Silfra á kafi í köfurum Nadine Guðrún Yaghi skrifar 8. júní 2016 06:00 VÍSIR/VILHELM Átta fyrirtæki selja köfunarþjónustu fyrir ferðamenn við gjána Silfru á Þingvöllum. Það kostar um fjörutíu þúsund krónur á mann að kafa og tuttugu þúsund krónur að snorkla í gjánni. Þjóðgarðurinn fær þúsund krónur fyrir hvern kafara. Einn til tveir starfsmenn á vegum Þjóðgarðsins vakta svæðið á hverjum tíma og sér garðurinn um alla uppbyggingu og þjónustu á svæðinu. „Miðað við þær miklu tekjur sem hljótast af þessum rekstri má alveg velta því upp hvort gjaldið sem við fáum eigi að vera hærra. Við höfum þó látið þessar tekjur duga,“ segir Ólafur Örn Haraldsson þjóðgarðsvörður. Fjöldi kafara og snorklara í Silfru árið 2015 var um 30.000. Þjóðgarðurinn fékk rúmar 28 milljónir í tekjur af köfuninni. „Þetta hefur vaxið gríðarlega mikið. Það voru sex þúsund gestir fyrir sex árum,“ segir Ólafur Örn. Engar fjöldatakmarkanir eru á rekstraraðilum né takmarkanir á fjölda kafara sem fara í gegn um gjána á hverjum degi. „Við teljum að það sé löngu kominn tími til að takmarka þetta eitthvað. Það gengur ekki lengur að það sé endalaust verið að fjölga. Það er komið að því að breyta þessu og hef ég öryggismálin að leiðarljósi í þeim efnum. Því miður hafa orðið mjög slæm slys og fólk hefur farist í Silfru. Stundum hefur tilviljun ein ráðið því að fólk hefur ekki dáið,“ segir Ólafur Örn og bætir við að umferðin á bökkum Silfru sé orðin gríðarlega mikil. „Það eru þó ekki endilega kafararnir en þarna koma aðrir gestir til að fylgjast með og líka til að skoða staðinn. Það hafa því orðið miklar skemmdir á mosa og öðrum gróðri á bökkunum.“Vísir/Vilhelmvísir/vilhelm Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Innlent Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Fleiri fréttir „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Sjá meira
Átta fyrirtæki selja köfunarþjónustu fyrir ferðamenn við gjána Silfru á Þingvöllum. Það kostar um fjörutíu þúsund krónur á mann að kafa og tuttugu þúsund krónur að snorkla í gjánni. Þjóðgarðurinn fær þúsund krónur fyrir hvern kafara. Einn til tveir starfsmenn á vegum Þjóðgarðsins vakta svæðið á hverjum tíma og sér garðurinn um alla uppbyggingu og þjónustu á svæðinu. „Miðað við þær miklu tekjur sem hljótast af þessum rekstri má alveg velta því upp hvort gjaldið sem við fáum eigi að vera hærra. Við höfum þó látið þessar tekjur duga,“ segir Ólafur Örn Haraldsson þjóðgarðsvörður. Fjöldi kafara og snorklara í Silfru árið 2015 var um 30.000. Þjóðgarðurinn fékk rúmar 28 milljónir í tekjur af köfuninni. „Þetta hefur vaxið gríðarlega mikið. Það voru sex þúsund gestir fyrir sex árum,“ segir Ólafur Örn. Engar fjöldatakmarkanir eru á rekstraraðilum né takmarkanir á fjölda kafara sem fara í gegn um gjána á hverjum degi. „Við teljum að það sé löngu kominn tími til að takmarka þetta eitthvað. Það gengur ekki lengur að það sé endalaust verið að fjölga. Það er komið að því að breyta þessu og hef ég öryggismálin að leiðarljósi í þeim efnum. Því miður hafa orðið mjög slæm slys og fólk hefur farist í Silfru. Stundum hefur tilviljun ein ráðið því að fólk hefur ekki dáið,“ segir Ólafur Örn og bætir við að umferðin á bökkum Silfru sé orðin gríðarlega mikil. „Það eru þó ekki endilega kafararnir en þarna koma aðrir gestir til að fylgjast með og líka til að skoða staðinn. Það hafa því orðið miklar skemmdir á mosa og öðrum gróðri á bökkunum.“Vísir/Vilhelmvísir/vilhelm
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Innlent Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Fleiri fréttir „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Sjá meira