Spánverjar hafa verið Evrópumeistarar í átta ár samfellt en þeir stefna nú á það að vinna þriðja Evrópumótið í röð þegar EM í Frakklandi hefst á föstudaginn.
Generalprufa spænska liðsins fyrir Evrópumótið verður vináttulandsleikur á móti Georgíu í Getafe á Spáni á morgun þriðjudag.
Íslenski dómarinn Vilhjálmur Alvar Þórarinsson verður þar í eldlínunni en Knattspyrnusamband Íslands segir frá því á heimasíðu sinni að Vilhjálmur Alvar muni dæma síðasta leik Spánar fyrir úrslitakeppni EM í Frakklandi.
Vilhjálmi til aðstoðar í leiknum verða þeir Gylfi Már Sigurðsson og Gunnar Sverrir Gunnarsson en fjórði dómari er heimamaður, Juan Martinez Munuera.
Vilhjálmur Alvar Þórarinsson var þrítugur á síðasta ári en hann hefur verið FIFA-dómari frá 2015 og hefur dæmt í Pepsi-deildinni undanfarin sjö tímabil. Hann hefur dæmt sex leiki í deildinni í fyrstu sjö umferðunum en var varadómari í leik Vals og Stjörnunnar í gær.
Þetta verður þriðji vináttulandsleikur Spánverja síðan að tímabili félagsliðanna lauk en liðið vann 3-1 sigur á Bosníu og 6-1 sigur á Suður-Kóreu.
Fyrsti leikur spænska liðsins á Evrópumótinu í Frakklandi verður síðan á móti Tékklandi í Toulouse 13. júní næstkomandi.
Íslenskur dómari dæmir síðasta leik Spánverja fyrir EM
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið


Myndir frá sigrinum sem tryggði EM-sætið
Handbolti



Styrmir skoraði tólf í naumum sigri
Körfubolti

Lærisveinar Alfreðs að stinga af
Handbolti


Kristinn Albertsson nýr formaður KKÍ
Körfubolti

„Betri ára yfir okkur“
Handbolti

Haukar fóru illa með botnliðið
Handbolti