Fótbolti

FIFA-karlarnir hækkuðu launin sín og gáfu sér myndarlega bónusa

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Sepp Blatter og Jerome Valcke.
Sepp Blatter og Jerome Valcke. Vísir/Getty
Sepp Blatter, Jerome Valcke og Markus Kattner voru allir hásettir hjá FIFA áður en upp komst um spillinguna innan Alþjóðaknattspyrnusambandsins en það berast enn fréttir af græðgi æðstu manna innan FIFA.

Sepp Blatter hefur nú látið af störfum sem forseti FIFA, Jerome Valcke var rekinn sem framkvæmdastjóri og Markus Kattner missti starf sitt sem fjármálastjóri.

BBC segir frá því að upp hafi komist um myndarlegt peningaplokk hjá þessum valdamikla þríeyki þegar þeir réðu öllu innan veggja FIFA og virtust hafa nánast frjálsan aðgang í peninga sambandsins.

Braskið komst upp í húsleit svissnesku lögreglunnar hjá FIFA í gær en þá voru mörg skjöl og rafrænar upplýsingar gerðar upptækar.

Lögmenn FIFA segja að þessir þrír hafi hækkað launin sín sjálfir og borgað sér háa bónusa en þessar upphæðir voru engir smáaurar.

Alls hafi þeir veitt sjálfum sér um 55 milljónir punda á fimm árum eða tæplega tíu milljarða íslenskra króna.

Siðanefnd FIFA dæmdi í febrúar Sepp Blatter í sex ára bann frá fótbolta og Jerome Valcke fékk tólf ára bann. Báðir héldu þeir fram sakleysi sínu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×