Stephen Curry verður ekki með Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. júní 2016 07:30 Stephen Curry, leikmaður NBA-meistara Golden State Warriors og verðmætasti leikmaður NBA-deildarinnar undanfarin tvö ár, tilkynnti það í gær að hann ætli að taka því rólega í sumar. Stephen Curry mun því ekki gefa kost á sér í Ólympíulið Bandaríkjanna en framundan er keppni á leikunum í Ríó de Janeiro í Brasilíu sem fara fram í ágústmánuði. Stephen Curry hefur aldrei spilað með bandaríska landsliðinu á Ólympíuleikum en varð í heimsmeistaraliðinu bæði 2010 í Tyrklandi og 2014 á Spáni. „Eftir langa íhugun og viðræður við mína fjölskyldu, forráðamenn Warriors og mína menn þá ákvað ég að taka nafn mitt af listanum yfir þá sem gefa kost á sér í bandaríska landsliðið á Ólympíuleikunum í Brasilíu," sagði Stephen Curry í yfirlýsingu. Stephen Curry og félagar í Golden State Warriors eru komnir í 2-0 í úrslitaeinvíginu á móti Cleveland Cavaliers og vantar því aðeins tvo sigra í viðbót til að vinna NBA-titilinn annað árið í röð. Stephen Curry segir þar að ökkla- og hnémeiðslin sem hann varð fyrir í byrjun úrslitakeppninnar eigi sinni þátt í því að hann telji nauðsynlegt fyrir sig og byggja upp skrokkinn í sumar og gera sig kláran í 2016-17 tímabilið með Golden State Warriors. Curry missti af fjórum leikjum í úrslitakeppninni vegna meiðsla og tók síðan nokkra leiki að komast aftur í gang en þessi 28 ára bakvörður er búinn að eiga sögulegt ár, bæði hvað varðar sína frammistöðu sem og frammistöðu alls liðsins sem hefur unnið fleiri leiki en nokkuð annað NBA-lið. Stephen Curry, Anthony Davis (meiddur), Blake Griffin (hvíld) og Chris Paul (hvíld) gefa ekki kost á sér en eftirtaldir 26 leikmenn eru enn á listanum: Carmelo Anthony, Harrison Barnes, Bradley Beal, Jimmy Butler, Mike Conley, DeMarcus Cousins, DeMar DeRozan, Andre Drummond, Kevin Durant, Kenneth Faried, Rudy Gay, Paul George, Draymond Green, James Harden, Gordon Hayward, Dwight Howard, Andre Iguodala, Kyrie Irving, LeBron James, DeAndre Jordan, Kawhi Leonard, Damian Lillard, Kevin Love, Klay Thompson, John Wall og Russell Westbrook. Mike Krzyzewski, þjálfari bandaríska landsliðsins, mun velja tólf manna hóp í lok júní en liðið mun síðan hefja æfinga í Las Vegas 17. júlí. Hann hefur enn úr nóg af frábærum leikmönnum að velja en svo gæti vissulega farið að fleiri hætti við þátttöku. NBA Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Myndasyrpa: Glódís og forsetinn í hláturskasti á hófinu í Hörpu Sport Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn Enski boltinn Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Handbolti Telur sig hafa fengið hálfgert loforð frá ÍSÍ um fjármuni Fótbolti Glódís Perla íþróttamaður ársins með fullt hús stiga Sport Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Handbolti „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Körfubolti Amorim segir leikmenn sína hrædda Enski boltinn Allt er fertugum LeBron fært Körfubolti „Við stýrðum leiknum ekki nægilega vel“ Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Valur - Stjarnan | Toppliðið heimsækir meistarana sem eru við botninn Martin glímir við meiðsli í hásin Allt er fertugum LeBron fært „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Tindastóll upp fyrir Njarðvík Haukar og Hamar/Þór með góða sigra Uppgjörið: Grindavík - Þór Ak. 64-84 | Þór hafði betur í Smáranum Í bann fyrir skaðlega framkomu og dyrnar opnar „Hann er með vonir og væntingar heils bæjarfélags á bakinu“ „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Uppgjörið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Uppgjörið: Höttur - Haukar 86-89 | Gestirnir unnu botnslaginn á Egilsstöðum Butler vill í burtu: Tilbúinn að spila með öllum liðum nema Miami Heat Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Fótbrotnaði í NBA leik Var aðdáandi Chiefs áður en Mahomes og Travis mættu til sögunnar „Stoltur af strákunum sem eru að taka töluvert meiri ábyrgð“ „Það er krísa“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 87-89 | Langþráður sigur Álftnesinga Tryggvi Snær tók flest fráköst í góðum sigri Uppgjörið og viðtöl: ÍR - Grindavík 98-90 | ÍR sigraði í framlengdri rússibanareið Uppgjörið: Njarðvík - Þór Þ. 106-104 | Heimasigur í hörkuleik Íslenska körfuboltaárið hefur aldrei byrjað fyrr Friðrik Ingi orðinn þjálfari Hauka Sakar NBA-deildina um að vera á móti Houston Rockets Lauk árinu með fjörutíu stiga leik Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Martin stiga- og stoðsendingahæstur í tapi Berlínarmanna Sá þriðji í sögunni til að spila fullkominn leik Sjá meira
Stephen Curry, leikmaður NBA-meistara Golden State Warriors og verðmætasti leikmaður NBA-deildarinnar undanfarin tvö ár, tilkynnti það í gær að hann ætli að taka því rólega í sumar. Stephen Curry mun því ekki gefa kost á sér í Ólympíulið Bandaríkjanna en framundan er keppni á leikunum í Ríó de Janeiro í Brasilíu sem fara fram í ágústmánuði. Stephen Curry hefur aldrei spilað með bandaríska landsliðinu á Ólympíuleikum en varð í heimsmeistaraliðinu bæði 2010 í Tyrklandi og 2014 á Spáni. „Eftir langa íhugun og viðræður við mína fjölskyldu, forráðamenn Warriors og mína menn þá ákvað ég að taka nafn mitt af listanum yfir þá sem gefa kost á sér í bandaríska landsliðið á Ólympíuleikunum í Brasilíu," sagði Stephen Curry í yfirlýsingu. Stephen Curry og félagar í Golden State Warriors eru komnir í 2-0 í úrslitaeinvíginu á móti Cleveland Cavaliers og vantar því aðeins tvo sigra í viðbót til að vinna NBA-titilinn annað árið í röð. Stephen Curry segir þar að ökkla- og hnémeiðslin sem hann varð fyrir í byrjun úrslitakeppninnar eigi sinni þátt í því að hann telji nauðsynlegt fyrir sig og byggja upp skrokkinn í sumar og gera sig kláran í 2016-17 tímabilið með Golden State Warriors. Curry missti af fjórum leikjum í úrslitakeppninni vegna meiðsla og tók síðan nokkra leiki að komast aftur í gang en þessi 28 ára bakvörður er búinn að eiga sögulegt ár, bæði hvað varðar sína frammistöðu sem og frammistöðu alls liðsins sem hefur unnið fleiri leiki en nokkuð annað NBA-lið. Stephen Curry, Anthony Davis (meiddur), Blake Griffin (hvíld) og Chris Paul (hvíld) gefa ekki kost á sér en eftirtaldir 26 leikmenn eru enn á listanum: Carmelo Anthony, Harrison Barnes, Bradley Beal, Jimmy Butler, Mike Conley, DeMarcus Cousins, DeMar DeRozan, Andre Drummond, Kevin Durant, Kenneth Faried, Rudy Gay, Paul George, Draymond Green, James Harden, Gordon Hayward, Dwight Howard, Andre Iguodala, Kyrie Irving, LeBron James, DeAndre Jordan, Kawhi Leonard, Damian Lillard, Kevin Love, Klay Thompson, John Wall og Russell Westbrook. Mike Krzyzewski, þjálfari bandaríska landsliðsins, mun velja tólf manna hóp í lok júní en liðið mun síðan hefja æfinga í Las Vegas 17. júlí. Hann hefur enn úr nóg af frábærum leikmönnum að velja en svo gæti vissulega farið að fleiri hætti við þátttöku.
NBA Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Myndasyrpa: Glódís og forsetinn í hláturskasti á hófinu í Hörpu Sport Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn Enski boltinn Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Handbolti Telur sig hafa fengið hálfgert loforð frá ÍSÍ um fjármuni Fótbolti Glódís Perla íþróttamaður ársins með fullt hús stiga Sport Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Handbolti „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Körfubolti Amorim segir leikmenn sína hrædda Enski boltinn Allt er fertugum LeBron fært Körfubolti „Við stýrðum leiknum ekki nægilega vel“ Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Valur - Stjarnan | Toppliðið heimsækir meistarana sem eru við botninn Martin glímir við meiðsli í hásin Allt er fertugum LeBron fært „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Tindastóll upp fyrir Njarðvík Haukar og Hamar/Þór með góða sigra Uppgjörið: Grindavík - Þór Ak. 64-84 | Þór hafði betur í Smáranum Í bann fyrir skaðlega framkomu og dyrnar opnar „Hann er með vonir og væntingar heils bæjarfélags á bakinu“ „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Uppgjörið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Uppgjörið: Höttur - Haukar 86-89 | Gestirnir unnu botnslaginn á Egilsstöðum Butler vill í burtu: Tilbúinn að spila með öllum liðum nema Miami Heat Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Fótbrotnaði í NBA leik Var aðdáandi Chiefs áður en Mahomes og Travis mættu til sögunnar „Stoltur af strákunum sem eru að taka töluvert meiri ábyrgð“ „Það er krísa“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 87-89 | Langþráður sigur Álftnesinga Tryggvi Snær tók flest fráköst í góðum sigri Uppgjörið og viðtöl: ÍR - Grindavík 98-90 | ÍR sigraði í framlengdri rússibanareið Uppgjörið: Njarðvík - Þór Þ. 106-104 | Heimasigur í hörkuleik Íslenska körfuboltaárið hefur aldrei byrjað fyrr Friðrik Ingi orðinn þjálfari Hauka Sakar NBA-deildina um að vera á móti Houston Rockets Lauk árinu með fjörutíu stiga leik Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Martin stiga- og stoðsendingahæstur í tapi Berlínarmanna Sá þriðji í sögunni til að spila fullkominn leik Sjá meira