Atvinnuviðtali lauk með hnefahöggum Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 6. júní 2016 12:20 Lögreglan á Suðurlandi kom að 358 verkefnum í liðinni viku. vísir/pjetur Mikið var að gera hjá lögreglumönnum á Suðurlandi í síðustu viku. Kom hún að 358 verkefnum sem er talsverð aukning frá vikunni á undan. Lögreglumenn lögðu hald á fíkniefnapakka sem kom með flugvél og tóku á móti kæru vegna atvinnuviðtals sem lauk með hnefahöggum. Karlmaður kom í lögreglustöðina á Selfossi síðdegis á laugardag og kærði annan fyrir líkamsárás. Árásarþolinn hafði ætlað að ráða hinn í vinnu. Þeim sinnaðist í viðræðum sínum með þeim afleiðingum að sá sem hugðist ráða sig í vinnuna réðist á hinn með hnefahöggum sem leiddi til tannbrots. Atvikið átti sér stað í Hveragerði. Lögreglumenn á Höfn í Hornafirði fóru á fimmtudag á flugvöllinn og haldlögðu pakka sem kom með flugvél frá Reykjavík. Grunur lék á um að í pakkanum væru fíkniefni sem reyndist á rökum reist. Skömmu síðar kom maður til að sækja pakkann. Hann var handtekinn og bar því við að hann hefði verið sendur af öðrum manni til að sækja pakkann. Sá maður var handtekinn og færður til yfirheyrslu. Í pakkanum var amfetamín og kannabis, ekki í miklu magni, sem maðurinn viðurkenndi að eiga og hafi einungis verið ætlað til eigin neyslu. Efnin verða send til vigtunar og rannsóknar. Þá voru karl og kona handtekin á Suðurlandsvegi í Ölfusi seint á laugardagskvöld á leið þeirra í bifreið sem konan ók. Konan bar merki þess að vera undir áhrifum fíkniefna við aksturinn. Í ljós kom að hún var ekki með ökuréttindi. Hún hafði verið svipt þeim. Í bifreiðinni voru ýmsir munir sem grunur lék á að væri þýfi. Parið var yfirheyrt í gær. Konan gekkst við sviptinga- og fíkniefnaakstrinum. Hins vegar neituðu bæði þjófnaði á þeim munum sem voru í bílnum en gátu ekki gert grein fyrir þeim. Þar ræðir um, meðal annars, fartölvur, sláttuvél, gasgrill og flatskjár. Munirnir voru haldlagðir og eru í geymslu í lögreglustöðinni á Selfossi. Eitthundrað og fjórtán ökumenn voru í vikunni kærðir fyrir umferðarlagabrot. Þar af voru 88 kærðir fyrir hraðakstur, fjórir fyrir akstur undir áhrifum fíkniefna, einn fyrir ölvunarakstur og umferðardeildarlögreglumenn voru í eftirliti með öxulþunga, ökuritum, hvíldartíma ökumanna og ýmsum öðru sem snýr að umferðinni. Fréttir af flugi Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira
Mikið var að gera hjá lögreglumönnum á Suðurlandi í síðustu viku. Kom hún að 358 verkefnum sem er talsverð aukning frá vikunni á undan. Lögreglumenn lögðu hald á fíkniefnapakka sem kom með flugvél og tóku á móti kæru vegna atvinnuviðtals sem lauk með hnefahöggum. Karlmaður kom í lögreglustöðina á Selfossi síðdegis á laugardag og kærði annan fyrir líkamsárás. Árásarþolinn hafði ætlað að ráða hinn í vinnu. Þeim sinnaðist í viðræðum sínum með þeim afleiðingum að sá sem hugðist ráða sig í vinnuna réðist á hinn með hnefahöggum sem leiddi til tannbrots. Atvikið átti sér stað í Hveragerði. Lögreglumenn á Höfn í Hornafirði fóru á fimmtudag á flugvöllinn og haldlögðu pakka sem kom með flugvél frá Reykjavík. Grunur lék á um að í pakkanum væru fíkniefni sem reyndist á rökum reist. Skömmu síðar kom maður til að sækja pakkann. Hann var handtekinn og bar því við að hann hefði verið sendur af öðrum manni til að sækja pakkann. Sá maður var handtekinn og færður til yfirheyrslu. Í pakkanum var amfetamín og kannabis, ekki í miklu magni, sem maðurinn viðurkenndi að eiga og hafi einungis verið ætlað til eigin neyslu. Efnin verða send til vigtunar og rannsóknar. Þá voru karl og kona handtekin á Suðurlandsvegi í Ölfusi seint á laugardagskvöld á leið þeirra í bifreið sem konan ók. Konan bar merki þess að vera undir áhrifum fíkniefna við aksturinn. Í ljós kom að hún var ekki með ökuréttindi. Hún hafði verið svipt þeim. Í bifreiðinni voru ýmsir munir sem grunur lék á að væri þýfi. Parið var yfirheyrt í gær. Konan gekkst við sviptinga- og fíkniefnaakstrinum. Hins vegar neituðu bæði þjófnaði á þeim munum sem voru í bílnum en gátu ekki gert grein fyrir þeim. Þar ræðir um, meðal annars, fartölvur, sláttuvél, gasgrill og flatskjár. Munirnir voru haldlagðir og eru í geymslu í lögreglustöðinni á Selfossi. Eitthundrað og fjórtán ökumenn voru í vikunni kærðir fyrir umferðarlagabrot. Þar af voru 88 kærðir fyrir hraðakstur, fjórir fyrir akstur undir áhrifum fíkniefna, einn fyrir ölvunarakstur og umferðardeildarlögreglumenn voru í eftirliti með öxulþunga, ökuritum, hvíldartíma ökumanna og ýmsum öðru sem snýr að umferðinni.
Fréttir af flugi Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira