliti er bíllinn nú með skarpari línum en forverinn og enn fallegri. Audi hefur tekist að létta bílinn um 60 kíló og minnka vindstuðul hans í 0,25 og fyrir vikið ætti hann að eyða minna þó svo Audi hafi ekki gefið upp eyðslutölur hans. Bíllinn fæst með nokkrum vélargerðum, bæði með dísilvélum og bensínvélum, frá 187 til 286 hestöfl, en S5 coupe sportútgáfa hans er með 349 hestafla vél. Öflugasta dísilvélin er 286 hestöfl og með 3,0 lítra sprengirými og sá bíll er fjórhjóladrifinn. Það á einnig við S5 coupe gerðina og fæst hann eingöngu með 8 gíra sjálfskiptingu. Nýr A5 hefur stækkað og innanrýmið orðið talsvert stærra. Verð bílsins er frá 5,2 til 7,7 milljónum fyrir Audi S5 coupe bílinn. Þó má búast við því að hann verði öllu dýrari hér á landi. Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Titringur á Alþingi Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent
Í gær frumsýndi Audi nýja gerð A5 bíls síns í höfuðstöðvum sínum í Ingolstadt. Audi er byggður á nýjum A4 sem einnig er nýkominn á markað. Að ytra útliti er bíllinn nú með skarpari línum en forverinn og enn fallegri. Audi hefur tekist að létta bílinn um 60 kíló og minnka vindstuðul hans í 0,25 og fyrir vikið ætti hann að eyða minna þó svo Audi hafi ekki gefið upp eyðslutölur hans. Bíllinn fæst með nokkrum vélargerðum, bæði með dísilvélum og bensínvélum, frá 187 til 286 hestöfl, en S5 coupe sportútgáfa hans er með 349 hestafla vél. Öflugasta dísilvélin er 286 hestöfl og með 3,0 lítra sprengirými og sá bíll er fjórhjóladrifinn. Það á einnig við S5 coupe gerðina og fæst hann eingöngu með 8 gíra sjálfskiptingu. Nýr A5 hefur stækkað og innanrýmið orðið talsvert stærra. Verð bílsins er frá 5,2 til 7,7 milljónum fyrir Audi S5 coupe bílinn. Þó má búast við því að hann verði öllu dýrari hér á landi.
Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Titringur á Alþingi Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent