Svarar því ekki hver seinasta skipun var áður en sendisveinninn var handtekinn við Hótel Frón Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 15. janúar 2016 15:46 Friðrik Smár Björgvinsson segir í yfirlýsingu að þrír lögreglumenn hafi leitað til sín vegna lögreglufulltrúans. Þegar blaðamaður gekk á hann viðurkenndi hann að einn hefði komið fram fyrir hönd fleiri. Vísir/Anton Brink Friðrik Smári Björgvinsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, vill ekki gefa upp hver seinasta skipun til sérsveitarmanns var sem framkvæmdi handtöku í tálbeituaðgerð við Hótel Frón í apríl í fyrra. Fram hefur komið að lögreglufulltrúi sem sætir rannsókn hjá héraðssaksóknara var einn þeirra sem stýrði aðgerðum á vettvangi en aðgerðin var á ábyrgð Aldísar Hilmarsdóttur, yfirmanns fíkniefnadeildar, og Friðriks Smára. Friðrik Smári útilokar að aðkoma lögreglufulltrúans hafi haft nokkuð með það að gera að aðgerðin fór út um þúfur.Vísir hefur fjallað um tálbeituaðgerðina undanfarnar vikur en yfirmaður sérsveitarinnar hefur viðurkennt í öðrum miðlum að handtakan hafi verið framkvæmd of snemma. Aldís og Friðrik hafa fullyrt að ekki sé litið svo á að handtakan hafi verið mistök og í yfirlýsingu sem Friðrik Smári sendir frá sér í dag, vegna þess sem hann kallar óvægins fréttaflutnings Vísis undanfarnar vikur, kemur fram að handtaka sendisveinsins hafi verið fyrirhuguð.Samkvæmt heimildum Vísis hafa ásakanir verið á hendur lögreglufulltrúanum árum saman. Friðrik Smári neitar að tjá sig um það í samtali við Vísi.vísir/gvaHandtakan hafði ekki úrslitaáhrifSérsveitarmenn eru þekktir fyrir að fylgja fyrirmælum og skipunum. Aðspurður hver hafi verið síðasta skipun sem borist hafi áður en handtakan fór fram neitar Friðrik Smári að tjá sig um það. Guðmundur Ómar Þráinsson, yfirmaður sérsveitarinnar, sagði við RÚV í vikunni að aðkoma sérsveitarinnar hafi verið skoðuð. Á fundi með lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu hafi komið fram að þessi framkvæmd á handtökunni hefði ekki haft úrslitaáhrif á framgang málsins.Yfirmenn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu hafa aldrei tjáð sig um hvort sú skipun hafi verið gefin að handtaka skildi sendisveininn á vettvangi. Auk Aldísar og Friðriks Smára stýrði Þorbjörn Valur Jóhannsson aðgerðum á vettvangi auk lögreglufulltrúans sem til rannsóknar er og hefur verið vísað frá störfum tímabundið.Ásgeir Karlsson, yfirmaður á greiningardeild ríkislögreglustjóra.Vísir/PjeturSegir þrjá hafa kvartað en einn reyndist fulltrúi fleiriÁsgeir Karlsson, yfirmaður greiningardeildar hjá ríkislögreglustjóra, sagði við Vísi í morgun að átta lögreglumenn hefðu leitað til embættisins fyrri hluta árs í fyrra þar sem ekki hefði verið brugðist við athugasemdum þeirra hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Í framhaldinu hefði málið verið unnið með Sigríði Björk Guðjónsdóttur lögreglustjóra. Athugasemdirnar hefðu verið þess eðlis að ekki hafi komið annað til greina en að koma þeim áfram til ríkissaksóknara. Um hefði verið að ræða alvarlegar athugasemdir yfir langan tíma.Í yfirlýsingu sem Friðrik Smári sendi Vísi á þriðja tímanum vísar hann því á bug að hann hafi ekki brugðist við athugasemdum sem lögreglumenn komu á framfæri við hann er sneru að lögreglufulltrúanum. Friðrik Smári segir að á þriggja vikna tímabili í mars í fyrra hafi þrír lögreglumenn leitað til sín vegna ásakanna á hendur lögreglufulltrúanum.Viðurkenndi aðspurður að einn væri fulltrúi fleiri Tveir þeirra hafi komið á framfæri upplýsingum, byggðum á sögusögnum, um hugsanleg brot í starfi. Hann segir að niðurstaða sín hafi verið að reyna að afla nánari upplýsinga áður en lengra yrði haldið. Sá þriðji hafi vakið athygli á óeiningu innan deildarinnar.Aðspurður hvort mögulegt sé að einn þeirra sem leituðu til hans með kvartanirnar hafi komið fram fyrir hönd fleiri lögreglumanna viðurkennir Friðrik Smári að svo hafi verið. Aðspurður hve margir þeir eigi að hafa verið muni hann ekki. Vísir spurði Friðrik Smára einnig hvort athugasemdir hefðu verið gerðar við störf lögreglufulltrúans utans þess þriggja vikna tímabils sem hann tilgreinir í yfirlýsingu sinni. Hann neitaði að svara þeirri spurningu og vísaði í yfirlýsingu sína.Friðrik Smári segir að fundi sem hann var boðaður á hjá lögreglustjóra vegna ásakana hafi verið frestað.Vísir/ErnirFundi vegna ásakana frestað „Lögreglustjóra var fljótlega gerð grein fyrir framkomnum kvörtunum og ávirðingum í garð lögreglufulltrúans. Lögreglumenn leituðu, á svipuðum tíma, einnig beint til lögreglustjóra með sömu upplýsingar. Fram hefur komið að það hafi níu lögreglumenn gert,“ segir í yfirlýsingunni frá Friðriki Smára. Yfirlögregluþjónninn segir að í apríl hafi hann verið boðaður á fund með Sigríði Björk Guðjónsdóttur lögreglustjóra, Aldísi Hilmarsdóttur yfirmanni fíkniefnadeildar og Ásgeiri Karlssyni hjá ríkislögreglustjóra. Ekkert hafi orðið af fundinum og kunni hann engar skýringar á því. Segir Friðrik að boðað hafi verið til fundarins vegna upplýsinga um að starfsmenn hjá LRH hefðu snúið sér til Friðriks Smára vegna málsins. Hvers vegna fundinum var frestað viti hann ekki.„Ég vísa því algjörlega á bug að ég hafi ekki brugðist við eftir að lögreglumenn leituðu til mín. Lögreglustjóri var upplýstur um atvik mjög fljótlega auk þess sem fleiri lögreglumenn sneru sér til hans á svipuðum tíma. Haft er eftir Ásgeiri Karlssyni að málið hafi verið unnið í samráði við lögreglustjóra áður en því var beint til ríkissaksóknara. Málið var því til meðferðar hjá LRH áður en það var sent til ríkissaksóknara en ekki hægt að greina starfsmönnum frá því vegna rannsóknarhagsmuna,“ segir í yfirlýsingunni.Friðrik Smári minnir á að rannsókn lögreglufulltrúans sé á frumstigi, ákæra hafi ekki verið gefin út og hann aldeilis ekki sakfelldur í dómi. Þá telur hann ástæðu til að vekja athygli á því að ekki sé hægt að kenna umræddum lögreglufulltrúa um það að tálbeituaðgerð við Hótel Frón fór út um þúfur í apríl. Málið er til rannsóknar hjá héraðssaksóknara.Yfirlýsing Friðriks Smára í heild sinniVegna fyrirmæla ríkissaksóknara og ákvörðunar yfirstjórnar embættis lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu hafa yfirmenn LRH til þessa ekki haft heimild til að tjá sig um þau mál sem til rannsóknar eru á hendur tveimur lögreglumönnum vegna gruns um misferli í starfi. Þær ákvarðanir hafa breyst.Í ljósi óvæginnar umfjöllunar á Visir.is, þar sem ég er borinn þeim sökum að hafa ekki brugðist við ásökunum á hendur lögreglufulltrúa í fíkniefnadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, sé ég mig knúinn til að koma eftirfarandi leiðréttingum á framfæri. Til mín leituðu þrír starfsmenn fíkniefnadeildarinnar á tímabilinu 6.-27. mars í 2015. Erindi eins þeirra var að benda á óeiningu innan deildarinnar en hinna tveggja að koma á framfæri upplýsingum, byggðum á sögusögnum, um hugsanleg brot lögreglufulltrúans í starfi. Niðurstaðan var að reynt yrði að afla nánari upplýsinga áður en lengra yrði haldið. Lögreglustjóra var fljótlega gerð grein fyrir framkomnum kvörtunum og ávirðingum í garð lögreglufulltrúans. Lögreglumenn leituðu, á svipuðum tíma, einnig beint til lögreglustjóra með sömu upplýsingar. Fram hefur komið að það hafi níu lögreglumenn gert. Í apríl var búið að boða til fundar með lögreglustjóra, Aldísi Hilmarsdóttur, aðstoðaryfirlögregluþjóni, Ásgeiri Karlssyni, aðstoðaryfirlögregluþjóni hjá embætti ríkislögreglustjóra, og undirrituðum þar sem upplýsingar lágu fyrir um að einhverjir starfsmenn hjá LRH höfðu einnig snúið sér til hans vegna málsins. Þeim fundi var frestað og aldrei boðað til hans að nýju. Kann ég ekki skýringar á því hvers vegna svo fór. Samkvæmt upplýsingum frá Ásgeiri Karlssyni í fjölmiðlum upplýsti hann síðan ríkissaksóknara þann 15. maí sl. um framkomnar ásakanir á hendur lögreglufulltrúanum. Ég vísa því algjörlega á bug að ég hafi ekki brugðist við eftir að lögreglumenn leituðu til mín. Lögreglustjóri var upplýstur um atvik mjög fljótlega auk þess sem fleiri lögreglumenn sneru sér til hans á svipuðum tíma. Haft er eftir Ásgeiri Karlssyni að málið hafi verið unnið í samráði við lögreglustjóra áður en því var beint til ríkissaksóknara. Málið var því til meðferðar hjá LRH áður en það var sent til ríkissaksóknara en ekki hægt að greina starfsmönnum frá því vegna rannsóknarhagsmuna.Ég bið fjölmiðlamenn sem almenning að hafa hugfast að mál lögreglufulltrúans er á frumstigum rannsóknar hjá embætti héraðssaksóknara, ákæra á hendur honum hefur ekki verið gefin út og því síður að hann hafi verið sakfelldur í dómi.Ég tel einnig ástæðu til að vekja athygli á því að í umfjöllun fjölmiðla undanfarna daga hefur verið látið að því liggja að umræddur lögreglufulltrúi hafi stuðlað að því að handtaka hafi verið framkvæmd of snemma í s.k. Frónmáli. Í þessu samhengi vísa ég til svars yfirmanns sérsveitar ríkislögreglustjóra um þátt liðsmanns sérsveitarinnar þar sem fram kemur að lögreglumaður í sérsveit ríkislögreglustjóra misskildi upplýsingar sem fóru um fjarskipti og framkvæmdi, ásamt öðrum, fyrirhugaða handtöku. Einnig bendi ég á svör mín í fjölmiðlum um að tæknilegir örðugleikar við fjarskipti hafi einnig gert það að verkum að fyrirmæli um aðgerðir hafi ekki komist nægilega vel til skila. Leki og spilling í lögreglu Tengdar fréttir Lögreglufulltrúanum vísað frá störfum Héraðssaksóknari hóf formlega rannsókn á mánudaginn og í dag var fulltrúanum vísað frá störfum. 14. janúar 2016 15:23 „Ásakanirnar voru það alvarlegar að ekki var annað hægt en að vísa málinu til ríkissaksóknara“ Nánasti yfirmaður lögreglufulltrúans taldi ekkert hæft í ásökunum 2012. Þremur árum síðar var embætti ríkislögreglustjóra á allt annarri skoðun. 15. janúar 2016 10:30 Ríkislögreglustjóri segir yfirmenn verða að svara hvernig tekið var á ásökununum Friðrik Smári Björgvinsson og Jón H.B. Snorrason hafa ekki viljað upplýsa hvað gert var við greinargerð Karls Steinars Valssonar, yfirmanns fíkniefnadeildar lögreglu. 14. janúar 2016 12:00 Greinargerð Karls Steinars: Taldi enga ástæðu til að vantreysta lögreglufulltrúanum Jón H.B. Snorrason segir Karl Steinar Valsson hafa skoðað ásakanirnar og ályktað að ekkert væri hæft í þeim. 14. janúar 2016 13:43 Fá ekki afhent gögn er snúa að tálbeituaðgerðinni sem miður fór „Hvað hefur ákæruvaldið að fela?“ spyr Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, verjandi sendisveinsins sem handtekinn var í tálbeituaðgerðinni. 14. janúar 2016 21:00 Mest lesið Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Titringur á Alþingi Innlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Innlent Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Erlent Fleiri fréttir Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjá meira
Friðrik Smári Björgvinsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, vill ekki gefa upp hver seinasta skipun til sérsveitarmanns var sem framkvæmdi handtöku í tálbeituaðgerð við Hótel Frón í apríl í fyrra. Fram hefur komið að lögreglufulltrúi sem sætir rannsókn hjá héraðssaksóknara var einn þeirra sem stýrði aðgerðum á vettvangi en aðgerðin var á ábyrgð Aldísar Hilmarsdóttur, yfirmanns fíkniefnadeildar, og Friðriks Smára. Friðrik Smári útilokar að aðkoma lögreglufulltrúans hafi haft nokkuð með það að gera að aðgerðin fór út um þúfur.Vísir hefur fjallað um tálbeituaðgerðina undanfarnar vikur en yfirmaður sérsveitarinnar hefur viðurkennt í öðrum miðlum að handtakan hafi verið framkvæmd of snemma. Aldís og Friðrik hafa fullyrt að ekki sé litið svo á að handtakan hafi verið mistök og í yfirlýsingu sem Friðrik Smári sendir frá sér í dag, vegna þess sem hann kallar óvægins fréttaflutnings Vísis undanfarnar vikur, kemur fram að handtaka sendisveinsins hafi verið fyrirhuguð.Samkvæmt heimildum Vísis hafa ásakanir verið á hendur lögreglufulltrúanum árum saman. Friðrik Smári neitar að tjá sig um það í samtali við Vísi.vísir/gvaHandtakan hafði ekki úrslitaáhrifSérsveitarmenn eru þekktir fyrir að fylgja fyrirmælum og skipunum. Aðspurður hver hafi verið síðasta skipun sem borist hafi áður en handtakan fór fram neitar Friðrik Smári að tjá sig um það. Guðmundur Ómar Þráinsson, yfirmaður sérsveitarinnar, sagði við RÚV í vikunni að aðkoma sérsveitarinnar hafi verið skoðuð. Á fundi með lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu hafi komið fram að þessi framkvæmd á handtökunni hefði ekki haft úrslitaáhrif á framgang málsins.Yfirmenn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu hafa aldrei tjáð sig um hvort sú skipun hafi verið gefin að handtaka skildi sendisveininn á vettvangi. Auk Aldísar og Friðriks Smára stýrði Þorbjörn Valur Jóhannsson aðgerðum á vettvangi auk lögreglufulltrúans sem til rannsóknar er og hefur verið vísað frá störfum tímabundið.Ásgeir Karlsson, yfirmaður á greiningardeild ríkislögreglustjóra.Vísir/PjeturSegir þrjá hafa kvartað en einn reyndist fulltrúi fleiriÁsgeir Karlsson, yfirmaður greiningardeildar hjá ríkislögreglustjóra, sagði við Vísi í morgun að átta lögreglumenn hefðu leitað til embættisins fyrri hluta árs í fyrra þar sem ekki hefði verið brugðist við athugasemdum þeirra hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Í framhaldinu hefði málið verið unnið með Sigríði Björk Guðjónsdóttur lögreglustjóra. Athugasemdirnar hefðu verið þess eðlis að ekki hafi komið annað til greina en að koma þeim áfram til ríkissaksóknara. Um hefði verið að ræða alvarlegar athugasemdir yfir langan tíma.Í yfirlýsingu sem Friðrik Smári sendi Vísi á þriðja tímanum vísar hann því á bug að hann hafi ekki brugðist við athugasemdum sem lögreglumenn komu á framfæri við hann er sneru að lögreglufulltrúanum. Friðrik Smári segir að á þriggja vikna tímabili í mars í fyrra hafi þrír lögreglumenn leitað til sín vegna ásakanna á hendur lögreglufulltrúanum.Viðurkenndi aðspurður að einn væri fulltrúi fleiri Tveir þeirra hafi komið á framfæri upplýsingum, byggðum á sögusögnum, um hugsanleg brot í starfi. Hann segir að niðurstaða sín hafi verið að reyna að afla nánari upplýsinga áður en lengra yrði haldið. Sá þriðji hafi vakið athygli á óeiningu innan deildarinnar.Aðspurður hvort mögulegt sé að einn þeirra sem leituðu til hans með kvartanirnar hafi komið fram fyrir hönd fleiri lögreglumanna viðurkennir Friðrik Smári að svo hafi verið. Aðspurður hve margir þeir eigi að hafa verið muni hann ekki. Vísir spurði Friðrik Smára einnig hvort athugasemdir hefðu verið gerðar við störf lögreglufulltrúans utans þess þriggja vikna tímabils sem hann tilgreinir í yfirlýsingu sinni. Hann neitaði að svara þeirri spurningu og vísaði í yfirlýsingu sína.Friðrik Smári segir að fundi sem hann var boðaður á hjá lögreglustjóra vegna ásakana hafi verið frestað.Vísir/ErnirFundi vegna ásakana frestað „Lögreglustjóra var fljótlega gerð grein fyrir framkomnum kvörtunum og ávirðingum í garð lögreglufulltrúans. Lögreglumenn leituðu, á svipuðum tíma, einnig beint til lögreglustjóra með sömu upplýsingar. Fram hefur komið að það hafi níu lögreglumenn gert,“ segir í yfirlýsingunni frá Friðriki Smára. Yfirlögregluþjónninn segir að í apríl hafi hann verið boðaður á fund með Sigríði Björk Guðjónsdóttur lögreglustjóra, Aldísi Hilmarsdóttur yfirmanni fíkniefnadeildar og Ásgeiri Karlssyni hjá ríkislögreglustjóra. Ekkert hafi orðið af fundinum og kunni hann engar skýringar á því. Segir Friðrik að boðað hafi verið til fundarins vegna upplýsinga um að starfsmenn hjá LRH hefðu snúið sér til Friðriks Smára vegna málsins. Hvers vegna fundinum var frestað viti hann ekki.„Ég vísa því algjörlega á bug að ég hafi ekki brugðist við eftir að lögreglumenn leituðu til mín. Lögreglustjóri var upplýstur um atvik mjög fljótlega auk þess sem fleiri lögreglumenn sneru sér til hans á svipuðum tíma. Haft er eftir Ásgeiri Karlssyni að málið hafi verið unnið í samráði við lögreglustjóra áður en því var beint til ríkissaksóknara. Málið var því til meðferðar hjá LRH áður en það var sent til ríkissaksóknara en ekki hægt að greina starfsmönnum frá því vegna rannsóknarhagsmuna,“ segir í yfirlýsingunni.Friðrik Smári minnir á að rannsókn lögreglufulltrúans sé á frumstigi, ákæra hafi ekki verið gefin út og hann aldeilis ekki sakfelldur í dómi. Þá telur hann ástæðu til að vekja athygli á því að ekki sé hægt að kenna umræddum lögreglufulltrúa um það að tálbeituaðgerð við Hótel Frón fór út um þúfur í apríl. Málið er til rannsóknar hjá héraðssaksóknara.Yfirlýsing Friðriks Smára í heild sinniVegna fyrirmæla ríkissaksóknara og ákvörðunar yfirstjórnar embættis lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu hafa yfirmenn LRH til þessa ekki haft heimild til að tjá sig um þau mál sem til rannsóknar eru á hendur tveimur lögreglumönnum vegna gruns um misferli í starfi. Þær ákvarðanir hafa breyst.Í ljósi óvæginnar umfjöllunar á Visir.is, þar sem ég er borinn þeim sökum að hafa ekki brugðist við ásökunum á hendur lögreglufulltrúa í fíkniefnadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, sé ég mig knúinn til að koma eftirfarandi leiðréttingum á framfæri. Til mín leituðu þrír starfsmenn fíkniefnadeildarinnar á tímabilinu 6.-27. mars í 2015. Erindi eins þeirra var að benda á óeiningu innan deildarinnar en hinna tveggja að koma á framfæri upplýsingum, byggðum á sögusögnum, um hugsanleg brot lögreglufulltrúans í starfi. Niðurstaðan var að reynt yrði að afla nánari upplýsinga áður en lengra yrði haldið. Lögreglustjóra var fljótlega gerð grein fyrir framkomnum kvörtunum og ávirðingum í garð lögreglufulltrúans. Lögreglumenn leituðu, á svipuðum tíma, einnig beint til lögreglustjóra með sömu upplýsingar. Fram hefur komið að það hafi níu lögreglumenn gert. Í apríl var búið að boða til fundar með lögreglustjóra, Aldísi Hilmarsdóttur, aðstoðaryfirlögregluþjóni, Ásgeiri Karlssyni, aðstoðaryfirlögregluþjóni hjá embætti ríkislögreglustjóra, og undirrituðum þar sem upplýsingar lágu fyrir um að einhverjir starfsmenn hjá LRH höfðu einnig snúið sér til hans vegna málsins. Þeim fundi var frestað og aldrei boðað til hans að nýju. Kann ég ekki skýringar á því hvers vegna svo fór. Samkvæmt upplýsingum frá Ásgeiri Karlssyni í fjölmiðlum upplýsti hann síðan ríkissaksóknara þann 15. maí sl. um framkomnar ásakanir á hendur lögreglufulltrúanum. Ég vísa því algjörlega á bug að ég hafi ekki brugðist við eftir að lögreglumenn leituðu til mín. Lögreglustjóri var upplýstur um atvik mjög fljótlega auk þess sem fleiri lögreglumenn sneru sér til hans á svipuðum tíma. Haft er eftir Ásgeiri Karlssyni að málið hafi verið unnið í samráði við lögreglustjóra áður en því var beint til ríkissaksóknara. Málið var því til meðferðar hjá LRH áður en það var sent til ríkissaksóknara en ekki hægt að greina starfsmönnum frá því vegna rannsóknarhagsmuna.Ég bið fjölmiðlamenn sem almenning að hafa hugfast að mál lögreglufulltrúans er á frumstigum rannsóknar hjá embætti héraðssaksóknara, ákæra á hendur honum hefur ekki verið gefin út og því síður að hann hafi verið sakfelldur í dómi.Ég tel einnig ástæðu til að vekja athygli á því að í umfjöllun fjölmiðla undanfarna daga hefur verið látið að því liggja að umræddur lögreglufulltrúi hafi stuðlað að því að handtaka hafi verið framkvæmd of snemma í s.k. Frónmáli. Í þessu samhengi vísa ég til svars yfirmanns sérsveitar ríkislögreglustjóra um þátt liðsmanns sérsveitarinnar þar sem fram kemur að lögreglumaður í sérsveit ríkislögreglustjóra misskildi upplýsingar sem fóru um fjarskipti og framkvæmdi, ásamt öðrum, fyrirhugaða handtöku. Einnig bendi ég á svör mín í fjölmiðlum um að tæknilegir örðugleikar við fjarskipti hafi einnig gert það að verkum að fyrirmæli um aðgerðir hafi ekki komist nægilega vel til skila.
Leki og spilling í lögreglu Tengdar fréttir Lögreglufulltrúanum vísað frá störfum Héraðssaksóknari hóf formlega rannsókn á mánudaginn og í dag var fulltrúanum vísað frá störfum. 14. janúar 2016 15:23 „Ásakanirnar voru það alvarlegar að ekki var annað hægt en að vísa málinu til ríkissaksóknara“ Nánasti yfirmaður lögreglufulltrúans taldi ekkert hæft í ásökunum 2012. Þremur árum síðar var embætti ríkislögreglustjóra á allt annarri skoðun. 15. janúar 2016 10:30 Ríkislögreglustjóri segir yfirmenn verða að svara hvernig tekið var á ásökununum Friðrik Smári Björgvinsson og Jón H.B. Snorrason hafa ekki viljað upplýsa hvað gert var við greinargerð Karls Steinars Valssonar, yfirmanns fíkniefnadeildar lögreglu. 14. janúar 2016 12:00 Greinargerð Karls Steinars: Taldi enga ástæðu til að vantreysta lögreglufulltrúanum Jón H.B. Snorrason segir Karl Steinar Valsson hafa skoðað ásakanirnar og ályktað að ekkert væri hæft í þeim. 14. janúar 2016 13:43 Fá ekki afhent gögn er snúa að tálbeituaðgerðinni sem miður fór „Hvað hefur ákæruvaldið að fela?“ spyr Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, verjandi sendisveinsins sem handtekinn var í tálbeituaðgerðinni. 14. janúar 2016 21:00 Mest lesið Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Titringur á Alþingi Innlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Innlent Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Erlent Fleiri fréttir Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjá meira
Lögreglufulltrúanum vísað frá störfum Héraðssaksóknari hóf formlega rannsókn á mánudaginn og í dag var fulltrúanum vísað frá störfum. 14. janúar 2016 15:23
„Ásakanirnar voru það alvarlegar að ekki var annað hægt en að vísa málinu til ríkissaksóknara“ Nánasti yfirmaður lögreglufulltrúans taldi ekkert hæft í ásökunum 2012. Þremur árum síðar var embætti ríkislögreglustjóra á allt annarri skoðun. 15. janúar 2016 10:30
Ríkislögreglustjóri segir yfirmenn verða að svara hvernig tekið var á ásökununum Friðrik Smári Björgvinsson og Jón H.B. Snorrason hafa ekki viljað upplýsa hvað gert var við greinargerð Karls Steinars Valssonar, yfirmanns fíkniefnadeildar lögreglu. 14. janúar 2016 12:00
Greinargerð Karls Steinars: Taldi enga ástæðu til að vantreysta lögreglufulltrúanum Jón H.B. Snorrason segir Karl Steinar Valsson hafa skoðað ásakanirnar og ályktað að ekkert væri hæft í þeim. 14. janúar 2016 13:43
Fá ekki afhent gögn er snúa að tálbeituaðgerðinni sem miður fór „Hvað hefur ákæruvaldið að fela?“ spyr Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, verjandi sendisveinsins sem handtekinn var í tálbeituaðgerðinni. 14. janúar 2016 21:00