Erfitt að vita af barninu sínu í brasilísku fangelsi Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 7. júní 2016 18:30 Íslenskt par hefur verið dæmt í rúmlega fimm ára fangelsi í Brasilíu fyrir að reyna að smygla fíkniefnum úr landinu. Móðir stúlkunnar segir málið hafa reynst fjölskyldu hennar erfitt. Parið var handtekið á gistihúsi í Fortaleza í Brasilíu á milli jóla og nýárs. Brasilískir fjölmiðlar greindu frá handtöku parsins um áramótin. Þau voru handtekin eftir ábendingu og fundust fjögur kíló af kókaíni í fórum þeirra. Talið er að parið hafi ætlað að smygla fíkniefnunum til Evrópu. Maðurinn, sem heitir Hlynur Kristinn Rúnarsson og er tuttugu og sjö ára, og konan sem heitir Birgitta Gyða Bjarnadóttir og er tvítug, voru í gær dæmd af brasilískum dómstóli í ríflega fimm ára fangelsi. Esther Ósk Estherardóttir móðir Birgittu sagði í samtali við fréttastofu í dag að málið allt hefði reynt á fjölskylduna. Það sé erfitt að vita af barninu sínu í brasilísku fangelsi sérstaklega þar sem aðstæður séu mjög slæmar. Hún segir þó létti að dóttir sín hafi ekki hlotið lengri dóm en hún hafi búið sig undir að svo gæti farið. Hún segir marga hafa staðið við bakið á Birgittu og stutt hana. Umræðan um málið hafi þó tekið á fjölskylduna. Birgitta hefur nú setið í hálft ár í fangelsi í Brasilíu sem dregst væntanlega frá dómnum. Esther segir að mögulega geti hún losnað úr fangelsi eftir tvö eða tvö og hálft ár. Hún þyrfti þó að vera lengur í Brasilíu eða á meðan á reynslulausn stæði. Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Pútín sagður ætla að „taka til“ eftir kosningarnar Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Erlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Fleiri fréttir Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Sjá meira
Íslenskt par hefur verið dæmt í rúmlega fimm ára fangelsi í Brasilíu fyrir að reyna að smygla fíkniefnum úr landinu. Móðir stúlkunnar segir málið hafa reynst fjölskyldu hennar erfitt. Parið var handtekið á gistihúsi í Fortaleza í Brasilíu á milli jóla og nýárs. Brasilískir fjölmiðlar greindu frá handtöku parsins um áramótin. Þau voru handtekin eftir ábendingu og fundust fjögur kíló af kókaíni í fórum þeirra. Talið er að parið hafi ætlað að smygla fíkniefnunum til Evrópu. Maðurinn, sem heitir Hlynur Kristinn Rúnarsson og er tuttugu og sjö ára, og konan sem heitir Birgitta Gyða Bjarnadóttir og er tvítug, voru í gær dæmd af brasilískum dómstóli í ríflega fimm ára fangelsi. Esther Ósk Estherardóttir móðir Birgittu sagði í samtali við fréttastofu í dag að málið allt hefði reynt á fjölskylduna. Það sé erfitt að vita af barninu sínu í brasilísku fangelsi sérstaklega þar sem aðstæður séu mjög slæmar. Hún segir þó létti að dóttir sín hafi ekki hlotið lengri dóm en hún hafi búið sig undir að svo gæti farið. Hún segir marga hafa staðið við bakið á Birgittu og stutt hana. Umræðan um málið hafi þó tekið á fjölskylduna. Birgitta hefur nú setið í hálft ár í fangelsi í Brasilíu sem dregst væntanlega frá dómnum. Esther segir að mögulega geti hún losnað úr fangelsi eftir tvö eða tvö og hálft ár. Hún þyrfti þó að vera lengur í Brasilíu eða á meðan á reynslulausn stæði.
Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Pútín sagður ætla að „taka til“ eftir kosningarnar Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Erlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Fleiri fréttir Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Sjá meira