Golden State vann þrátt fyrir sögulegan dapran leik hjá Curry Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. júní 2016 22:00 Stephen Curry og Klay Thompson. Vísir/Getty Stephen Curry fékk fullt hús sem mikilvægasti leikmaður NBA-deildarinnar í körfubolta en það var þó ekki að sjá í nótt þegar fyrsti leikur lokaúrslitanna fóru fram enda bauð Curry upp á sögulega dapra frammistöðu. Golden State Warriors vann 15 stiga sigur á Cleveland Cavaliers, 104-89, í leik eitt en þennan sigur verður seint hægt að skrifa á hetju frammistöðu Stephen Curry. Stephen Curry endaði leikinn með aðeins 11 stig, hann tapaði 5 boltum og hitti aðeins úr 4 af 15 skotum sínum. Golden State tapaði meira segja þeim hluta leiksins sem hann var inná og Curry tók ekki eitt vítaskot á þeim 36 mínútum sem hann spilaði. Tölfræðingar ESPN voru fljótir að setja frammistöðu Steph í sögulegt samhengi. Þetta var nefnilega fjórða lægsta stigaskor besta leikmanns deildarinnar í úrslitaeinvígi um titilinn. Það eru aðeins þeir Bill Russell og Wilt Chamberlain sem hafa skorað minna í lokaúrslitum eftir að hafa verið kosnir bestir á sama tímabili. Bill Russell skoraði aðeins 5 stig í öðrum leik Boston Celtics og St. Louis Hawks í lokaúrslitum 1961 en hann endaði einvígið með því að vinna einvígið og skila meðaltölum upp á 17,6 stig og 28,8 fráköst í leik. Wilt Chamberlain skoraði tvisvar bara 10 stig fyrir Philadelphia 76ers í lokaúrslitunum á móti San Francisco Warriors árið 1967 en líkt og Russell þá varð hann NBA-meistari. Chamberlain var með 17,7 stig, 28,5 fráköst og 6,8 stoðsendingar að meðaltali í lokaúrslitunum sem Philadelphia 76ers vann 4-2. Stephen Curry hafði skorað yfir 30 stig í síðustu þremur leikjum á undan leiknum í nótt og í þeim hitti hann meðal annars úr 16 af 34 þriggja stiga skotum sínum eða 47 prósent skotanna. Curry var með 32,7 stig og 7,7 stoðsendingar að meðaltali í leikjunum þar sem Golden State liðið gróf sig upp úr 3-1 holu á móti Oklahoma City Thunder. Þeir félagar Stephen Curry og Klay Thompson skoruðu aðeins 20 stig saman í leiknum og klikkuðu á 19 af 27 skotum sínum. Það eru því ekki góðar fréttir fyrir leikmenn Cleveland Cavaliers að þeir geti ekki unnið Golden State þegar bestu skyttur Warriors-liðsins eru ískaldar.Steph Curry's 11 Pts are the 4th fewest in a Finals game by an MVP that played at least 30 mins. (via @EliasSports) pic.twitter.com/s5uaTotPQH— SportsCenter (@SportsCenter) June 3, 2016 Steph Curry and Klay Thompson scored just 20 combined Pts, their fewest in a win this season. (via @ESPNStatsInfo) pic.twitter.com/klPpd8wCkY— SportsCenter (@SportsCenter) June 3, 2016 Stephen Curry and Klay Thompson combined for 20 points, their fewest in a game they both played in over last 2 seasons,— ESPN Stats & Info (@ESPNStatsInfo) June 3, 2016 NBA Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Liverpool loks á sigurbraut á ný Enski boltinn Amad bjargaði stigi fyrir United Enski boltinn Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Enski boltinn Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Enski boltinn Fleiri fréttir Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Slot: Engin auka pressa við þetta tap Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Arteta fyrstur stjóranna á fætur Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Sjá meira
Stephen Curry fékk fullt hús sem mikilvægasti leikmaður NBA-deildarinnar í körfubolta en það var þó ekki að sjá í nótt þegar fyrsti leikur lokaúrslitanna fóru fram enda bauð Curry upp á sögulega dapra frammistöðu. Golden State Warriors vann 15 stiga sigur á Cleveland Cavaliers, 104-89, í leik eitt en þennan sigur verður seint hægt að skrifa á hetju frammistöðu Stephen Curry. Stephen Curry endaði leikinn með aðeins 11 stig, hann tapaði 5 boltum og hitti aðeins úr 4 af 15 skotum sínum. Golden State tapaði meira segja þeim hluta leiksins sem hann var inná og Curry tók ekki eitt vítaskot á þeim 36 mínútum sem hann spilaði. Tölfræðingar ESPN voru fljótir að setja frammistöðu Steph í sögulegt samhengi. Þetta var nefnilega fjórða lægsta stigaskor besta leikmanns deildarinnar í úrslitaeinvígi um titilinn. Það eru aðeins þeir Bill Russell og Wilt Chamberlain sem hafa skorað minna í lokaúrslitum eftir að hafa verið kosnir bestir á sama tímabili. Bill Russell skoraði aðeins 5 stig í öðrum leik Boston Celtics og St. Louis Hawks í lokaúrslitum 1961 en hann endaði einvígið með því að vinna einvígið og skila meðaltölum upp á 17,6 stig og 28,8 fráköst í leik. Wilt Chamberlain skoraði tvisvar bara 10 stig fyrir Philadelphia 76ers í lokaúrslitunum á móti San Francisco Warriors árið 1967 en líkt og Russell þá varð hann NBA-meistari. Chamberlain var með 17,7 stig, 28,5 fráköst og 6,8 stoðsendingar að meðaltali í lokaúrslitunum sem Philadelphia 76ers vann 4-2. Stephen Curry hafði skorað yfir 30 stig í síðustu þremur leikjum á undan leiknum í nótt og í þeim hitti hann meðal annars úr 16 af 34 þriggja stiga skotum sínum eða 47 prósent skotanna. Curry var með 32,7 stig og 7,7 stoðsendingar að meðaltali í leikjunum þar sem Golden State liðið gróf sig upp úr 3-1 holu á móti Oklahoma City Thunder. Þeir félagar Stephen Curry og Klay Thompson skoruðu aðeins 20 stig saman í leiknum og klikkuðu á 19 af 27 skotum sínum. Það eru því ekki góðar fréttir fyrir leikmenn Cleveland Cavaliers að þeir geti ekki unnið Golden State þegar bestu skyttur Warriors-liðsins eru ískaldar.Steph Curry's 11 Pts are the 4th fewest in a Finals game by an MVP that played at least 30 mins. (via @EliasSports) pic.twitter.com/s5uaTotPQH— SportsCenter (@SportsCenter) June 3, 2016 Steph Curry and Klay Thompson scored just 20 combined Pts, their fewest in a win this season. (via @ESPNStatsInfo) pic.twitter.com/klPpd8wCkY— SportsCenter (@SportsCenter) June 3, 2016 Stephen Curry and Klay Thompson combined for 20 points, their fewest in a game they both played in over last 2 seasons,— ESPN Stats & Info (@ESPNStatsInfo) June 3, 2016
NBA Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Liverpool loks á sigurbraut á ný Enski boltinn Amad bjargaði stigi fyrir United Enski boltinn Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Enski boltinn Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Enski boltinn Fleiri fréttir Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Slot: Engin auka pressa við þetta tap Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Arteta fyrstur stjóranna á fætur Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Sjá meira