Vill lengri opnun sundstaða Snærós Sindradóttir skrifar 8. júní 2016 06:00 Laugardalslaug hefur lengstan opnunartíma sundstaða í Reykjavík en Hildur Sverrisdóttir segir íbúa borgarinnar kvarta yfir því að þar sé ekki pláss fyrir fjölskyldur vegna ferðamannastraums. Fréttablaðið/ernir Hildur Sverrisdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, lagði fram óformlega tillögu á borgarstjórnarfundi í gær þess efnis að opnunartími sundstaða yrði lengdur á ný. Tillagan kom fram við umræður um skýrslu stýrihóps um lýðheilsu og heilsueflingu barna og unglinga í leik- og grunnskólum og frístundastarfi. Hildur kom inn á það í ræðu sinni að ferðamönnum hefði fjölgað mikið í Reykjavík frá þeim tíma sem opnunartími sundstaða var styttur eftir efnahagshrunið 2008. „Hvað svo sem má segja um nauðsyn þess á sínum tíma er allavega hægt að segja að opnunartímunum hafi á sínum tíma verið dreift þannig að Reykvíkingar ættu á hverjum tíma að geta farið í einhverja laug sem væri opin, sem var þá Laugardalslaugin sem er alltaf opin til klukkan 10. Nú er svo komið að við heyrum kvartanir íbúa í öllum hverfum borgarinnar yfir því að það sé ekki lengur hægt að fara með börnin í sund á kvöldin um helgar þar sem Laugardalslaugin er einfaldlega pökkuð af fólki og þá aðallega ferðamönnum,“ sagði Hildur í ræðu sinni. Nýlega var stakt gjald í sund hjá Reykjavíkurborg hækkað í 900 krónur þó enn sé hægt að fara ódýrar í sund með fjölferða kortum. Um helgar í sumar eru laugarnar alla jafna opnar til sex á daginn, fyrir utan Laugardalslaug sem er opin til tíu á kvöldin. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 8. júní 2016 Sundlaugar Mest lesið Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Fleiri fréttir „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Sjá meira
Hildur Sverrisdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, lagði fram óformlega tillögu á borgarstjórnarfundi í gær þess efnis að opnunartími sundstaða yrði lengdur á ný. Tillagan kom fram við umræður um skýrslu stýrihóps um lýðheilsu og heilsueflingu barna og unglinga í leik- og grunnskólum og frístundastarfi. Hildur kom inn á það í ræðu sinni að ferðamönnum hefði fjölgað mikið í Reykjavík frá þeim tíma sem opnunartími sundstaða var styttur eftir efnahagshrunið 2008. „Hvað svo sem má segja um nauðsyn þess á sínum tíma er allavega hægt að segja að opnunartímunum hafi á sínum tíma verið dreift þannig að Reykvíkingar ættu á hverjum tíma að geta farið í einhverja laug sem væri opin, sem var þá Laugardalslaugin sem er alltaf opin til klukkan 10. Nú er svo komið að við heyrum kvartanir íbúa í öllum hverfum borgarinnar yfir því að það sé ekki lengur hægt að fara með börnin í sund á kvöldin um helgar þar sem Laugardalslaugin er einfaldlega pökkuð af fólki og þá aðallega ferðamönnum,“ sagði Hildur í ræðu sinni. Nýlega var stakt gjald í sund hjá Reykjavíkurborg hækkað í 900 krónur þó enn sé hægt að fara ódýrar í sund með fjölferða kortum. Um helgar í sumar eru laugarnar alla jafna opnar til sex á daginn, fyrir utan Laugardalslaug sem er opin til tíu á kvöldin. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 8. júní 2016
Sundlaugar Mest lesið Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Fleiri fréttir „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Sjá meira