Fjögur hvalaskoðunarfyrirtæki fá alþjóðlega umhverfisvottun Svavar Hávarðsson skrifar 7. júní 2016 06:00 Fleiri ferðamenn fara í hvalaskoðunarferðir í ár en byggja þetta land, segja spár. Fréttablaðið/Stefán Landvernd hefur veitt fjórum hvalaskoðunarfyrirtækjum bláfánavottun fyrir sjálfbæra sjávarferðamennsku. Þetta er í fyrsta skipti sem Bláfáninn er veittur hvalaskoðunarfyrirtækjum í heiminum. Viðurkenninguna hlutu Ambassador á Akureyri og Elding, Special Tours og Whale Safari í Reykjavík. Bláfáninn er alþjóðleg umhverfisvottun sem veitt er fyrirtækjum og sveitarfélögum fyrir árangursríkt starf að umhverfismálum, og frá árinu 2016 einnig fyrirtækjum í sjávartengdri ferðaþjónustu, segir í tilkynningu Landverndar. Meginmarkmið verkefnisins er að vernda haf- og strandsvæði, draga úr umhverfisáhrifum með kerfisbundnum hætti, bæta öryggi og efla umhverfisvitund. Þessu er náð með bættri umhverfisstjórnun, góðum slysavörnum, eftirliti með vatnsgæðum og öflugri fræðslu og upplýsingagjöf. Landvernd innleiddi Bláfánann hér á landi árið 2002 en verkefnið hefur verið rekið á alþjóðavísu frá árinu 1985 af alþjóðlegu umhverfismenntasamtökunum Foundation for Environmental Education (FEE), sem Landvernd er aðili að. Landvernd kom af stað þróun bláfánaviðurkenningarinnar fyrir hvalaskoðunarfyrirtæki á vegum FEE. Á Íslandi flagga því viðurkenningunni fjögur hvalaskoðunarfyrirtæki með alls 16 báta, sex smábátahafnir og þrjár baðstrendur. Hvalaskoðunarfyrirtækjunum var afhentur Bláfáninn við veglega athöfn sem fór fram í kjölfar viðburðar á vegum Whales and Dolphin Conservation í Hvalasýningarsafninu á Granda í tilefni af 25 ára afmæli hvalaskoðunar á Íslandi. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 7. júní 2016 Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Fleiri fréttir Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Sjá meira
Landvernd hefur veitt fjórum hvalaskoðunarfyrirtækjum bláfánavottun fyrir sjálfbæra sjávarferðamennsku. Þetta er í fyrsta skipti sem Bláfáninn er veittur hvalaskoðunarfyrirtækjum í heiminum. Viðurkenninguna hlutu Ambassador á Akureyri og Elding, Special Tours og Whale Safari í Reykjavík. Bláfáninn er alþjóðleg umhverfisvottun sem veitt er fyrirtækjum og sveitarfélögum fyrir árangursríkt starf að umhverfismálum, og frá árinu 2016 einnig fyrirtækjum í sjávartengdri ferðaþjónustu, segir í tilkynningu Landverndar. Meginmarkmið verkefnisins er að vernda haf- og strandsvæði, draga úr umhverfisáhrifum með kerfisbundnum hætti, bæta öryggi og efla umhverfisvitund. Þessu er náð með bættri umhverfisstjórnun, góðum slysavörnum, eftirliti með vatnsgæðum og öflugri fræðslu og upplýsingagjöf. Landvernd innleiddi Bláfánann hér á landi árið 2002 en verkefnið hefur verið rekið á alþjóðavísu frá árinu 1985 af alþjóðlegu umhverfismenntasamtökunum Foundation for Environmental Education (FEE), sem Landvernd er aðili að. Landvernd kom af stað þróun bláfánaviðurkenningarinnar fyrir hvalaskoðunarfyrirtæki á vegum FEE. Á Íslandi flagga því viðurkenningunni fjögur hvalaskoðunarfyrirtæki með alls 16 báta, sex smábátahafnir og þrjár baðstrendur. Hvalaskoðunarfyrirtækjunum var afhentur Bláfáninn við veglega athöfn sem fór fram í kjölfar viðburðar á vegum Whales and Dolphin Conservation í Hvalasýningarsafninu á Granda í tilefni af 25 ára afmæli hvalaskoðunar á Íslandi. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 7. júní 2016
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Fleiri fréttir Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Sjá meira